Nýtt kirkjublað - 01.09.1915, Blaðsíða 10
202
NÝTT KIRKJUBLAÐ
II.
Varla er svo vesælt sendibréf, að ekki sé eitthvert beint
tilefni til þess, og því ætlað eitthvað víst á að vinna hjá þeim
sem les og við tekur. Og eigi er það síður svo með blaða-
greinir, eða svo ætti að vera.
Erindið, sem greinarkornið í 15. júlí-blaði, átti í heiminn,
var lögeggjan til yngri stefnunnar, að taka upp svipaða kristi-
lega starfsemi hér í bæ og K. F. U. M. rekur og hefir rekið
undanfarið.
Ástæður fyrir þeirri lögeggjan þær meðal annars, að
gamla stefnan megi ekki vera ein um hituna og eru þá að-
íinsluorðin um fulltrúa þeirrar stefnu, en mest er þó lögeggj-
anin vegna sjálfrar hinnar yngri stefnu, sem fær enn miklu
þyngri dóm, sitji hún aðgjörðarlaus hjá.
Vinum mínum í K. F. U. M. hefir sárnað mest orðið
það, að yngri stefnan teldi sumt „varhugavert" hjá K. F. U. M.
Man er sá orðið i próförk, að fló í hug að kynni að
meiða, og vildi það ekki, og velti fyrir mér, hvort „athuga-
vert“ væri ekki þýðara orð, en þó varð ekki af leiðréttingu,
en telja mætti það gleymsku hjá ritstjóra, þætti sjömenning-
unum það orðið nokkuð stygðarminna.
Og sé nú spurt hvað þetta „sumt“ er, þá mundi nýja
stefnan sérstaklega nefna bókstafsinnblásturskenninguna, sem
K. F. U. M. hér mun telja grundvallaratriði.
Hitt sem meitt hefir, er að „betur þurfi að gæta barns-
eðlisins, en gjört er hjá K. F. U. M.“
Greinarhöfundurinn var fyrir nokkru ekki svo ótíður gest-
ur á kvöldsamkomum K. F. U. M., og ofbauð, hve mikið
börnunum var borið í striklotu, hvíldarlaust, af fremur stremb-
inni uppbyggingu, las hann þreytu á andlitum barnanna yfir-
leitt, og varð þess sjónar og heyrnarvottur, að uppbyggingin
sýndist ekki hafa tilætluð áhrif hjá drengjahnokkunum inni á
samkomunni.
N. Kbl. flutti sumarið 1910 sögu af nýju sunnudagaskól-
unum á Englandi. Sú mynd, sem þar var sýnd, vakti löng-
un margra að fá eitthvað svipað hér, og nýju stefnunni treyst
betur að sækja fyrirmyndir þaðan.
Ritstj. vill ekki taka neitt aftur sem hann hefir sagt hlý-
legt til viðurkenningar starfsemi K. F. U. M. hér á landi, en