Tímarit iðnaðarmanna


Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1941, Blaðsíða 14

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1941, Blaðsíða 14
Tímarit iðnaðarmanna 6. XIV. 1941 hér fyrir réttinum, Lárusar Jóhannessonar, hrm., er ákveðist kr. 80.00. AS hálfu greiðist kostnaður máls- ins úr ríkissjóði. Málið hefir verið rekið vítalaust og rannsókn máls- ins ber með sér ástæður hær, er legið hafa til drátt- ar þess, sem á þvi er orðinn. Því dæmist rétt vera: Andrés Ágúst Jónsson skal sýkn af kærum vald- stjórnarinnar i máli þessu. Ludvig Guðmundsson greiði 100 krónur í sekt til rikissjóðs. Sektin greiðist innan mánaðar frá lögbirt- ingu dóms þessa, en afplánist ella í varðhaldi í 7 daga. Hann greiði kostnað sakarinnar að hálfu, þar með talin málsvarnarlaun lil skipaðs talsmanns síns, og meðkærðs hér fyrir réttinum, Lárusar Jóhannesson- ar, hrm., kr. 80.00. Að hálfu greiðist kostnaður máls- ins úr ríkissjóði. Dóminum skal fullnægja með aðför að lögum. Ragnar Jónsson, ftr. Álit Rafmagnseftirlitsins. Sakadómarinn í Reykjavík. Með hréfi dags. (i. þ. m. senduð þér rafmagnseftir- litinu til umsagnar útskrift af rannsókn, sem haldm hafði verið í tilefni af kæru Rafvirkjafélags Reykja- vikur á hendur Ágústi Jónssyni og Ludvig Guðmunds- syni, rafvirkjum, út af ætluðu broti þeirra á iðnlög- um. Það er viðurkennt af báðum rafvirkjameisturun- um, að þeir hafi haft verkamenn í þjónustu sinni við linulagningar til aðstoðar iðnlærðum mönnum. Þetta mun og vera algild venja, bæði hér á landi og er- lendis. Mun vera algengt, að við línulagningar séu á hverjum stað auk formanns eða verkstjóra 1 til 2 línusetjarar og komi 3—4 verkamenn á hvern linu- setjara. Verkstjóri og línusetjarar eru l)á iðnlærðir menn. Til iðnstarfa við línulagningar heyrir, auk verkstjórnarinnar, fyrst og fremst að setja vírinn, strengja hann og festa á einangrarana. Festing ein- angrara á einangrarajárn er einnig allábyrgðarmikil vinna og ekki vandalaus. Verkamannavinna er fyrst og fremst að grafa fyrir stólpum og reisa þá og skorða og að draga út víra. Þó verður þetta að fara fram undir verkstjórn hins iðnlærða manns. Allur flutningur á efni að línustæðinu er i eðli sínu verka- mannavinna, en ekki iðnlærðra. Ludvig Guðmundsson hefir fyrir réttinum bent á, að Rafveitan hafi mestmegnis verkamenn við lagn- ingar útilina. En í því sambandi er aðgætandi, að ekki er hægt að ganga út frá því sem gefnu, að rai'- veitur séu bundnar af iðnlögum, þegar um er að ræða vinnu í þágu þeirra sjálfra og við þeirra eigin virki, á sama háll og iðnaðarmenn eru, sem vinna fyrir al- menning. Þeir munu vera allmargir, sem telja að svo sé ekki. Viðvíkjandi framburði Ágústs Jónssonar er það að segja, að símamenn fá að vísu meiri æfingu í línu- lagningum en allflestir rafvirkjar, en þeir geta þó vitanlega ekki talizt iðnlærðir í rafvii'kjaiðn. Ef undantalið er það, sem sagt er um vinnu Ólafs Bachmanns, þá virðist ekki framburður þeirra, er í réttinum hafa mætt, bera það með sér, að óiðnlærð- ir meenn hafi verið látnir vinna eiginleg rafvirkja- störf. Jakob Gíslason. AÐVÖRUN til meistara og væntanlegra iðnnema. Iðnaðarfulltrúar hafa tjáð ráðuneytinu, að brögð séu að því, að meistarar í iðnaði ráði til sin iðn- nema og haldi þeim við nám, án þess að gera við þa lögákveðna samninga. Einnig, að þó að samningar séu gerðir, vanræki ýmsir meistarar að senda þá iðnaðarfulltrúum til áritunar. Eftir iðnaðarnámslögunum ber að gera slíka samn- inga um leið og nám er hafið og beir eru) ógildir, þar til iðnaðarfulltrúar hafa áritað þá. Samkvæmt þessu og með tilvísun í auglýsingu iðn- aðarfulltrúanna frá 7. marz 1939, tilkynnist hér með þeim, sem lilut eiga að máli, að hér eftir verðnr námstími iðnnema þá fyrst talinn hefjast, er iðnað- arfulltrúar liafa áritað námssamning. Meistarar, sem vanrælcja samningagjörð og öflun áritunar, verða sóttir til ábyrgðar samkv. 20. gr. luga nr. 100/1938 um iðnaðarnám og 15. gr. laga nr. 105 /1936, um iðju og iðnað. Um leið og þetta tilkynnist, er því að gefnu til- efni beinl til væntanlegra iðnnema, að hefja ekki nám, nema vera þess áður fullvissir, að meistari hafi samþykki iðnaðarfulltrúa fyrir ráðningunni, með því að tími sá, er þeir starfa án áritaðs námssamnings, fellur ógildur og verður ekki viðurkenndur sem námstími samkv. ofanrituðu. Atvinnu- og samgöngumálaráðuneytið 20. jan. 1942. Til kaupenda. Vegna hækkunar á öllum útgáfukostnaði verður að hækka áskriftargjald Tímarilsins upp í 10 krónur með byrjun næsta árgangs. Er þess vænzt, að liækk- unin dragi þó ekki úr áhuga manna fyrir að kaupa ritið. Allir þeir, sem eru skráðir félagar í einhverju iðn- eða iðnaðarmannafélagi, sem er í Landssam- bandi iðnaðarmanna, fá Tímaritið senl ókeypis til sin með því að félagið greiðir ríflegt gjald til Sam- bandsins. Aðrir áskrifendur verða að senda áskriftar- gjaldið í póstávísun eða öðruvísi á skrifstofu Sam- bandsins i Kirkjuhvoli, Rvík. Ritstjóri Sveinbjörn Jónsson, Pósth. 491. Sími 2986. Afgreiðslu hefir skrifstofa Landssambands iðnaðar- manna, Kirkjuhvoli, sími 5363. Prentstaður Herbertsprent, Bankastræti 3, sími 3635. 96

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.