Nýtt kirkjublað - 15.10.1914, Qupperneq 3
NÝTT KIRKJTJBLAÐ
235
mikil vandaspurning, hvort Jesús vœri fremur guð eða mað-
ur. Nú skiljum vér það, hvernig sú trú var sameiginleg gyð-
ingdómi og kristindómi, jafnt kend í Iiinu gamla og hinu nýja
testamenti, að maðurinn er guðs ættar og afsprengi, skapað-
ur í hans mynd og gæddur hans anda, og því er það að
myndar guðs er að leila í manninum, eins og líking föðurs-
ins kemur fram i barninu. L. A.
íhrifageislariiir.
Mannsmótið er öðrum þræði verk sjálfra vor, verk hvers
eins um sig. Maðurinn verður það sem hann vinnur og hugs-
ar. En margt kemur og utan að og mótar. Það eru áhrif-
in frá öðrum mönnum.
Það er mikið íhugunarefni þetta fyrir oss alla, að frá
oss stafa út til annara, hvort sem vér viljum það eða viljum
ekki, hvort sem vér vitum af því eða oss er það dulið, — að
frá oss stafa áhrifa-geislar til annara manna alt í kring til
góðs eða ills.
Þér finst að þú gerir svo sem ekkert til þess með orð-
um eða verkum, en samt geta áhrifin frá þér orðið þau, að
auðveldara er fyrir þá, sem i kring um þig eru, að breyta vel
og eitthvað ófýsilegra fyrir þá að gjöra það sem ilt er.
Áþreifanlegustu áhrifin frá Kristi er andlegt sjálfstæði,
sem finnur og getur greint hið rétta. Og þá er alt steypu-
mót svo andstætt kristnu luwdarfari. Hver verður sjálfur að
finna til þess og dæma um það, hvað hann má gjöra og láta
ógjört, hvað hann má lesa og hjá Iiverju hann á að sneiða,
hvar hann má koma, og hvaða staði hann á að forðast, hverj-
um málum hann á sinna og hverjum eklci. Alt er þetta undir
eigin dómi hvers eins.
En kristinn maður finnur þó áhrifavaldið mikla frá hon-
um, sem hann vill þjóna. Það er hið fullkomna lögmál frels-
isins, sem postulinn talar um.
Hafi kristnir menn, þ. e. kristilega breytandi menn, vor
á meðal eigi nokkuð áhrifavald út frá sér, hver á sínu svæði,