Fréttablaðið - 10.11.2009, Síða 14

Fréttablaðið - 10.11.2009, Síða 14
14 10. nóvember 2009 ÞRIÐJUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Þegar vinkona mín ein var á fermingaraldri bar það eitt sinn við þegar hún kom í skólann, að vinkonur hennar létu sem þær sæju hana ekki. Þegar hún talaði við þær, sneru þær upp á sig og gengu í burtu. Henni þótti þetta í meira lagi furðulegt. Þessi sam- henti stelpuhópur var alla jafna glaðvær og ófeiminn að tjá sig. Þar sem þessi stúlka vissi ekki upp á sig neinn ósóma og vinkon- urnar virtu hana ekki viðlits, lét hún þær afskiptalausar og bland- aði geði við önnur skólasystkini sín. Síðar kom í ljós að ein þeirra var yfir sig skotin í einum skóla- bróður þeirra, en hafði borist til eyrna að hann væri spenntur fyrir vinkonu minni. Stúlkan tók þetta nærri sér og vinkonurnar fóru í samúðarfýlu, sem birtist með þessum hætti. Vinkonu minni þótti þetta svo fáránlegt, að það tæki því ekki að vera að erfa það. Í dag berast fréttir af stelpu- hópum innan lands og utan, sem sýna grimmd og miskunnarleysi í einelti, og gefa körlum síst eftir í hugmyndaflugi. Þetta er ein- hvers konar hóptryllingur sem þær/þeir magna upp hver hjá öðrum, og illvirkið tengir hóp- inn saman. Rétt eins og einhver þeirra hefði skorað sigurmark í landsleik, nema hvað þetta er skammarlegt leyndarmál, ekki stórfrétt. Stríðni eða einelti Samtökin Heimili og skóli ýttu úr vör átaki gegn einelti skóla- árið 2009-2010 í október, og í byrjun nóvember samþykkti borgarstjórn Reykjavíkur að ákveðinn dagur ár hvert yrði helgaður baráttu gegn einelti í borginni. Ætla má að það verði ekki einfalt að draga úr slíku ofan frá, þó að opinber skil- greining á þeirri skelfingu sem einelti getur haft í för með sér rati vonandi til þeirra sem bera í sér hneigð til að niðurlægja aðra. Oftast til þess eins til að sýna vald sitt. Þá má finna hvar sem er. Á leikvöllum, heimilum, í skólum og á vinnustöðum. Í öllum félagskerfum. Hitt er líka til, að stríðni og glens sem er græskulaust af hálfu gerandans hitti illa fyrir einn úr hópnum. Komi það ekki upp á yfirborðið, getur hann hvorki beðist afsök- unar né útskýrt að ekki hafi verið ásetningur hans að særa neinn. Á doktor.is má lesa skilgrein- ingu á einelti. Þar stendur meðal annars: Einelti er það kallað þegar hópur einstaklinga reynir að útiloka einn eða hugsanlega fleiri út úr hópnum með öllum mögulegum hætti. Þetta getur verið með stöðugri stríðni, gera fórnarlambið að aðhlátursefni, sýna því vanþóknun, hæðast að því, bera út slúður um fórnar- lambið, einangra það og útskúfa og jafnvel getur verið um líkam- lega valdbeitingu að ræða. Aðeins lítill hluti hópsins er yfirleitt virkur, en nýtur stuðn- ings hins hlutans í gegnum aðgerðarleysi hans, en flestir þeirra líta svo á að hættulegt sé að taka upp hanskann fyrir fórnarlambið. Það gæti leitt til þess að þeir sjálfir verði lagðir í einelti. Ábyrgð leiðtoga Leiðtogar eru með ýmsu móti. Sumir eru í forystu í stjórnmál- um, félagsamtökum eða við- skiptalífi, aðrir hverfa inn í fjöldann, en eru þeir sem allir í umhverfinu treysta og líta til. Slíkir leiðtogar bera mikla ábyrgð. Þeir þurfa ekki annað en spjalla við þann sem einelti beinist gegn á göngum skólans eða vinnustaðarins, ganga til hans á skólalóðinni, hlusta á hann af athygli og sýna honum áhuga, til að eineltið hverfi. Þetta skildi þrettán ára stelpa þegar strákur utan af landi settist í bekkinn hennar og var greinilega utan hópsins. Hún tók saman dótið sitt, gekk til stráks- ins