Tímarit iðnaðarmanna


Tímarit iðnaðarmanna - 01.02.1939, Qupperneq 15

Tímarit iðnaðarmanna - 01.02.1939, Qupperneq 15
Tímarit iðnaðarmanna. fyrir að minsta kosti 1 ().()()() krónur eða hafa 3.000 krónur í hreinar vinnutekjur. Það er augljóst að með þessu móti tapast hokkur liluti iðnaðar fyrirtækjanna af sjálfu sér, þó'tt það ef til vill séu smæstu og þýðingar- minstu fyrirtækin. Hér við bætast svo erfiðleik- arnir við iðngreinaflokkunina og ýmiskonar aðrar óskildar starfsaðferðir í söfnun skýrslna og útfærslu þeirra. Hin sömu vandkvæði hefir maður einnig við að stríða í Noregi. Hér er sjálft iðnaðarliugtak- ið takmarkað af ríkisstjórninni, með tilliti til norskra iðnlaga. Konungurinn ákveður hvorl iðngrein, sem hefir ekki áður verið skoðuð sem iðnaður, á að færast undir iðnaðarlögin. Þó að maður þannig Imfi gott tækifæri lil að koma allskonar starfsemi undir iðnaðarlögin, hafa þó takmörkin við iðjuna valdið miklum erfiðleik- um. Litun og „kemisk" hreinsun er I. d. skoðað sem iðnaður, en fataþvottur ekki. Skipasmíð- ar eru ekki iðnaður, en aftur á móti er tek- inn réttur af skipasmíðastöðvum, verkstæð- unum, til að taka að sér störf, sem einungis er iðnaðarvinna, Framköllun og „kopiering“ fyrir áhuga-ljósinyndara er ekki iðnaður, þótt ljósmyndun sé það o. s. frv. Eftir jiessa stuttu skýringu getur maður séð, hve mjög mismunandi menn líta á iðnaðar- hugtakið, jafnvel nábúar og frændur, eins og Norðurlandabúar eru- Þegar ég þess vegna kem að því að ræða um ástand og þýðingu iðnaðar fyrir hin einstöku Norðurlönd, verður hver og einn að slá sína varanagla. Bæði er hagskýrslunum frá liverju einstöku landi ábótavant, og þar að auki eru þær gerðar á mismunandi hátt. Þær ályktanir, sem hægt er að draga af slikum skýrslum, hafa þvi takmarkað gildi. Ég vona þó að þær tölur, sem ég nefni, gefi þó nokkurnveginn rétta mynd af ítökum iðnaðarins hjá þjóðunum. Það má segja uin þessar tölur hið sama og ljósmyndir. Það eru ekki æfinlega eimmgis hinar hárskörpu ínyndir, sem eru þær beztu. Myndir mcð ó- skörpum dráttum geta einnig gefið skoðandan- um rétta hugmynd um það, sem mvndasmiður- inn vill sýna. Þegar maður hinsvegar vill nefna tölur um iðnaðinn á Norðurlöndum, ])á eru sjálfar töl- urnar ekki aðalatriðið. Maður verður að reyna að finna mælikvarða, sem einnig fulltrúar ann- ara landa geta skilið og notað. Ég hefi því tek- ið það til bragðs að reyna að draga upp mynd af ástandi iðnaðarins á Norðurlöndum á þann liátt, að bera saman framleiðslumagn iðnað- arins við iðjuna og við fólksfjöldann í heild. Með því móti geta fulltrúar stærri landa borið tölurnar saman við dæmi frá sínum eigin lönd- um og þannig fengið hugmvnd um ásfaml iðn- aðarins á Norðurlöndum. Eg verð héreftir að takmarka mig við að ræða um iðnaðinn í Danmörku, Finnlandi, Svíþjóð og Noregi. Frá íslandi vantar nægilega nákvæm- ar skýrslur. Aftur á móti eru við höndina, frá Danmörku, Finnlandi, Sviþjóð og Noregi, nokk- urnveginn aðgengilegar skýrslur, ]jót l þær séu frá mismunandi timum. Samkvæmt hinum dönsku opinberu lmg- skýrslum, frá hinu stóra atvinnumanntali 1925, er lala iðn- og iðjufyrirtækja til samans 89200. Þar af voru taldar til iðnaðar 79750, en til iðju 9450. Maður sér að hér um hil 90% af fyrirtækj- unum voru skoðuð sem iðnaðarfyrirtæki, en aðeins lítið eitt yfir tíundi hluti var álitinn vera iðjufyrirtæki. Þetta talar slrax sinu skýra máli. Atlmgi maður aftur fjölda starfsmanna, sést að þéir voru til samans 392500. Þar af störfuðu 193100 við iðnað, en 199400 við iðju. Reiknað í hundraðshlutum falla 49,2% á iðnaðinn en 50,8% á iðjuna. Þessar tölur eru aðeins ein sönnun fyrir því að iðnfyrirtækin eru venju- lega smá og iðjufyrirtækin stór. Enn skýrara kemur þetta hlutfall í Ijós þegar maður rann- sakar fjölda vinnandi manna, ]). e. a. s. liinna eiginlegu verkamanna. Samanlagt munu vinna við iðju og iðnað 2(59850 eiginlegir verkamenn. Þar af 111100 við iðnað og 158750 við iðju. Starfsmannafjöldinn var þannig hjá iðnaðar- fyrirtækjum 41,2% á móti 58,8% í iðjufyrir- tækjum. Þessi tilfærsla í atvinnuhlutfölliinum talar sínu máli um hina mörgu „sjálfseigna- bændur“ innan iðnaðafins. Hin samanlagða sala, reikningsárið 1924—25, nam 5,94 miljörð- um króna, og féllu 1,(50 í hhil iðnaðarins en 1;34 í hlut iðjunnar. Iðjan fékk þannig tæplega 9

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.