Nýtt kirkjublað - 01.09.1915, Blaðsíða 5

Nýtt kirkjublað - 01.09.1915, Blaðsíða 5
NÝTT KIRKJUBLAÐ 197 eins og „fónografar“. — Það er einkennileg áminning, en það felst mikið í henni. „Fónografinn“ lagar sig ekki eftir áheyrendunum, spyr ekki um sálir þeirra, lagið eða orðin heyrast jafnt hvort 1 er inni eða 100, og þó að allir fœru út, þá mundi lagið verða eins. „Fónografinum“ stendur al- veg á sama um áheyrendurna. I honum geymast raddir merkra manna. en sál þeirra fær ekki að njóta sin, rómurinn verður hinn sami, hvort „fónografinn“ er dreginn upp inni í kirkju eða úti á veitingakrá. Hann veit ekkert um sálirnar, hvorki hinar mörgu né hinar einstöku. Hann segir aðeins það, sem er stranglega fyrirskipað. En presturinn á að vita og minnast þess, að í hvert skiíti sem hann prédikar, þá bíða hans spyrjandi sálir, og presturinn á að hugsa: „Hvað fær þessi sál hjá mér í dag?“ Presturinn á að lifa og starfa meðal sálna sem eru dýru verði keyptar, og þá mun hann læra að tala til mannlegs hjarta. Það á að vera náið samband milli þess sem talar stöðugt og þeirra, er stöðugt hlusta. Presturinn á að vera velkominn til þeirra og þeir til hans. Eg vil i þessu sambandi minna á orð postulans: „Verið gestrisnir hver við annan án möglunar". Þannig talar Pétur og vér vitum, hvað hann á við. Kristnir menn áttu að sýna hver öðrum vináttu og bróðurþel. Þá var oít hættulegt að vera á ferðalagi, en þegar komið var á kristið heimili, þá átti mönnum að vera borgið. Vér getum tekið þessa áminningu á andlegan hátt. Ver- um gestrisnir, opnum hús okkar og hjarta fyrir öðrum, tök- um þátt í gleði og sorg annara, hlustum brosandi á gleði- fögnuð þeirra og með hluttekningu á sorg þeirra, opnum hjarta vort fyrir erviðleikum þeirra, baráttu og efasemdum. Látum aðra menn finna, að þeir séu velkomnir til okkar, vér skul- um taka þátt i andlegri baráttu þeirra, vér skulum biðja fyr- ir þeim. Það kom einu sinni ungur maður til presta, og hann var í örvæntingu og sagði: „Illa breytti eg“. En þeir gátu ekki hjálpað honum, þeir voru ekki hinir réttu prestar, þessvegna sögðu þeir: „Hvað kemur það oss við, þú skalt sjálfur fyr- ir sjá“. Verum gestrisnir; tökum þátt í því, sem öðrum liggur á

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.