Nýtt kirkjublað - 01.09.1915, Blaðsíða 14
206
NÝTT KIRKJUBLAÐ
sem sagí5i: „Svo elskaði guð heiminn“ o. s. frv. Það var
hann einn sem sagði: „Faðir, ait er þér mögulegt“.
III.
Er heimsstríðið syndaliegning ?
Það halda margir trúmenn.
En stríðið getur aðeins verið hegning fyrir ])á sem eitt-
hvað valda því, eða breyta illa á annan hátt — en alls ekki
fyrir börn eða sakleysingja. En einmitt þessháttar fólk fær
einna sárast að kenna á afleiðingum stríðsins. En hverjir
valda striðinu? Eru það nú bara keisarar, kóngar og aðrar
stjórnir, hershöfðingjar og auðkýfingar? Nei, þeir eru íleiri,
það eru allir sem tala eða gera rangt svo um muni.
Vér þurfuni ekki að leita að dýpstu rótum stríðsins út
fyrir landsteinana. Þær eru í sjálfum oss eins og i öllum
öðrum þjóðum. Alt ilt lyndi, öll öfund, ágirnd og heipt, alt
dramb og hatur, og öll kúgunarfyrirlitning; þetta eru nú að-
alrætur bardaganna. — Ekki aðeins ofmikið, heldur einnig
oflítið sjálfsálit eru Iíka einhver hættulegasta stríðsorsökin.
Heiptin verður altaf heitust og langvinnust hjá þeim sem
þykjast fótumtroðnir verða. Sigurvegarar fyrirgefa fremur en
sigraðir. Elskan ein auðmýkir loksins að gagni, en láum ekki
þjóðunum sem berjast. Vér lifum altaf í friði og þekkjum
ekki hermensku né hernað. En hefir friðurinn gert oss frið-
samari, mannúðlegri, ráðvandari og drenglyndari en herþjóð-
irnar? Það sést nú bezt bráðum. Dýrtíðin sverfur hart að
smælingjum kaupstaðanna. Ætli ríkir seljendur vorir var-
ist nú að hafa neyð þeirra fyrir féþúfu? Ætli þeir verði
nú svo mannúðlegir að láta eitt ganga yfir alla? eða þá
svo hyggnir að sjá og skilja, að fótumtroðnir og smáðir lítil-
magnar eru allra manna hættulegastir, bæði fyrir þjóðfélag
og mannfélag?
Oss hrýs með réttu hugur við hinu heimskulega hatri milli
hámentuðustu þjóða heimsins núna. —
En llokkar vorir skamma hver annan með líkum orðum
og enskir og þýzkir hverjir aðra. Og er þessi smái og stóri
orðahernaður ókristilegur og brennimark á menning 20. ald-
arinnar, fivað þá nú hinn hernaðurinn. En orð geta af sér verk,
þegar varir minst. Vigamóðsglóðin vor lifir enn í öskunni,