Fréttablaðið - 10.11.2009, Síða 12

Fréttablaðið - 10.11.2009, Síða 12
12 10. nóvember 2009 ÞRIÐJUDAGUR Íslandspóstur er með einkarétt á dreifingu á pósti undir 51 grammi. Í þann flokk falla nær öll jólakort og gluggapóstur. Einkarétturinn verður afnuminn á nýársdag 2011. Jón Aðalsteinn Bergsveinsson sett- ist niður með Hannesi Hannessyni, framkvæmdastjóra Pósthússins. „Í dag geta neytendur ekki valið eða gert verð- samanburð um hvort þeir sendi nafnamerktan póst, svo sem markpóst á ákveðinn hóp, með Íslandspósti eða Pósthúsinu, nema þeir séu með póst sem er 51 gramm eða þyngra,“ segir Hannes Hannesson, framkvæmdastjóri Póst- hússins. Pósthúsið hefur síðustu misserin verið að búa sig undir afnám einkaréttar á pósti upp að fimmtíu grömmum að þyngd. Íslands- póstur hefur farið með einkaréttinn fyrir hönd ríkisins síðastliðin níu ár ásamt rekstri pósthúsa og útgáfu frímerkja. Þess má geta að hlutfall bréfa undir fimmtíu grömmum að þyngd er milli 85 og 90 prósent af heildar- magni bréfapósts. Tilskipun Evrópusambandsins (ESB) um afnám einkaréttarins tekur gildi á nýárs- dag 2011, einnig hér á landi. Hannes segir Pósthúsið, sem meðal annars dreifir Frétta- blaðinu, hafa gert margt til að undirbúa jarð- veginn fyrir samkeppni á póstmarkaðnum. Sjálfur kom hann að rekstri fyrirtækisins á umbrotatímum í lok árs 2006 þegar fyrirtækið glímdi við rekstrarerfiðleika. „Við endurskipulögðum reksturinn með markvissum aðgerðum. Endurskipulagning dreifikerfisins var mikilvægust og við höfum endurhannað dreifingarkerfið í tvígang auk þess sem töluverðar breytingar á dreifingu Fréttablaðsins hafa verið innleiddar,“ segir Hannes. Í endurskipulagningunni fólust sárs- aukafullar uppsagnir haustið 2008 þar sem allir starfsmenn fyrirtækisins fengu upp- sagnarbréf. „Nú er eftir hópur einarðra ein- staklinga sem hefur gengið í gegnum súrt og sætt og trúir á fyrirtækið,“ segir Hannes. Hjá Pósthúsinu starfa um sex hundruð manns, þar af um fimm hundruð blaðberar, sem sinna dreifingu á Fréttablaðinu og öðrum pósti á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Þá dreifa bílstjórar Pósthússins Frétta blaðinu og öðrum pósti á nóttunni, auk þess að dreifa fyrirtækjapósti og tímaritum á daginn á höfuð borgarsvæðinu, Akureyri og helstu þétt- býlisstöðum. Hannes segir nokkra þætti hafa valdið því að Pósthúsið varð að sækja fram. Í fyrsta lagi hafi Samkeppniseftirlitið bannað sameigin- lega prentun og dreifingu Fréttablaðsins og Morgunblaðsins í fyrra, auk þess sem dreif- ing á fjölpósti hafi dregist saman um fimmtíu prósent eftir efnahagshrunið. Niðurstaðan var sú að hefja dreifingu á nafnamerktum pósti, pósti sem einka- leyfi hvílir ekki á. Hafist var handa við að kynna nýja þjónustu hjá þeim fyrirtækjum og félagasamtökum sem standa í útgáfu. Nú hefur stór hluti séð hag í að láta Pósthúsið sjá um dreifinguna. Hannes bendir á að mikilvægur hluti starf- semi Pósthússins sé að gera gæðakannanir á eigin dreifingu, það er nafnamerktum pósti, fjölpósti og Fréttablaðinu. Hringt er á hverj- um degi í slembiúrtak íbúa í þeim hverfum sem Pósthúsið sinnir og spurt hvort dreifing hafi skilað sér. Gæðakönnunin hefur leitt í ljós að 96 prósent alls ónafnmerkts pósts skila sér og 99,5 prósent af nafnamerktum dreif- ingum rata rétta leið. „Undirbúningur fyrir afnám einkaréttar á bréfapósti er því hafinn. Það hlýtur að vera öllum neytendum til góðs,“ segir Hannes. Pósthúsið tilbúið í samkeppni um jólakortin eftir rúmt ár HANNES HANNESSON Fyrir jólin 2011 geta landsmenn valið á milli tveggja fyrirtækja um dreifingu á jólapóstinum. Framkvæmdastjóri Pósthússins segir fyrirtækið hafa undirbúið jarðveginn vel fyrir afnám einkaréttarins og flaggar nýju vörumerki í tilefni þess. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Einstaklingar senda langmest póst rétt fyrir jólin. Nú kostar á bilinu 70 til 80 krónur að senda meðalkort innanlands hjá Íslandspósti. Árið 2000 kostaði á milli 40 til 50 krónur að senda eitt jólakort. Verðið hækkaði einu sinni á ári fram til maí í fyrra. Það jafngildir 60 pró- senta hækkun. Síðan hefur það ekki hækkað. Ætla má að fjölskyldur sendi á bilinu 50 til 100 jólakort ár hvert og getur sendingar- kostnaður því numið allt að átta þúsund krónum miðað við hundrað jólakort. JÓLAKORTIN Á SAMA VERÐI OG Í FYRRA FRÉTTAVIÐTAL: Samkeppni á póstdreifingarmarkaði árið 2011 FRÉTTAVIÐTAL JÓN AÐALSTEINN BERGSVEINSSON jonab@frettabladid.is                    ! "  !#$  %     &  '()                    *+ +) %  ,) $    -. +) / ) -    0    *+)1  23     1  4   +)1  5   .)    6 .   )7              ! /4/ /48  /4/     /49 +  /4:   6  &  . 7 /44     /4;   /4;<4   #$      =  . +. ) +/ )  4  &  +   ! "  !+   )      >>>     ??(@(((% +  )   A      / )  4  +BC DBE(F3  4 ??(@(((B*G??(@(E(B>>>/4 B/4A/4      ! "  !3  94$;  +HI((D ! 0  4  ,94$ +HI((? /43  #$-2  ) ! "  !

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.