Nýtt kirkjublað - 01.09.1915, Blaðsíða 2
194
NÝTT KIRKJUBLAÐ
því hver veit nema náðargjöfin sé gefin þér og mér. En það
er alvarlegt tjón að vanrækja náðargjöfina; af slíkri vanrækslu
leiðir ómetanlegt tjón fyrir sjálfa oss og aðra. Ætli prédik-
anir vorar batni ekki, ef vér áminnum sjálfa oss á undan
hverri prédikun með þessum gömlu orðum; „Vanræktu ekki
náðargjöfina þína“.
En það er önnur hlið prestsstarfsins, það er umhygrjjan
fyrir hinum einstöku sálum. Þar ber ekki á fjöldanum,
þar fer fram starf í kyrþey.
Jesús starfaði ekki eingöngu meðal mannfjöldans, en einn-
ig og ekki minst í kyrþey meðal hinna fáu. Fjöldi fólks var
oft í fylgd með honum. En oft talaði hann við vini sína um
það, sem heyrir Guðs ríki til, og aðrir vissu, að óhætt var að
leita til hans og tala við hann í einrúmi. Nikódemus kom
til hans um nótt, þeir voru 2 saman, hin Ieitandi sál og sá
sem leitaði að sálum. — Jesús var á ferð og var orðinn veg-
móður, þá settist hann niður við brunninn, og vér könnumst
við konuna, sem kom að sækja vatn, en átti tal við Jesúm
og drakk af binni eilífu uppsprettu, sem aldrei þrýtur. I þess-
um kapitulum sjáum vér starf Jesú gagnvart hinni einu sál.
Lítum á 5. kapitulann í hinu sama guðspjalli (Jóhannesar).
Kapítulinn byrjar svo: „Eftir þetta var hátið Gyðinga, og
Jesús fór upp til Jerúsalem11. Þar hlýtur að hafa verið mikill
fjöldi saman kominn til þess að halda hátíð. En þar var
líka mikill fjöldi, sem ekki gat haldið hátið. I súlnagöngun-
um við Betesda lá fjöldi sjúkra manna, og einn úr fjöldan-
um mætli á þeim degi hinum mikla lækni. En læknaði mað-
urinn vissi ekki hver það var, því að Jesús hafði leynst burt,
með þvi að fjöldi fólks var á staðnum. En hvað skeður svo?
Eftir þetta hittir Jesús hann í helgidóminum, og þar talaði
sálusorgarinn einslega við sóknarbarnið. Jesús læknaði hinn
blindfædda mann og mikið talaði fjöldinn urn það verk. En
Jesús fann hann, þegar hinn læknaði maður var rekinn burt
af fjöldanum, og svo fór fram samtal milli hans og Jesú.
Zakkeus gat ekki séð Jesúm fyrir mannfjöldanum. En Jesús
sagði við binn leitandi mann: „í dag ber mér að dvelja í
húsi þínu“. Og Zakkeus tók með gleði á móti sínum sálar-
hirði. Þegar vér lesum guðspjöllin með eftirtekt, þá sjáum
vér ijölda fólks, og greinum ekki andlitin. Vér sjáum fjöl-