Nýtt kirkjublað - 01.09.1915, Blaðsíða 3

Nýtt kirkjublað - 01.09.1915, Blaðsíða 3
NÝTT KIRKJUBLAÐ 195 menna hópa, búninga Austurlanda og vermandi geislaflóð hinnar suðrænu sólar. Vér heyrum hávaða, skarkala og óp, ys og þys. En þvi betur sem vér gætum að, förum vér að aðgreina andlitin, og heyrum bænir og spurningar hinna ein- stöku, og i huga vorurn skapast ákveðnar myndir. Hinn sami starfsmáti mætir oss, er vér lítum á hinn öt- ula þjón Drottins, Pál postula. Hann talaði einnig til mann- fjöldans. En hann sá meir en fjöldann. Hann sá dýrkeypt- ar sálir hinna einstöku. Hann brann af áhuga fyrir hinum einstöku sálum. Hann stofnaði söfnuði og fór úr einum stað í annan. En það er líkast því, að hann hafi tekið andlitsmynd- ir með sér, og hver einasta mynd hafi bent honum á að biðja fyrir sinni sál. Það er auðséð á bréfum hans, að hann hefir oft blaðað i þessari myndabók. Það sýna oss kveðjurnar. Hann þekkir sína menn og honum tekst vel að lýsa þeim. „Heilsið Prisku og Akvílasi, samverkamönnum mínum i Kristi Jesú, sem stofnað hafa lífi sínu í hættu fyrir líf mitt, og ekki eg einn votta þakkir, heldur og allir söfnuðir heiðingjanna“. „Heilsið Epænetusi mínum elskaða, sem er frumgróði Asíu Kristi til handa“. „Heilsið Apellesi, sem er fullreyndur í Kristi“. Alt þetta eru skýr og fögur minningarorð. Þau sýna oss hið nána samband milli hins andlega leiðtoga og hjarðarinnar. Hann hugsar ekki aðeins um að stofna söfn- uð, hjarta hans brennur af áhuga fyrir velferð hinna einstöku safnaðarmeðlima. Það er honum angistarefni, ef hann ekki er allur í þessu eina — að ávinna sálir. Hann hefir talað um, að öllum beri að birtast fyrir dómstóli Krists, og svo bætir hann við: „Með því að vér nú vitum, hvað ótti drott- ins er, leitumst vér við að ávinna menn“. (2. Kor. 5, 11). Hann lítur á hina einstöku með bjartri von, hann slepp- ir engum undan, von lians sér, að öllum er mögulegt að ná takmarkinu. Enginn er undan skilinn. „Og hann boðum vér, er vér áminnum sérhvern mann og fræðum sérlivern mann með allri speki, til þess að vér getum leitt hvern mann fram fullkominn fyrir samfélagið við Krist“. (Kol. 1, 28). Hann vill engum sleppa, og ekki örvænta, hann vill ná i sérhvern mann. Það var eðlilegt, að hann yrði mikið á sig að leggja. Það var eðlilegt, að slíkt starf eyddi kröftunum. Vér höfum hans eigin orð fyrir því, hvernig lmnn starfaði. „Vakið þvi,

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.