Tímarit iðnaðarmanna - 01.03.1933, Síða 5
T í M A R I T
IÐN AÐARM ANNA
dráttarbrautir. Dvaldi hann víða í Noregi og
fór siðan til Kaupmannahafnar. Af þeirri ferð
varð þó ekki beinn árangur, því skip voru hér
of fá og smá til þess að dráttarbraut gæti bor-
ið sig.
Bjarni hefir ætíð verið reglusamur og góð-
ur heimilisfaðir, enda notið ágæts stuðnings
lijá konu sinni Guðrúnu Magnúsdóttur frá
Gálmarstöðum. Eru þau hjónin enn vel ern og
fylgjast með hinum margvíslegu framförum
nútimans.
Bjarni Einarsson er einn af stofnendum
Iðnaðarmannaf jelags Akureyrar. Var samfleytt
10 ár í stjórn þess og gjaldkeri og liefir ætið
átt drjúgan þátt i starfsemi fjelagsins. Hann
var nú um áramótin kosinn heiðursfjelagi þess.
S.
Sigtryggur Jónsson,
byggingameistari.
er fæddur 25. nóv. 1862 að Sörlastöðum í Eyja-
firði. Ólst bann þar upp með foreldrum sin-
um Jóni Sigfússyni og konu hans Steinvöru
Jónsdóttur, þar til er þau fluttu bú sitt að Espi-
lióli 1876. Var faðir Sigtryggs smiður góður
og lærði hann fyrst smíðar i föðurgarði en
síðar hjá Þorgrimi Austmann til 1879 að hann
fór til Kaupmannahafnar til frekara náms. Kom
hann heim aftur árið 1885. Bygði hann þá i-
búðarhús á lbðurleyfð sinni, Espihóli og bjó
þar rausnar búi til 1900 að bann fluttist til
Akureyrar. Tók bann þá að stunda smíðar af
miklu kappi og hefir bygt fjöld liúsa á Akur-
eyri og viða um Norðurland. Má sérstaklega
benda á Gagnfræðaskólahúsið á Akureyri (nú
Mentaskóla Norðurlands) sem að hann bygði
1902, og mun hafa verið síðan stærsta og veg-
legasta timburhús á Islandi. Sýndi það glögt
stórhug og áræði Sigtryggs, að taka slíkt stór-
hýsi í ákvæðisvinnu. Hann hefir jafnan leyst
allar sínar smíðar prýðilega af hendi og heldur
viljað liða fjárhagslegt tjón, en að vita til þess
að nokkuð væri vangert eða óvandlega frá ein-
bverju gengið.
Marga smíðanema befir Sigtryggur haft við
nám. Starfa nú margir þeirra á Akureyri en
aðrir eru dreiyfði út um Norðurland. Á siðari
árum hefir Sigtryggur aðailega starfað á vci 1 -
stæði og kom hann sér snemma upp trjesmíða-
vjelum.
Sigtryggur .Tónsson liefir starfað i Byggingar-
nefnd Akureyrar í 32 ár samfleytt, og hefir ný-
lega látið af því starfi. Hann hefir mjög lengi
setið i niðurjöfnunarnefnd og sáttanefnd. I
skólanefnd Iðnaðarmannafjelagsins hefir Sig-
tryggur starfað í fjöldamörg ár og gerir það
enn. Hann var mörg ár i stjórn Klæðaverk-
smiðjunnar Gefjun og liefir ætíð reynst hinn
aðgætnasti og ötulasti starfsmaður.
1888 kvæntist Sigtryggur hinni mestu mynd-
ar og sómakonu Guðnýju Þorkelsdóttur frá
Flatartungu en misti hana 1907. Eignuðust þau
hjónin 5 syni. Eru þrír lifandi og allir lands-
kunnir athafnamenn: Jón vélfræðingur í Kaup-
mannahöfn, Hjalti verksmiðjustjóri á Akureyri
og Ingólfur heildsali í Reykjavík. Tóku þeir
sjer allir ættarnafn af föðurleyfð Sigtryggs,
Espibóli í Eyjafirði.
Sigtryggur Jónsson er einn af stofnendum
Iðnaðarmannafjelags Akureyrar og hefir jafn-
an verið ötull oog áhugasamur meðlimur þess.
Sjerstaklega hefir hann látið til sin taka skóla-
mál félagsins og húsabyggingamál. Um síðustu
áramót var hann kosinn heiðursfélagi þess.
S.
Davið Sigurðsson,
húsasmiðameistari.
er fæddur 7. júlí 1862 að Ivristnesi i Öngulstaða-
hreppi í Eyjaf jarðarsýslu. Er sú jörð fyrir löngu
síðan lögð í eyði. Foreldrar Davíðs voru þau
hjónin Sigurður Sigurðsson og Sigriður Hall-
grímsdóttir. Þegar Davíð var ársgamall fluttust
foreldrar hans að Sigtúnum í Öngulstaðahreppi,
og ólst hann þar upp til 18 ára aldurs. Sigux-ð-
ur faðir Iians dó árið 1879, og ári síðar brá
Sigriður búi, og fluttist Davíð þá að Ytra-
Laugalandi á Staðarbygð, til Jóns Ólafssonar
lircppstjóra, er þar bjó þá, og var Davíð vinnu-
maður þar í 2 ár.
Vorið 1885 var námstími Dvíðs á enda.
móðurbróður sins, Árna timburmanns á Gai-ðsá.
Var Árni smiður góður og orðlagður fyrir vand-
virkni. Hjá honum dvaldi Davið i 3 ár; gekk
[ 3 ]