Tímarit iðnaðarmanna - 01.03.1933, Page 7
T 1 M A R I T
IÐNAÐARMA NNA
að finna orðum mínum stað, skal jeg segja
nokkuð frá því, hvar vjer stöndum nú með
þessa iðngrein vora:
FjTsta vjelsmiðjan lijer á landi var sett á
fót á Seyðisfirði 1907, vjelsmiðja Jóhanns
Uanssonar. Hjer voru smiðjur þeirra Gísla
Finnssonar, Rjarnlijeðins og fleiri smátt og
smátt að auka við sig áliöldum, uns Hamar
reis upp af smiðju Gísla árið 1918 og Hjeðinn
af smiðju Rjarnhjeðins 1922. A Þingeyri setti
Guðmundur Sigurðsson upp vjelsmiðju um
svipað leyti, og fjöldi af smæi’ri smiðjum er
hæði lijer, á Akurevri og víðar um land, með
meira og minna fullkominn úthúnað áhalda og
vjela.
En mestar framfarirnar í þessari iðngrein
eru vitanlega hjá stærri vjelsmiðjunum. Hafa
þær lekið upp smíði nýrra hluta, sem áður voru
ávalt fengnir frá útlöndum. Þannig byrjaði vjel-
smiðjan Hamar snemma að smíða eimkatla af
ýmsum stærðum, bæði fyrir þurkliús, lifrar-
hræðslur og bakari. Síðan vindur allskonar,
fyrir reknet, snurpinætur o. fl. Hamar setti
einnig upp fyrstu steypusmiðjuna í stærri stil,
bæði fyrir rauðmálma og járn. Hefur liann
steypuofn, sem tekur % tonn í einu og getur
því smiðjan steypt stykki, sem eru Vá tonn að
þyngd. Önnur stypuáliöld eru blásari fyrir ofn-
inn, sandblásturstæki til fágunar, loftþjettir
(Kompressor), lireinsitæki, sandsigti, slípivjel
o. fl. Steypir smiðjan nú flest, sem fyrir kem-
ur af smærri munum úr járni og rauðum
niáhnum, (eir, látúni o. fl.), og hefur um skeið
gert ristar í skip, kabaldósir, símaskápa o. fl.
Af öðrum áhöldum má nefna 8 rennibekki.þar
af 3 sjálfvirka, og einn þeirra með 4,2 m. renni-
lengd, 37,5 cm. pinolhæð, 110 cm. breidd i
hekklægðinni. Getur sá bekkur tekið sveifarása
úr togurum og álíka stykki. Ennfremur 2 fræsi-
vjelar, 5 borvjelar, 5 slípivjelar, 3 vjelsagir á
járn og trje, 6 eldstæði, lofthamar, 2 rafsuðu-
vjelar með íilheyrandi, hnoðvjelar, logsuðu-
tæki, fullkominn kafaraútbúnað og með hon-
um 2 dælur til björgunar. Límofn og 3 liefil-
bekki m. m. til moílelsmiði, plötuvals, blásara,
lock- og klippivjel, fasta og hreyfanlega loft-
þjetta, eða loftþjöppur, mikið af handverkfær-
um o. fl. o. fl.
í vjelsmiðjunni Hjeðinn eru helstu tækin: 7
rennibekkir, þar af einn, sem tekur l1/ m.
stykki, eða af svipaðri stærð og' stærsti bekk-
ur Hamars. 1 langhefil fyrir 1,5 m. liefillengd
og nokkra stutthefla; 1 fræsivjel sem tekur 3
m. löng stykki, 1 sjálfvirka bor- og skrúfu-
skurðarvjel, 4 loftþjöppur, 2 rafsuðuvjelar, 6
logskurðarvjelar, 1 lofthamar (smiðahamar)
(i eldstæði og liandverkfæri lianda 70 manns.
Auk þessa hafa Hjeðinn og Hamar í fjelagi
nú i smíðum fullkomna plötusmiðju í sam-
bandi við liinar nýju dráttarbrautir Slippsins,
sem nú er verið að koma upp. Verður smiðju-
lnisið 40x12 m. að flatarmáli, nauðsynlegar
plötu, lock- og skurðarvjelar, beygivjelar o. fl.
sem slíkri smiðju lieyrir til. Þegar hún er kom-
in í gang, sem verður á þessu sumri, geta þess-
ar smiðjur tekið að sjer fullkomnar flokkun-
ar-aðgerðir á skipum alt að 500—600 tonn að
stærð, allar aðgerðir á vjelum, sem hingað til
hafa þekst lijer á landi, og öllum tækjum, stór-
um og smáum, sem járnsmíði þarf til.
í sambandi við þetta má geta þess, að vjel-
smiðjan Hjeðinn hefir tekið upp smíði ýmsra
hluta að nýju, síðan liún var stofnuð. Má þar
til nefna eimkatla með alt að 15 ferm. liitaflöt,
tanka fvrir olíu o.fl. er rúma alt að 1500 tonn,
Vatnshjól (turbínur), togblakkir, járngrindur á
toghlera (hracketo), keðjur, járnbobbinga, hjól-
börur, járnstóla og borð, stálgrindahús, stál-
klædd, til iðnaðar eða annara nota, og síðast
en ekki sist, fullkomin lifrarbræðslutæki, sem
nú eru sett upp og tekin til starfa. Er það
hræðsluker með nýju lagi, sjálfvirkum tæm-
ingarútbúnaði og síu, þannig að lýsið fer tár-
hreint úr kerinu, segulútbúnaði til að hirða járn
úr lifrinni. Þá er kvörn með síuútbúnaði til þess
að ná allskonar rusli, steinum, töppum o. l'I. úr
lifrinni, og tætir lhm lifrina síðan i sundur og
dælir henni svo frá sjer sem lieilsteyptri, jafnri,
fljótandi leðju. Loks er skilvinda, sem aðgrein-
ir Iýsið frá vatni og sora og tæmir úr sjer lýs-
ið í eina átt, en vatn og sora í aðra á meðan
hún er í fullum gangi. Er þetta íslensk upp-
fundning og íslenskt smíði að öllu leyti.
Landssmiðja íslands er yngst af lnnum stærri
vjelsmiðjum, stofnuð 1928, en þótt hún sje
yngst, þá hefur hún þó þegar komið upp fleiri
[ 5