Nýtt kirkjublað - 01.01.1914, Blaðsíða 5

Nýtt kirkjublað - 01.01.1914, Blaðsíða 5
NÝTT KIRKJUBLAÐ HÁLFSMÁNAÐARRIT FYRIR KRISTINDÓM OG KRISTILEGA MENNING 1914 Reykjavik, 1. janúar 1. blað lijjdrsdagur 1880. Endurminningar og vonir kristinna manna. eftir síra Pál heitinn Sigurðsson. Prédikun Þegar átta dagar voru liðnir og hann skyldi umskera, var hann látinn heita JESUS, eins og hann var nefndur af englinum, áður en hann var getinn í móðurlífi. Lúk. 2, 21. Á þessum degi verða opinberunin og náttúran samtaka í því að tala til vor. Guðspjallið segir oss frá, að hinu ný- fædda barni i Betlehem var gefið nafnið Jesús og teljum vér nú 1879 ár, síðan þetta heilaga nafn tók að hljóma á vörum mannanna. En hversu gleðilegt og þýðingarmikið er það, að þenna merkisdag er minnir oss á nafn drottins, skuli bera upp á nýjársdag! Vér skulum, kristnir bræður, athuga, að heiminum rann upp sannarlegt nýjár, þegar „sól réttlætisins11 tók að skína yfir jörðina; af því nýjári guðsnáðar helgast öll nýjár náttúrunnar og verða í fullum skilningi fagnaðarrík. — En fyrst af öllu skal eg taka það fram, að hátíðisdagar slíkir sem þessi, þótt þeir sé af guði gefnir öllum jafnt til endurlífg- unar og gleði, þá koma þeir að notum því aðeins að sannur fj’amfarahugur búi i sálunum; því að ef enginn er framfara- hugur, ef sálirnar eru dofnaðar af hugsunarleysi eða léttúð, þá hlýtur þeim mönnum að finnast einn dagurinn öðrum Iíkur, og hátíðisdagurinn tekur þá öðrum dögum lítt fram. Menn líða þá áfrarn svo sem í svefnmóki, og þó að raddir kalli bæði úr hæðum og djúpum, bæði af himnum og úr hugskotinu, þá heyra menn ekki slíkar raddir né gefa þeim gaum, og gjöra sér þannig hinn besta hátíðisdag að hvei’sdagslegum degi. Öðru vísi er þeim mönnum farið er hugsa kristilegum hugsunuin

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.