Tímarit iðnaðarmanna


Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1941, Blaðsíða 3

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1941, Blaðsíða 3
6. HEFTI — 14. ÁRG. 1941 TÍMAMT IPNAÐAMMANNA GEFIÐ ÚT AF LANDSSAMBANDI IÐNAÐARMANNA í REYKJAVÍK Árið sem leið. Sagan mun segja, að þetta ár, árið 1941, sé. hið merkilegasta allra ára í sögu íslenzku J)jóð- arinnar. Þeir viðburðir, sem þessu vakla, eru öllum svo kilhnir, að óþarft er að nefna þá frekar. En því má enginn gleyma, og þá held- ur ekki iðnaðarmenn, að þakka forsjónmni fyrir, hve vel hefir rætzt fram úr þeim margs- konar og mikla vanda, sem ógnarvöldin í Ev- rópu létu oss að höndum bera. En árið liefir líka að mörgu leyti verið merld- legt fyrir iðjuna og iðnaðarmenn í landinu sér- staklega. Aldrei hafa þeir haft meira að starfa, sumir orðið að vinna dag og nótt. Þess vegna má líka telja afkomu þeirra í hezta lagi, þótt dýrtíðin liafi raunar vaxið jafnt og þétt og lcaup fjölskyldumanna því aðeins lirokkið fyrir nauð- þurftum. En jafnframt atvinnuflóðinu hefir hin mcsta ringulreið komizt á skynsamlega fram- kvæmd vinmumar. í öllum iðngreinum hefir verið vöntun fagmanna. Því hafa óvenjulega margir óvanir menn verið teknir til starfa, séi'- staklega við byggingavinnu og járniðnaðinn. Öllum þykir þetta slæmt ástand nema verka- mönnunum, sem fá kaup smiða, enda mun mjög greinilega hafa komið í ljós, að vinnan verður mikið dýrari þannig unnin en með góð- um iðnaðarmönnum. Óviðfeldnust hefir verið samkeppni og vinnumáti þeirra manna, sem ráða starfsmenn fvrir setuliðið. Verður það ekki bætt úr því sem komið er, en þess verður að vænta, að menn nái fljótlega fullum afköstum við störf sín, þegar þeirri i)Iágu er af létt. Aldrei liefir meira verið byggt af liúsum í Revkjavik og á Akureyri en þetta ár. Stafar það af húsnæðiseklunni, en hún aftur af sinnu- leysi bæjaryfirvaldanna um að fá flutt bvgg- ingaefni til landsins í tæka tíð. Mörg hús standa þó hálfbyggð nú um áramótin, vegna vöntunar á ýmiskonar efni frá útlöndum. Á 6. Iðnþinginu í liaust var svo að segja ein- róma ákveðið að efla útgáfu Tímaritsins, með þvi að liækka tillag af hverjum sambandsfélaga upp í 8 kr. og láta svo hvern þeirra fá Tíma- ritið ókey])is. Skyldi þá ö krónum verða varið lil útgáfunnar, en 2 kr. nolaðar til annarra þarfa Sambandsins. Með þessu verða tekjur Tímaritsins miklu tryggari og nokkru meiri en áður. Ýmiskonar innheimlukostnaður sparast og það sem mestu ætti að varða: Tímaritið fer til miklu fleiri lesenda. Útgáfukostnaður liefir hækkað gifurlega, en eigi að síður ætti afkoma ritsins að verða sæmi- leg með þessu móti, og mogulegt að lialda i horfinu með efni og frágang allan. Með samþykktinni hafa félagsmenn bundið sig merkilegum samtökum, en jafnframt þurfa þeir að leggja krafta sína fram lil að útbreiða ritið meðal manna utan Sambandsins, útvega þvi fræðandi ritgerðir, mvndir og annað gott efni. Þá fyrst verður Tímaritið eins og það á að vera. Sú nýbreytni var gerð fvrir jólin að gefa út vandað jólahefti. Var það sent ókeypis öllum kaupendum Tímaritsins, sem höfðu greitl það skilvíslega 3 síðastliðin ár. Hinn liluti upplags- ins var seldur iðnfyrirtækjum og verzlunum. til heillaóska og glaðninga meðal viðskiptavina og starfsmanna. Til heftisins var vandað eftir föngum, cn engar auglýsingar teknar. Tilraunin var nokkuð djörf, en virðist ætla að takast vel. Heftið fær góða dóma og menn virðast skilja tilganginn. Það er þó enganveginn vist, að hægt verði að gefa út jólahefti á hverju ári. Til þess þarf að ná enn meiri sölu en nú liefir fengizt. 85

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.