Tímarit iðnaðarmanna - 01.02.1939, Síða 14

Tímarit iðnaðarmanna - 01.02.1939, Síða 14
Tímarit iðnaðarmanna. rennur saman við önnur hugtök, og live erfitt er að draga takmörkin. Á Norðnrlöndnm hefir gátan verið leyst á ýmsa vegn, eins og áður er sagt. I Danmörku eru takmörk fyrir iðnaðinn að finna í atvinnu- lögunum frá 28. apr. 1931. 20. gr. þeirra ákveð- ur að verzlunar og iðnaðarráðuneytið skuli á- kveða, livaða fyrirtæki skuli skoðast sem iðju- fyrirtæki og hver sem iðnaðarfyrirtæki, og hver skuli skoðast iðnaðarmaður í tiverri iðngrein. Verzlunar- og iðnaðarráðuneytið ákveður þannig um þetta, og lögin fyrirskipa að það skuli vera leitað umsagnar þeirra, sem málið snertir mest, og vfirlýsingu frá þeim félögum, sem ráðuneytið viðurkennir á þessu sviði. I framkvæmdinni verður þetta svo, að hin dönsku iðnfélög ákveða um það, hvað skuli teljast iðn- aður og ráunverulega einnig hvaða einstakl- ingar og fvrirtæki teljist til iðnaðarins. Til þess að geta notað meistaratitilinn i samhandi við iðngrein, setja atvinnulögin ákveðin skilyrði. Háðunevtið fyrir verzlun og iðju getur i sam- ráði við samhandsráðið fyrir danska iðju og iðnað (Fællesrepresentationen for Haandverk og Industri), fyrirskipað að meistaratitilinn i einhverri handiðn geti aðeins slikir einstakling- ar fengið, sem auk þess að hafa sveinsbréf, hafi staðist sérstakt iðnpróf i iðngreininni (meistara- próf), samkvæmt iðnaðarnámslögunum, eða á annan hátt, sem ráðuneytið viðurkennir, sann- að að hann hafi „leikni í iðninni“. Ákvæði hinna dönsku laga eru þannig sæmi- lega ljós. Sarnt sem áður eru takmörkin milli iðju og iðnaðar einnig mjög ónákvæm i Dan- mörku. Dönsku hagskýrslurnar hafa ekki getað greint glögt milli þessara flokka atvinnulifsins, og til þess að fá glögga mynd af ástandi dansks iðnaðar innan atvinnulifsins, hefir maður, á grundvelti atvinnumanntalsins 1925, orðið að Iiugsa sér öll fyrirtæki innan ákveðinnar iðn- greinar tilheyra iðnaðinum, þar sem aftur af öðrum iðngreinum eru talin tilheyra iðnaði að- eins þau fyrirtæki, sem hafa í hæsta lagi 5 starfs- ínenn i þjónustu sinni. Aftur er greinilegum iðjufyrirtækjum slept. Þær útkomur, sem þannig hafa fengist, um raunverulegl ástand iðnaðarins, mun ég ræða siðar. / Finnlandi eru ekki til skýr ákvæði í þessu efni, og við hina miklu iðnaðarskýrslusöfnun 1934 fengu hreppstjórarnir, sem önnuðust skýrslusöfmmina, aðeins þá venjulegu reglu að fara eftir við skýrslugerðina, að þeir skyldu t taka með iill slik iðnfyrirtæki og einstaklinga, sem ekki væru tekin í liinar árlegu liagskýrslur um iðjurekstur. í þessar skýrslur var ekkert af hvggingaiðnaðinum tekið, hvorki sem iðja eða iðnaður. Á Islandi er liver sú iðngrein talin handiðn að lögum, er lætur sveinspröf fara fram eftir reglugerð i samræmi við iðnaðarnámslögin frá 31. des. 1928. Þar er liugtakið þannig hreinlega hundið við iðnina. Um þetta ákvæði má ýmis- legt segja, en við mat á íslenzku ákvæðunum, verður maður altaf að muna eftir því að þjóðin er fámenn og yfirlitið auðvelt. Það er því ekki svo erfitt að greina þar á milli iðnaðar og iðju. í Svíþjóð hafa verið gerðar margar tilraunir til að draga skörj) takmörk milli iðnaðar og iðju. Eg skrifaði Iðnaðarsambandi Svíþjóðar, og fékk frá ])ví eftirfarandi skýringu: Fyrirtæki, sem rekið er með iðnlærðum starfsmönnum oy sem aðallega framleiðir e.ft- ir pöntunnm, verður að skoðast sem iðnaður. Það fylgdi, að skýringin næði þó ekki hugtakinu lil fulls, né að starfsmannafjöldi gæti ákveðið takmörkin, og heldur ekki framleiðslumagnið eða vélaútbúnaðurinn. Hvað svo sem segja má um þessa skýringu sænska iðnaðarsambandsins, þá verða hér á vegi manlis hinir söiiiu erfiðleik- ar, sem alstaðar annarstaðar. Sérstaklega kem- uf þetta þó lil greina þegar maður á að draga út tölur fyrir iðnaðinn frá þeiiii skýrslum, sem fyrir liggja. Það viðfangsefni hafa menn reynt að leysa á el’tirfarandi Iiátt: Frá saman- lögðum tölum iðnaðar og iðju eru dregnar þær tölur, sem upp-eru gefnar í iðjuskýrslum Yerzl- unarráðuneytisins. Er þá hægt að skoða liinn framkonma inismun lilheyra iðnaði eingöngu. Skýrstur Verzlunarráðsiris ná aðeins yfir þau fyrirtæki; sem venjulega liafa að minsta kosti 10 menn i þjónustu sinni, selja árlega afurðir 8

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.