Tímarit iðnaðarmanna - 01.03.1933, Síða 8

Tímarit iðnaðarmanna - 01.03.1933, Síða 8
T í M A R I T I ÐNAÐARMANNA deildum og liafið ýmsa nýsmiði. Má þar til nefna vöruvagua til upp- og útskipunar, með og án lireyfils, sjúkrarúm úr stálpípum, ýms- ar gerðir, borð og stóla og fleira úr stálpípum, desimalvogir frá 100 kg. og upp í 5 tonna bíla- vogir. Tauvindur, bókbandstæki, svo sem press- ur og heftistóla, límþvingur og límofna fyrir húsgagnasmíði, sjerstaklega gerða bátakló (davider) fvrir varðskipið „Óðinn“, reynslu- bauju fyrir Garðskagarif, skurðgröfu og pen- inga- og skjalaskáp, ennfremur olíugeyma, vatnshjól og fl. Telur smiðjan það framtíðar- markið, að skipuleggja þannig nýsmíðar, að þær fari fram i sjerstakri deild, eftir því sem húsrúm leyfir, svo að menn geti unnið að þeim útaf fyrir sig, ótruflaðir af viðgerðastarfsem- inni. Hverju smiðjan kann að bæta við nýsmíð- ar sinar i náinni framtið, er óráðið enn, en liún mun eftir mætti keppa að því, að stækka og fullkomna verksvið sitt hvað það snertir. Af áhöldum hefir smiðjan þegar fengið 5 rennibekki, 1 hefil, ö horvjelar, 1 loftsmíða- Iiamar, 4 eldsmiðjur, 1 rafsuðuvjel, 2 plötu- valsa, 2 plötuklippur, 1 útieldstæði, 1 beyginga- vjel, 2 loftþjöppur með tillieyrandi verkfærum, 1 steypuofn fyrir deiglusteypu, 1 vjelsög, 1 slipi- vjel, 1 vörubíl og talsvert af trjesmíðaverkfær- um. Með þessu stutta yfirliti þykist jeg liafa fært nokkur rök að því, sem jeg sagði i byrjun greinarinnar, að í fáum iðngreinum liafi fram- farir orðið jafnmiklar síðustu 10—20 árin, og einmitt i járniðnaðinum, og að nú er svo kom- ið, að óþarfi er að senda veiðiskip vor og vjel- ar til útlanda til viðgerða og flokkunar. Má bæta þvi við, að með þeirri samvinnu, sem nú hefir verið stofnað til af smiðjunum Hamar og Hjeðinn, er hægt að ná sama vinnuhraða og verði og best þekkist utanlands, og verk- gæðin bafa lengi verið slík. H. H. E. Sjóklæói. Þó tilraunir muni áður hafa verið gerðar í þá átt að búa til oliusjóklæði, þá varð árang- ur litill sem enginn af þeirri viðleitni fyrr en 1924, að Hans Kristjánsson setti hjer fyrst upp [ verkstæði í þeirri grein. Hafði hann fengið nokkurn styrk hjá Fiskifjel. Islands til þess að kynna sjer olíufatagerð í Noregi. I fjelagi við liann var svo myndað fjelag, sem nefndist sjó- klæðagerð Islands. Þessi fyrsta tilraun mistókst þó og var samþykkt að slíta fjelaginu. Starf- semin lagðist þó aldrei alveg niður og 1927 var fjelagið endurreist af nýjum mönnum og síð- an liefur starfsemin vaxið ár frá ári. Árið 1928 störfuðu 8 manns í Sjóklæðagerðinni, en nú vinna þar að staðaldri 18 manns. Á síðastliðnu ári var hjer stofnað annað fje- lag fyrir forgöngu Sveins Valfells, sem heitir Vinnufatagerð íslands. Þar sem Sjóklæðagerðin var um það leyti lítilsliáttar byrjuð á fram- leiðslu vinnufata, þá tókust samningar milli þessara f jelaga þannig, að Sjóklæðagerðin gerð- ist hluthafi í hinu f jelaginu og hefur með liönd- um allan tilbúning fatanna. Að þessu vinna nú 16 manns og framleiða um 200 flíkur á dag. Sjóklæðagerð Islands hefir þannig 34 manns i þjónustu sinni auk yfirmanna og greiðir mán- aðarlega um 5000 kr. í vinnulaun. Það má þvi segja, að þetta unga fyrirtæki sje orðinn all- inikill vinnuveitandi og er glöggt dæmi þess, livaða möguleikar eru til þess að framleiða lijer ýmislegt það, sem annars væri keypt tilbúið frá útlöndum. Vitanlega liefur þetta fyrirtæki átt við ýmsa örðugleika að stríða og liafa þeir aðallega ver- ið fólgnir í tvennu. Annars vegar vantaði fag- þekkingu, sem haft hefur í för með sjer, að ekki liefir verið unnt að varast, að ýmsir gall- ar bafa komið fram i vörunni. Þó má óhikað fullyrða að framleiðslan liafi yfirleitt líkað vel og sje í áliti. Hins vegar er liörð samkeppni, einkum frá Norðmanna hendi. Hefur starfsemi að ýmsu leyti staðið þar höllum fæti og sakn- að nægilegs stuðnings frá löggjafarinnar hendi. Verður að svo komnu ekki fullyrt frekar um þetta, en full ástæða væri til, að bæði þing og stjórn kynti sjer rækilega tollalöggjöf Norð- manna, sem miðar bæði að því að eyðileggja erlenda samkeppni í Noregi og efla útflutning norskrar framleiðslu. M. J. M. 6 ]

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.