Tímarit iðnaðarmanna


Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1941, Blaðsíða 10

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1941, Blaðsíða 10
Tímarit iðnaðarmanna 6. XIV. 1941 dýrt fé. Og enn liggja óhreyfð afar niorg verk- efni fyrir innlendan iðnað, sem niikið fé þarf til að hrinda af stað. En sérstaklega var liöfundur þessarar Morg- unblaðsgreinar undrandi yfir því, að stjórn Félags islenzkra iðnrekenda skyldi hafa gerzt aðili að þcssu frumvarpi, og telur það lagt fram á röngum forsendum, þar sem félagið sjálft var ekki kvatt til fundar. Um það er óþarfi að deila liér. Allra sízt, þar sem Alþingi hafði þrem dögum áður en greinin birtist gengið til fulls frá þessu máli, og sleppti því að leggja þetta nýja gjald á iðnaðinn. En því er á þetta drepið, að þörf virðist vera á að rækta hugarfarið, ef mál- um iðnaðarins á vel að vegna. Lög Iðnlánasjóðs fara hér á eftir, eins og þau eru eftir breytinguna. LÖG UM IÐNLÁNASJÓÐ nr. 12, 9. janúar 1935, með áorðnum breytingum sam- kvæmt lögum nr. 30, 27. júní 1941. 1. gr. Hlulverk iðnlánasjóðs er að styðja iðju og iðnað í landinu með hagkvænnini lánum, og leggur ríkis- sjóður fram til hans árlega 65000 kr. 2. gr. Iðnlánasjóði er heimilt að gefa út handhafavaxta- bréf, og má hann jafnan hafa í umferð bréf, er nema að nafnverði allt að tvöföldum þeim höfuðstól, sem hann hefir á hverjuin tíma. Bréf þessi skulu tryggð með höfuðstól sjóðsins og ábyrgð ríkissjóðs. Atvinnumálaráðherra hefir á hendi yfirstjórn iðn- lánasjóðs, en skal fela Útvegsbanka íslands, eða ann- ari hliðstæðri stofnun, með sérstökum samningi stjórn hans og meðferð, svo sem lánveitingar, vörzlu, bókhald, innheimtu og útborganir. Um allar lánbeiðnir úr sjóðnum skal leita umsagnar þriggja manna nefndar, sem ráðherra skipar til þriggja ára i senn. Skal einn nefndarmanna skipaður eftir til- nefningu stjórnar Landssambands iðnaðarmanna og annar eftir tihiefningu stjórnar Félags íslenzkra iðn- rekenda. 3. gr. Lánin veitast iðnrekendum og iðjurekendum, sem erfitt eiga um lántöku á annan liátt, til kaupa á vél- um og stærri áhöldum (ekki liandverkfæruni), og einnig til rekstrar, ef sérstaklega stendur á og viðun- andi trygging er í boði. 4. gr. Við afgreiðslu lánanna skal þess gætl, að lánveit- ingin styðji ekki að óheilbrigðri og óeðlilegri sam- keppni við önnur starfandi samiðnaðarfyrirtæki. Lán- in niá ekki nota til endurgreiðslu á eldri lánuni, nema mcð sérstöku leyfi ráðherra, enda sé brýn nauðsyn, að svo verði gert. 5. gr. Beiðnir um lán úr Iðnlánasjóði skulu vera skrifleg- ar, og fylgi þeim: a. Ýtarleg umsögn um það, til hvers lánið á að not- ast, livaða vélar og áhöld á að kaupa, kaupverð þeirra, livar þær eigi að setjast og til livers þær eigi að notast. b. Rekstrar- og efnahagsreikningur lánbeiðanda fyrir síðastliðin 3 ár. c. Brnnatryggingarskírteini verkstæðisins. d. Yfirlýsing frá viðskiptabanka lánbeiðanda um bankaviðskipti hans, og að bankinn geri ekki kröfu til þess, að lánið verði notað til greiðslu eldri lána. e. Fasteignamat og veðbókarvottorð þeirra fasteigna, sem lánbeiðandi kann að eiga. f. Nafn, aldur, menntun og heimili lánbeiðanda, svo og aðrar upplýsingar, er krafizt kann að verða. 6. gr. Uppliæð lánanna ákveðst eftir þvi, til hvers það á að notast. Ekkert lán niá þó vera liærra en sem nem- ur % — einum fiinmta liluta — nettotekna sjóðsins árið áður. Smærri lán en 300 kr. veitast ckki. 7. gr. Lánin skuhi tryggð með veði í hinuni keyptu mun- nni, tryggum sölusamninguni, ef um rekstrarlán er að ræða, sjálfsskuldarábyrgð, ábyrgð rekstrarlánafélags iðnaðarmanna, þar sem liver félagsmaður ábyrgist frá 100—1000 kr., eða á annan hátt, sem sjóðsstjórnin telur jafntryggan. 3. gr. Lánstíminn er allt að 12 ár. Vextir ákveðast eitt skipti fyrir öll fyrirfram fyrir livert lán, V-ifc hærri en lægstu ríkisláiisvextir, sem fáanlegir voru árið fyrir lántökuárið. Lánin má veita afborgunarlaust 2 fyrstu árin, en eftir það afborgist þau með jöfnum afborg- unum. Atvinnumálaráðherra ákveður vaxtafót lánanna. 9. gr. Sjóðsstjórnin getur heimtað allar þær upplýsingar, sem hún telur þurfa lil þess að geta ákveðið, livort óhætt sé og réttmætt að veita umbeðið lán. Hún getur látið rannsaka rekstur lánbeiðanda og endurskoða reikningshald hans, og einnig leitað álits sérfræðinga. Koslnað við slíka rannsókn greiðir lánbeiðandi. Ann- ar kostnaður við stjórn Iðnlánasjóðs greiðist af tekj- um sjóðsins. 10. gr. Óheimilt er stjórn sjóðsins, stjórn Landssambands

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.