Nýtt kirkjublað - 01.01.1914, Blaðsíða 15

Nýtt kirkjublað - 01.01.1914, Blaðsíða 15
NÝTT KIRKJUBLAÐ 11 guttorms-lcgat. eða lerðlciunasjóður Cíuttcrms prcf. L’orsteinsscnar. Fyrir 100 árum síöan var fertugur prestur á Hofi í Vopnafirði, síra Guttormur Þorsteinsson. Varð hann júbíl- prestur og sat lengstan tíma á Hofi, mesti myndarmaður; mun hann liafa efnast þar, og lét hann eftir sig tvo gjafa- sjóði, er bera nafn hans, er annar styrktarsjóður fyrir Norð- mýlinga og geymir sýslumaður þar, hinn er verðlaunasjóður í geymslu biskups, og hefir verið nefndur Gultorms-legat til aðgreiningar frá sjóðnum eystra. Síra Guttormur prófastur var bróðir síra Hjörleifs sterka á Hjaltastað, afa síra Hjörleifs prófasts Einarssonar á Undir- felli. En sonur síra Guttorms á Hofi var síra Hjörleifur er alllengi var prestur á Skinnastað og síðast prestur jjeirra Svarfdæla, afi síra Björns í Laufási og Hjörleifs bónda á Hof- stöðum i Miklaholtshreppi. En afi þeirra bræðra Guttorms og Hjörleifs, var liinn þjóðkunni merkisprestur Hjörleifur Þórðarson á Valþjófsstað, er snéri Passíusálmunum á ágæta latínu. Telst prestskapur hans að hafa verið 70 ár (fremur en 69), og hefir sá maður lengst verið í prestsembætti hér á landi, það menn vita, Eru frá honum ættir góðar og fjöl- mennar, og þá mest um Austurland. Eiga þar heima í ættum þeim Guttorms-nafnið og Hjörleifs. Guttormslegatið er stofnað 1836 og fær gjafabréfið kon- unglega staðfesting árið eftir. Var gjöfin 200 ríkisdalir eða 400 krónur. Segir svo fyrir í gjafabréfinu að vöxtunum af sjóðnum skuli á sínum tfma varið til verðlauna fyrir góðar og almúganum gagnlegar ritgerðir um eðlisfræði, náttúrusögu, Iandbúnað og bústjórn, og um kristilega siðfræði. Mega verð- launaritin ekki vera minni en 3 prentaðar arkir og eigi stærra en 8—12 arkir, og séu prenluðu ritin seld með vægu verði. Þó má eitthvað víkja frá því, ef innihald ritsins er mjög mark- vert og fjárhagslega gagnlegt fyrir landið. Ásamt biskupi eiga þeir dómkirkjuprestur í Reykjavík og Garðaprestur á Álftanesi að bjóða til verðlaunanna, ákveða

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.