Tímarit iðnaðarmanna - 01.02.1939, Blaðsíða 13

Tímarit iðnaðarmanna - 01.02.1939, Blaðsíða 13
'Tímarit iðnaðarmanna. Iðnaðurinn á Norðurlöndum. Fyrirlestur þennan flutti stórþingmaður, múr- arameistari Arthur Nordlie á alþjóðaiðnþinginu í Oslo 1938. Þar sem fyrirlesturinn fjallar um málefni, sem varðar flesta iðnaðarmenn og fróð- legt er fyrir þá að fylgjast með um, hefir Lands- sambandið látið þýða hann á íslenzku til birt- ingar í Tímaritinu. Tilefni þessa fviirlestrar er fyrirspurn, sem fram kom á íðnaðarþinginu í Ziirich 1936. Fg henti (lá á að í hinum ýms.u löndum riktu mis- jafnar skoðanir um það, hvað væri iðnaður. Ég nefndi að Italia teldi aðeins þau fyrirtæki til iðnaðar, sem hefðu 3 starfsmenn eða færri, en að fjöldi starfsmanna í iðnaðarfyrirtæki í Frakklandi mætti fara upp í 10. Ennfremur að ]iað sem í Noregi sker úr í því efni, livort starf- semin sé iðnaður eða iðja, sé að sumu leyti eðli framleiðslunnar og að öðru leyti framleiðslú- aðferðin. í Noregi telur maður venjidega að þau fyrir- tæki, sem framleiða vörur eða framkvæma vinnu, sem Jiarf iðnaðarlærdóm til, séu iðn- fyrirtæki. Aflur á móti telur maður það sérstakt merki um iðjustarfsemi, þegar aðallega eru not- aðar vélar, fjölda-framleiðsla á sér stað og víð- læk vinnuskifting. A stjórnarfundi Alþjóðaiðnsambandsins í Par- is 1937 var ég beðinn um, í viðbót við fyrirlestur forseta sambandsins, prófessors Vineeuzo Bur- onzo, „Um sögulega þróun iðnaðarins", að gefa skýrslu um iðnaðinn á Norðurlöndum. Engin hinna nefndu takmarkana á hugtak- inu iðnaður er fullnægjandi. Þegar á alt er litið eru miklir örðugleikar á því að ákveða hugtakið „iðnaður“. Þótt liver og einn sé nokkurnveginn fullviss um livað hann meinar, þegar hann not- ar orðið iðnaður eða iðnaðarmaður, kemur liin hagfræðilega, hin faglega og fjárhagslega þýð- ing orðsins notandanum í hobba, sem næstum ógerningur er að yfirstíga. Fjöldi starfandi einstaklinga í iðnfyrirtæki er e. t. v. ófullkomnasta skilgreiningin. Tak- mörk hugtaksins smáiðja ollu þegarerfiðleikum, og á smáiðju og iðnaði getur í faglegu tilliti ver- ið mjög stór munur. Á hinn hóginn geta sérstök iðnfyrirtæki haft starfsmenn i hundraðatali án þess að missa séreinkenni eiginlegs iðnaðar. Vélanotkunina, sem er svo einkennandi fyrir iðjuframleiðsluna, er varla lieldur hægt að nota sem aðslcilnað. Á vorum dögum, með alla véla- menninguna, fjölgar stöðugt sér-vélum, sem Iiafa vítæka notkun í iðjurekstri, eða réttara sagt, víðtæka notkun i þjónustu stóriðjunnar, en sem einnig eru notaðar af iðnaðarmönnum. Notkun véla er þessvegna i sjálfu sér ekki á- kvarðandi, þvi hið ákvarðandi verður að vera, hvort vélanotkunin er aðalatriðið eða ekki. Alt starf sem unnið er með vélum, eu sem þarfnast fyrst og fremst heinna persónulegra áhrifa iðn- aðarmannsins á útlit og gæði liinnar tilbúnu vöru, er iðnaður. Það er, þegar alt kemur til alls, þessi persónulega þátttaka iðnaðarmanns- ins, reynsla, fagleg þekking, dómgreind og lisl- rænn smekkur, sem er ákvarðandi fvrir iðnað- arhugtakið. Meðan maður þannig á mjög erfilt með að greina sundur iðnað, smáiðju og iðju, eru einnig erfiðleikar við að greina sjálfar iðngreinarnar. í ýmsum löndum, og þá einnig innan hinna þröngu landamæra Norðurlanda, er ýms iðnað- arstarfsemi talin iðnaður í einu landi, en ekki í öðru. Ég get aðeins nefnt spurninguna um það, hvort rafvirkjar, tjaldskreytingamenn (dekora- törer), hárgreiðslukonur m. fl. séu iðnaðar- menn eða ekki. Það hefir verið ákveðið á mis- munandi liáll í hinum ýmsu Norðurlöndum. Einnig á öðrum sviðum eru takmörkin milli iðnaðar og skvldra starfa óljós. Það er t. d. oft erfitt að gera upp á milli listamanna og iðnað- armanna. Við eigum I. d. járnlistasmiði, við eig- um tréskera, og við eigum skreytingamenn, sem starfa af svo miklum dugnaði og persónuleika að ]iá verður, í stærri eða minni mælikvarða, að skoða sem skapandi listamenn. í raun og veru Iiefir það litla þýðingu að finna takmörk þess- ara lmgtaka með tölum, og ég nefni það aðeins til þess að sýna, hve mjög iðnaðarlmgtakið 7

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.