Tímarit iðnaðarmanna - 01.03.1933, Page 11
T í M A R I T
IÐNAÐARMANNA
Burstagerðin.
Burstagerðin var stofnsett 1. maí 1930. Fram-
leiðsluvara hennar er ýmsar tegundir af burst-
um og kústum, og er þetta fyrsta og eina fyrir-
tækið af þessari tegund lijer á landi.
Eigandi Burstagerðarinnar, Hróbj. Árnason
var á burstaverksmiðju i Kbli. árið 1929, og
lærði þá þessa iðn, og liefir rekið liana lijer í
Reykjavík nú um þriggja ára skeið, fyrst i mjög
smáum stil, en læfir aukið hana árlega, og eru
nú seldar burstavörur frá Burstagerðinni um
alt land, og eru altaf að ryðja sjer til rúms
meira og' meira, og er húist við að burstagerð-
in geti fullnægt að miklu leiti allri eftirsþurn
á þessari vöru lijer á landi nú á najsta ári.
Burstagerðiu hefir framleitt flestar tegundir
af burstum og kústum til heimilisnota, fisk-
verkunar og skipa, en málarapenslum hefir hún
ekki enn byrjað á, en í ráði er að framleiða þá
einnig svo fljótt sem unt er.
Mest alt efni til hurstagerðar verður að flytja
inn í landið, og hurstatrjen eru smiðuð á trje-
verksm. erlendis. Væri það vel atliugavert
fyrir einhverja smiði hjer, hvort hægt væri að
framleiða þau lijer.
Burstagerðin liéfir nú sett niður vinnustof-
ur sínar á Laufásveg 13, í stærra húsrúmi en
áður var. H. Á.
Ný
iðngrein.
I síðustu „íslensku
viku“ komu stálliús-
gögn i fyrsta skifti
fvrir almennings-
sjónir, lijer á landi.
Aður hefir verið
smíðað lítilsháttar af
j járnhúsgögnum í
vjelsmiðjunni Iljeð-
inn og Landsmiðj-
unni.
G. Ó. Stúlhúsgagnagerðin. (íslenska vikan 1933).
Stálhúsgögn eru, sem kunnugt er, smíðuð ú;
fjaðrandi stálrörum, á þann Iiátt að rörin eru
beygð í þar til gerðum vjelum, i það form sem
hver vill. Síðan eru þau chrome-húðuð, nikkel-
liúðuð, eða máluð eftir vild kaupandans.
Þeir fjelagar Gunnar Jónasson og Björn
Ólsen, sem riðið hafa á vaðið í þessari iðn-
grein, liafa með fábærum dugnaði og liand-
lægni smíðað vjelina, er þeir hevja rörin í, sjálf-
ir. Við húsgagnasmiðir Tnegum fágha því, að
þessa grein húsgagnasmíðinnar skuli eigi vanta
lengur hjer á landi,þar sem það er fyrirsjáanlegt
að stálhúsgögn verða flutt inn í landið strax og
mnflutningshöftunum verður ljett af. Þau eru
nú mikið notuð erlendis þar sem kröfur eru
gerðar til hreinlætis og styrkleika, svo sem i
skóluin, gildaskálum, sjúkrahúsum o. s. frv.
Jeg liefi heyrt marga segja að stálhúsgögn
sjeu köld og óviðeigandi í heimahúsum, en jeg
Ijýst við að }iegar fólk fer að kynnast þeim, j)á
verði þau einnig notuð þar.
Jónas Sólmundsson.
[ 9 ]