og spurði brosandi hvort hún mætti ekki sitja hjá honum. Meira þurfti ekki til. Hræðslan við að lenda í ónáð- inni með fórnarlambinu er ótrú- lega rík. Menn færa sig líka fjær þeim sem af einhverjum ástæð- um er í opinberum hremming- um. Líta í hina áttina. Jafnvel eftir margra ára vináttu. En það verður enginn stikkfrí af því. Tómas orðaði það betur en nokkur annar: Því meðan til er böl sem bætt þú gast/ og barist var á meðan hjá þú sast/ er ólán heimsins einnig þér að kenna. Einnig þér að kenna JÓNÍNA MICHAELSDÓTTIR Í DAG | Einelti UMRÆÐAN Bjarni Gíslason skrifar um söfnunar- átak Í dag halda fermingarbörn á öllu land-inu áfram að ganga í hús og safna fyrir vatnsverkefni Hjálparstarfs kirkjunnar. Þau hafa hjá prestinum sínum séð mynd- ir og fræðst um munaðarlausa fjölskyldu í Úganda sem lifir við erfiðar aðstæður. Foreldrarnir eru látnir úr alnæmi og börnin þurfa að nota tvær klukkustundir á dag til að sækja vatn. En ekki bara það heldur er vatnið ókræsilegt, sótt í leirtjörn þar sem dýr og menn ganga jafnt að. Þau fá líka að heyra hvernig vatnsverkefni Hjálparstarfsins í Afríku breyta erfiðum aðstæð- um til hins betra. Í Úganda eru reist hús og vatns- tankar sem safna rigningarvatni, í Malaví eru grafnir og boraðir brunnar sem gefa hreint, tært og heilnæmt vatn. Hreint vatn í næsta nágrenni gjörbreytir lífinu til hins betra. Stúlkur þurfa ekki að missa af skólanum vegna tímans sem fer í að sækja vatn, heilsan verður betri og mæður og feður hafa tíma til að sinna fjölskyldunni, börnum og akri betur. Fermingarbörn láta ekki duga að fræð- ast um kristna trú heldur láta athafnir fylgja orðum og ganga tvö og tvö í hús með merkta og innsiglaða bauka og biðja um framlag til vatnsverkefna Hjálpar- starfsins í Afríku. Þau eru fyrirmynd fyrir okkur hin um að gera eitthvað í málunum, standa upp úr sófanum og grípa til aðgerða. Allt í sjálfboðavinnu. Er það ekki einmitt slíkt hugarfar sem við þurfum á að halda á Íslandi í dag? Er það ekki einmitt slíkur kraftur sem við þurfum á að halda? Er það ekki einmitt slík samstaða sem er nauðsyn- leg í dag? Er það ekki slíkur kærleikur sem við þráum öll? Tökum þátt í kærleiksverki fermingar- barna, stöndum upp úr sófanum og setjum pening í baukinn til góðs fyrir þá sem hafa ekki einu sinni aðgang að hreinu vatni. Höfundur er fræðslu- og upplýsingafulltrúi Hjálparstarfs kirkjunnar. Safnað fyrir vatnsverkefni BJARNI GÍSLASON Þetta skildi þrettán ára stelpa þegar strákur utan af landi settist í bekkinn hennar og var greinilega utan hópsins. Hún tók saman dótið sitt, gekk til stráksins og spurði brosandi hvort hún mætti ekki sitja hjá honum. Meira þurfti ekki til. Jafnréttisstefnan Katrín Jakobsdóttir menntamála- ráðherra vill fá skýringar á framferði fjármálastjóra KSÍ þegar hann greiddi fyrir þjónustu á nektardansstað í rauða hverfinu í Zürich með greiðslu- korti sambandsins. Geir Þorsteins- son, formaður KSÍ, sagði fjármála- stjórann hafa sýnt dómgreindarleysi með því að vera á staðnum með kortið, en finnst ekki ástæða til að aðhafast í málinu. Í fyrra samþykkti KSÍ sérstaka jafnréttisstefnu sem hefur að markmiði að „sjónarmið jafnréttis verði samofið allri knatt- spyrnuiðkun á Íslandi“. Gott að KSÍ vilji virða sjónarmið jafnréttis í knattspyrnuiðkun á Íslandi. En utanvallar – og utanlands – gilda kannski önnur sjónarmið? Máttur fjölmiðla Ásgerður Halldórsdóttir vann afgerandi sigur í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins á Seltjarnarnesi um helgina, hlaut rúm 700 atkvæði af tæplega 