Tímarit iðnaðarmanna


Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1941, Blaðsíða 13

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1941, Blaðsíða 13
Tímarit íðnaðarmanna G. XIV. 1941 toilur komi ekki niður á iðnaðarmönnum frek- ar en öðrum landsmönnum, því að þeir laki hann aftur i fullunninni iðnaðarvörunni. En er þá nokkur furða þótt iðnaðarvaran þyki dýr og erfitt sé að keppa við verð á erlendri vöru, þegar þessu g'jaldi er bætt við hin geysilega liáu farmgjöld, sem nú eru tekin og i sumum tilfell- um liafa tífaldast síðan fyrir stríð. Þá mátti fá fragt á venjulegu timbri i heiliuu förmum fyrir kr. 80,00 á standard. Nú er farmgjaldið fyrir þessa vöru, sem iðnaðarmenn nota tiltölulega mest af, kr. 812,50, eins og áður er sagt. Og er það svo nokkuð undarlegt, þegar ríkis- stjórnin sjátf og óskabarn þjóðarinnar leyfa sér að raka svona saman fé úr vösum þjóðfélags- þegnanna, þótt einstaklingarnir vilji líka eign- ast spariskildinga eða eyðslufé, og krefjist liærra kaups og geri verkföll. „Hvað höfðingj- arnir liafast að, hinir meina sér leyfist það“. Dómur sakadómara um vinnu við rafv.störf. Það hefir verið venja að birta ýmsa clóma í Tímaritinn, sem varða iðnað og iðnaðar- menn. Þótt liér sé ekki urn sérlega merkilegt múl að ræða, getur álit og úrskur&ur gfir- valdatnna í þessu efni orðið til fróðleiks og aðvörunar fyrir iðnaðarmenn. Jafnframt dómnum fylgir álit Rafmagnseftirlits ríkis- ins á málimi, er það sendi til sakadómara. Ár 1941, miðvikudaginn 5. nóvember, var í lög- reglurétti Reykjavíkur, sem haldinn var á skrifstofu réttarins af Ragnari Jónssyni, fulltrúa sakadómara, kveðinn upp dómur í málinu nr. 3173—74/1941: Valdstjórnin gegn Ludvig Guðmundssyni og Andrési Ágúst Jónssyni. Málið er höfðað gegn kærðum fyrir brot gegn lög- um um iðju og iðnað nr. 19, 1927, sbr. lög nr. 105, 1936. Rannsókn þess var hafin samkvæmt kæru Raf- virkjafélags Reykjavíkur. Það var dómtekið 20. okt. síðastliðinn. Kærðir eru þeir Ludvig Guðmundsson, rafvirkja- meistari, til heimilis Laugavegi 46 liér í bæ, fæddur 20. júlí 1915 hér í bæ, og Andrés Ágúst Jónsson, raf- virkjameistari, Týsgölu 3 hér í bæ, fæddur 28 júní 1907 hér í bæ. Hvorugur þeirra hefir sælt refsingu svo kunnugt sé. í kæru Rafvirkjafélagsins var kærðum gefið það að sök, að þeir hefðu í þjónustu sinni „ófaglærða menn“ og notuðu þá „til fagvinnu eins og um fag- lærða iðnaðarmenn væri að ræða.“ Um þetla hefir eftirfarandi upplýzt: 1) Andrés Ágúst Jónsson hefir m. a. haft í þjónustu sinni 4 símamenn og látið þá starfa að linulagn- ingu fyrir setuliðið undir forsögu rafvirkja. Voru símamennirnir aðallega látnir grafa fyrir slaur- um, festa isolalora á staura og ganga frá línunni. 2) Ludvig Guðmundsson hafði m. a. í þjónustu sinni 3 verkamenn, er hann lét vinna að lagningu úti- lína, til aðstoðar sveinum sinum, við að bora fyrir staurum, setja þá upp, festa isolatora á staura og veggi og strengja útilinur. 3) Ludvig Guðmundsson hafði í þjónustu sinni nafn- greindan mann, er unnið hafði sem nemandi i iðninni í 2Vu ár, án þess þó að um það væri gjörð- ur námssamningur, og síðan unnið að rafvirkja- störfum á ýmsum stöðum um nokkurt skeið, án þess að liafa iðnréttindi í rafvirkjun. Mann þenn- an lét hann vinna rafvirkjastörf við bráðabirgða- lagnir í hermannaskálum. Rétturinn hefir leitað umsagnar Iðnráðs Reykjavík- ur og Rafmagnseftirlits ríkisins um mál þetta. Er það álit iðnráðsins að ,óheimilt“ sé „að nota verka- menn til að setja upp isolatora og strengja línur, þar sem ótvírætt verður að telja þetta rafvirkjastörf". Bendir Iðnráðið á, að þau störf séu talin meðal verk- efna við verklegt próf í rafvirkjaiðn í reglugjörð um iðnaðarnám frá 31. des. 1928. Rafmagnseftirlit ríkisins upplýsir aftur á móti að það sé algeng venja, bæði hér á landi og erlendis, að hafa verkamenn til aðstoðar iðnlærðum mönnum við linulagningar. Telur stofnunin, eftir að hafa kynnt sér það, sem upplýst var í rannsókninni, að i henni komi ekkert það fram, er beri „það með sér, að ó- iðnlærðir menn hafi verið látnir vinna eiginleg raf- virkjastörf“, að undanteknum störfum manns þess, er getur i 3. lið. Að fengnum þessum upplýsingum um tíðkanlega venju um aðstoðarstörf lijá rafvirkjum verður starf- semi sú, er kærðir hafa rekið og lýst er undir 1. og 2. lið ekki talin þeim til sakfellingar samkv. iðnlög- unum. Aftur þykir Ludvig Guðmundsson hafa gerzt sekur við 15. gr. 5. tl. laga nr. 105/1936 um breyling á lögum nr. 19, 31. maí 1927 um iðju og iðnað og lögum nr. 85, 19. júní 1933 um breyting á þeim lög- um, með ])ví að hafa tekið mann þann, er greinir i 3. lið, lil almennra rafvirkjastarfa, þar sem hann skortir iðnréttindi í rafvirkjun. Þykir refsing hans bæfilega ákveðin 100 króna sekt til rikissjóðs, er greiðist innan mánaðar frá lögbirtingu dóms þessa, en afplánist ella í varðhaldi í 7 daga. Hann greiði og kostnað sakarinnar að hálfu, þar með talin máls- varnarlaun til skipaðs talsmanns síns og meðkærða

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.