Nýtt kirkjublað - 01.09.1915, Blaðsíða 6

Nýtt kirkjublað - 01.09.1915, Blaðsíða 6
198 NÝTT KIRKJUBLAÐ hjarta og þeir vilja trúa oss fyrir. ÞaS á að vera slíkt sam- band milli prests og safnaðar, að menn viti, að til prestsins er óhætt aS fara. Gestrisni er talin lofsvert þjóðareinkenni Islendinga, hún ætti einnig að vera einkenni í hinum andlega heimi. Reynum einnig aS leita að þeim, þó aS þeir hafi enn ekki leitað á vorn fund, Líkjumst björgunarmanninum, sem horfir út á hafið reiðubúinn til þess að bjarga. Lítum út á hafið og hlustum á neyðarópin; það ríður á því, að kirkjan eigi góða björgunarmenn. Lærum af hinum mikla postula, sem fyltist angist við þá tilhugsun, að nokkur sál færi á mis við hið bezta og heilag- asta. Lítum á hvert sóknarbarn með von, væntum hins bezta af hverjum manni, og leggjum ekki árar í bát, þó að von- brigðin mæti oss. Þá tengjast vináttubönd og fyrirbænin eykst. Þá verður presturinn þeirrar hjálpar aðnjótandi, að fyrir hon- um er beðið. Eg veit, að margir biðja fyrir mér, og starfinu hér í bæ. Það er mér ómetanleg bjálp og uppörfun; eg veit, að beðið er fyrir guðsþjónustunni og vitnisburði mínum, slík fyrirbæn er hjálp í vandasömu starfi. Það er indælt að vera prestur. Það er gleðilegt að vita af því, að hver einasti dagur er ákveðinn, er gjöf frá guði til þess að vér veröum öðrum til blessunar. Alt af eru tækifæri til þeirrar prestsþjónustu. En þá hljótum vér einnig að finna til þess, að vér oft vanrækjum meira en vér framkvæmum. Vér vitum, að miklar kröfur eru gerðar til prestanna. Þeir eiga oft að tala og helzt alt af að koma með hið bezta. Það skulum vér einnig játa, að oss mishepnast margt, og vér heyrum ýmsa dóma og erfitt er að gera mönnum til hæfis. Þeir geta verið hrifnir i dag, en leiðir á morgun. Hún ger- ist enn, sagan um sáðmanninn, sem gekk út að sá, en sumt sæðið féll við veginn, sumt meðal þyrna, og sumt í grýtta jörð. Vér höfum víst margir reynslu í þessum efnum. Oss fanst prédikunin ekki ná þvi, sem hún hafði ætlað sér, og vér fundum, að vér vorum vanmáttugir þjónar. En svo fór- um vér til einhvers sjúklings, til syrgjandi manns eða konu, vér bárum bæn og guðsorð að sjúkrabeð. Var nokkurn tíma kvartað, þegar þú komst þangað? Eg veit, að eg hefi haldið margar ræður, sem ijllum hafa ekki geðjast, en aldrei hefi eg heyrt kvartað undan því, sem eg talaði við hina sjúku.

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.