1.100. Guðmundur Magnússon, sem gaf líka kost á sér í oddvitasætið, hafnaði í öðru sæti. Fyrir helgi stóð til að þau Ásgerður og Guðmundur tækjust á í þætti Jóns Kristins Snæhólm á ÍNN. Ásgerður forfallaðist hins vegar og ákvað sjónvarpsstjórinn að þátturinn skyldi því ekki sýndur í sjónvarpinu. Kannski reið það bagga- muninn? Forgangsröðunin Fasteignamarkaðurinn á höfuðborgar- svæðinu er í kalda kolum eftir margra ára ólestur í skipulagsmálum, þar sem sveitarfélögin kepptust við að yfirbjóða hvert annað. Hvernig er best að leysa þann vanda? Því geta kannski borgarfulltrúarnir Dagur B. Eggertsson og Júlíus Vífill Ingvarsson svarað. Fyrst þurfa þeir aftur á móti að útkljá hið brýna álitamál um hvort ruglið í skipu- lagsmálum var Sjálfstæð- isflokknum eða R-listanum að kenna. Þegar það er frá er svo kannski hægt að fara að ræða hvað sé til ráða. bergsteinn@frettabladid.is ESKIMOS E itt af fórnarlömbum kreppunnar er hugmyndafræðin sem er ýmist kölluð frjálshyggja eða nýfrjálshyggja. Til hennar vilja margir rekja rætur þeirrar óhamingju sem efnahagur landsins hefur ratað í. Ýmislegt er til í þeirri skoðun. Eitt stærsta áfall frjálshyggjumanna hlýtur að vera að markaðurinn reyndist ekki fær um að hafa eftirlit með sjálfum sér og leita jafnvægis af sjálfsdáðum. Vissulega má færa rök fyrir því að slík aðlögun sé í gangi um þessar mundir, en afleiðingarnar eru stórkostlegt tjón fyrir efnahag þeirra landa sem innleiddu hvað mest frelsi á fjármagnsmörkuðum. Fyrir vikið er vel skiljanlegt að margir hafa áhuga á að gera byltingu á því kerfi sem liggur til grundvallar í viðskiptalífi þessara sömu landa. Þar á meðal er hópur fólks sem kom saman á sunnudaginn og stofnaði íslenskt útibú frá Attac-samtökunum, en þau berjast meðal annars gegn hnattvæðingu á forsendum nýfrjálshyggjunnar, eins og það er orðað á síðu samtakanna. Í stefnuyfirlýsingu Íslandsdeildarinnar segir að landið hafi í rúm tuttugu ár verið „tilraunastöð nýfrjálshyggjunnar“ og að nú þurfi almenningur að „skipuleggja sig til að sækja fram til gagnsóknar í þágu réttláts samfélags“. Réttlæti er alltaf fallegt markmið. Vandinn er bara sá að allar stjórnmálastefnur telja það fram sem einn af sínum hornsteinum. Þar á meðal er frjálshyggjan. Enda er það alls ekki hún sem hefur verið meginvandi Íslands undanfarin ár. Hann ristir miklu dýpra og nær mun lengra aftur í tímann en þau tuttugu ár sem er talað um hér að ofan. Það er ekki traust á markaði þegar stjórnmálaflokkar velja handgengna viðskiptamenn til að eignast banka. Það er ekki frjálshyggja að raða ættingjum, flokksfélögum og vinum inn í dómstóla og aðrar ríkisstofnanir. Og það er ekki heldur markaðs- hugsun að setja lög sem tryggja tilteknum ríkis starfsmönnum, þar á meðal manni sjálfum, aukin eftirlaun og forréttindi. Slíkt háttalag er þekkt úr sögubókunum í ríkjum sem kenndu sig við allt aðra stjórnmálastefnu en frjálshyggju. Arfleið þessara stjórnarhátta er að 67 prósent þeirra sem tóku þátt í nýbirtri könnun Háskólans á Bifröst telja að spilling í íslenskri stjórnsýslu sé mikil eða mjög mikil. Ef einhverjar framfarir eiga að verða þurfa þessir innviðir íslensks samfélags að breytast til batnaðar. Lausnin felst ekki í því að taka upp stóraukinn ríkisbúskap og hafna frjálsum markaðs viðskiptum. Spillingin í stjórnsýslunni: Frjálshyggjan er fórnarlamb JÓN KALDAL SKRIFAR Það er ekki frjálshyggja að raða ættingjum, flokks- félögum og vinum inn í dómstóla og aðrar ríkisstofnanir.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.