Nýtt kirkjublað - 01.01.1914, Blaðsíða 14
10
NÝTT KIRKJUBLAÐ
og alveg samkeppnislaust. Sá flokkur er orðinn sem nœst
hálfu fámennari en þá var, og enn meiru skiftir, hve marga
og margháttaða samkeppendur hann hefir fengið nú um Iand alt.
Samkeppni lýtur þeim óbrigðulu lögum, að keppni vekur
keppni á móti og hver lærir af öðrum. Bregst það væntan-
lega ekki heldur á þessu svæði.
Engir hafa jafnmarga í senn um ræðustólinn sinn og blaða-
mennirnir. Og er þá þess nú að geta, að aldrei hafa eilifðar-
málin verið jafnmikið á dagskrá í hinum veraldlegu blöðum
— svo nefndu — sem umliðið ár.
Ekki veit eg, hvort ritstjórarnir verða varir við það, en
heyrt hefi eg utan að mér, og það frá mönnum sem sinna
vilja eilítðarmálum, að siður kunna þeir þvi að fá þau rædd
í veraldlegum blöðum. Það er svona óvaninn. Alveg eins
og sumir voru að amast við því að fá veraldleg mál í Kirkju-
blaðinu.
Vonandi fælir það ekki ritstjórana frá því að halda upp-
teknum hætti, og sækja sig enn betur.
Það er nú svo með þetta litla blað, eða ræðustólinn þann,
að ekki kemst helmingurinn að af því sem ætti að koma,
þyrfti að koma og gæti komið, ef rúm væri.
Eitt kann smáblaðið þetta að hafa fram yfir stórblöðin,
að betur mun því haldið saman og geymt bundið, og veldur
smæðin og bókarformið. Gefast nú rétt allir upp við að halda
saman hinum stóru auglýsingablöðum. Verkar það vísast
aftur — ósjálfrátt — á þá sem í þau rita, að mest verður
ritað fyrir hvern líðandi dag. En þó er i svo miklu máli alt-
af nokkuð sem geymast ætti, og gott væri að eiga til lesturs
hjá sér síðar, og gætu blaðamenn svo um búið að út kæmi
slíkt efni kostnaðarlítið í bókarformi í árslokin, og mundu ei-
lífðarmálin þess eigi síst njóta. Teldi eg miklu betri, og vis-
ast engu arðmiuni eign í sliku úrvalshefti en í neðanmáls-
skáldsögunum.
Það er haft eftir ágætum spekingi, að hinum volduga
óvini ljóss og sannleika sé ekki jafnilla við neitt og hugs-
andi fólk.
Með þeirri vitund þarf að vinna að eilífðarmálunum á
nýbyrjuðu ári — og áfram.