Tímarit iðnaðarmanna


Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1941, Blaðsíða 5

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1941, Blaðsíða 5
Tímarit iðnaðarmanna 6. XIV. 1941 árarnar séu lausar, þ. e. í hömluböndum. Skip eða bátar af þessari gerð frá 3. öld e. Kr., hafa fundizt við Nydam í Norður-Slésvík. Þessi skip höfðu ekki segl. Á 6. öld getur Prokopios um skip Jóta og segir, að þeim hafi verið róið. Norræn skip liöfðu þá enn ekki segl. En er vík- ingaöldin hófst, var langskipunum bæði siglt með rásegli og róið. Ráseglið hlaut mjög að auka meðalganghraða langskipsins, svo og þær vegalengdir, sem gerlegt var að sækja á því að heiman. Þessa farkosti höfðu forfeður vorir út liingað. Fyrir þann tíma höfðu heztu siglingaþjóðir Norðurálfu aðeins siglt með ströndum fram, en á langskipunum liófu Islendingar hafsiglingar um opin heimshöf. Um smíði slíkra skipa segja Búalög I, 10, rit- uð um 1460, en ég vík þeirra orðum og stafsetn- ingu til nútímamáls og leiðrétli ritvillur: Eitl hundrað1) (120 álnir á landsvísu) er allur við- ur til sexærings að gömlu lagi, en þrem mörk- um2) (144 álnum á landsvísu) til áttærings, en 4 mörkum (4 X 48 áln.) til tólfærings. Fimm aurum3) (5 X 6 álnum) er stór- hundrað (120) saums af róföstum saum (þ. e. nöglum með róm) af áttærings-saum, en 2 stór- hundrnð saums 10 aurum (= 10 X 6 álnir á landsvísu). Fjögur stór-hundruð (4 X 120) af róföstum saum: Það er nóg í áttæring 6 byrðan með göddum og öllu saman, en hálft fimmta stór- hundrað (4 = 120 -f- 60) í 7 hyrðan með göddum og öllu saman. - Kjalsiðurnar eru ekki með í horðatölunni. Búalög III, 37 segja: Finim aurum (30 áln. á landsv.) er stór-hundrað (120) skipasaums með róm, og skal vera sleginn úr 15 merkur ás- mundum, rær og saiimur, fjörutíu naglar úr hverjum fjórum (ásmundum), cn rær úr þrem- ur. — Af þessu má ráða i þvngd og gildleik saumsins. Hundrað járns, þ. e. 120 ásmundar, er hver 1) Verð leigufærrar kýr á vordegi eða 12 ær loðnar og lembdar í fardögum. 2) Mörk var 48 álnir eða 8 aurar. 3) Eyrir var 6 álnir. mörk (hálft pund) var hundrað á landsvísu. Eftir vigt var ásmund-járn á Islandi þannig helmingi dýrara en smjör, en smjörpundið var alin. Búalög III, 41 segja: Að smíða úr VI ás- mundum er eyrir, og fái sá járn og kol og að- stöðu, er á. — Dagskaup smiða var þá 6 álnir á dag. Smíðaður skipasaumur var þannig svo miklu meira en helmingi dýrari en ásmund- járn og meira en 4 sinnum dýrari en smjör, sem smíðakolunum og smiðjuleigunni nam. Ás- mundjárn var hezta járn, er gekk sláli næst að verði og gæðum. Það var flutt inn frá Noregi, hvort sem eitlhvað af því kann að hafa verið framleitt hér. Búalög XIII (skrifuð 1641) hls. 181, nefna verð á nokkrum innviðum svona skipa: 20 keipar 20 álnum 20 draghálsar 20 álnum. 30 hnélistar af hirki 20 álnum. Búalög III, 32 segja það meðaldagsverk. „að gjöra umfar um áttæring á dag“. Er Búalög I, 7, II, a, 22, segja: Þrem mörkum er áttæringur með öllum reiða til tíundarvirð- ingar, er þetta bersýnilega aðeins lítið hrot af verði nýsmíðaðs áttærings. Verð allra íslenzkra hluta var í fornöld og langt fram eftir öldum lögákveðið. Setti almúg- inn sér sjálfum lög um þetta á þingum. Er skip komu frá útlöndum, máttu kaupmenn ekki byrja að verzla fyr en goðar, og síðar sýslu- menn, höfðu lagt lag á varning þeirra og svo á varning landsmanna við þá. Eru nokkrar slikar „kaupsetningar“ til. Vinnulaunin voru og lög- ákveðin á landi hér langt fram eftir öldum. Voru vinnulaunin 6 álnir á dag fyrir þann, er leysti af hendi ákvæðadagsverk, en 2 álnir gengu frá fyrir fæði, þ. e. fyrir fæði, húsnæði og þjónustu. Maður, sem vann þannig 6 daga í viku, gat því lagt upp 24 álnir eða 3 átta pnnda fjórðunga af smjöri eða 1 á loðna og lcmbda í fardögum og hálfan fjórðung af smjöri um- fram. Ólærðir menn gátu aðeins tekið svona kaui) um heyskapartímann og haust og vor, ef þá bauðst ákvæðavinna. Að vetrinum munu þeir oftast hafa verið matlaunamenn eða því sem næst. En smiðir gátu tekið 6 álna kaup hvern virkan dag árið um. Getur svo liver sem

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.