Nýtt kirkjublað - 01.01.1914, Blaðsíða 13

Nýtt kirkjublað - 01.01.1914, Blaðsíða 13
NÝTT KERKJUBLAÐ 9 herjar löndin og geisar yfir guðs akur. En hversu oft höf- um vér fengið hreinviðri eftir hregg? Hversu oft höfum vér séð fagran gróður vaxa upp af rotnun og ólyfjani? Hve oft hefir mannkynssagan séð niðurraðandi hönd forsjónarinnar mitt í óreglunni og skapandi hönd hennar mitt í eyðilegging- unni ? Öll saga, öll náttúra og allur kristindómur boða sam- hljóða að dýrð guðs muni uppljóma allar heimsálfur, að mann- legur andi muni ganga áfram viðstöðulaust frá sigri til sig- urs, að hann muni vinna fullkominn sigur, áður en lýkur, og ná valdi yíir heiminum, valdi yfir viðburðunum, valdi yfir náttúrunni, valdi yfir geðshræringunum, valdi yfir þjáningun- um, valdi yfir dauðanum. Og hverjum verður þetta aðþakka? Alt honum einum, er að guðlegri tilhlutun fékk nafn sitt af frelsun mannanna, honum er fyrir hálfri 19. öld siðanj talaði um lítið mustarðskorn, er væri minst allra frækorna, en yrði þó svo stórt sem eik, svo að fuglar himins kæmu og leituðu sér skýlis í greinum þess, — honum, segi eg, er í öndverðu talaði til lærisveina sinna þessi hin minnilegu orð; „Alt vald er mér gefið á himni og jörðu; fyrir því farið og gjörið allar þjóðir að lærisveinum mínum, og skírið þær í nafni föður, sonar og heilags anda; og bjóðið þeim að gæta alls þess, er eg hefi boðið yður, og sjá, eg er með yður alla daga alt til veraldarinnar enda“. — Amen. pilífðarmdlin d dagskrd. Einu sinni var eg á mikilli samkomu undir beru lofti. Þar var reistur upp ræðustóll, og vel um búið, og stóðu þús- undir manna umhverfis, en enginn fékst til að fara í stólinn. Hann stóð að kalla auður og mannlaus frá morgni til nóns er alt var úti. Þetta gjörðist hér á landi, og það eigi alls fyrir löngu. Skiftir minstu að greina stund og stað. Kunna einhverjir, án þess, við að kannast. Sú var tíðin að heldur fámennur ílokkur einnar embættis- stéttar réð yfir öllum ræðustólum þessa lands, að beita mátti,

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.