Tímarit iðnaðarmanna


Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1941, Blaðsíða 4

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1941, Blaðsíða 4
Tímarit iðnaðarmanna 6. XIV. 1941 r Skipabyggingar Islendinga og Grænlendinga í fornöld. Eftir dr. Jón Dúason. Dr. Jón Dúason, hinn mikli Grænlandsfræða- þulur, hefir ritað tvær miklar bækur, skemmli- legar og fróðlegar, um landnám íslendinga á Grænlandi og ströndum Ameríku, og um sigl- ingar þeirra í sambandi við það. Tvö hefti fyrri bókarinnar komu út s.l. haust, tvö eru nýkomin út og tvö hin þar næstu eru i prentun. Jón segir skemmtilega frá merkilegum at- burðum, sem við íslendingar höfum hingað til verið Ieyndir að mestu. Er ekki vafi á, þótt við ekki fáum Grænland sem nýlendu aflur, að bækur hans hafa stórmikla þýðingu fyrir þjóð- ina og verða iesnar með athygli af miklutn fjölda landsmanna. Nú, þegar báta- og skipabyggingar okkar dafna og fullkomnast meira en nokkru sinni, er fróðlegt að rifja upp, hvernig skipabyggir.g- um til þessara miklu Grænlands- og Ameríku- siglinga var háttað. Því hefi ég beðið dr. Jón Dúason að segja frá þessu í Tímaritinu og ke'ii- ur margt merkilegt fram í frásögn hans. Á tólftu öld bundu Grænlendingar skip sín saman með hvalbörðum, vegna skorts á járni. Sögin kom fyrst tii ísiands með ensku verzl- uninni í byrjun 15. aldar, en einni eða tveim öldum síðar til Noregs. Búaiög, rituð um 1460, mæia fyrir um skipa- byggingar o. fl. Eftir þeim átti kaup smiða að vera 6 álnir á dag eða 36 álnir á viku eða 18 kg. smjörs, en það er eftir verðlagi þeirrar vöru á íslandi um síðustu áramót 207 íslenzkar krónur. Á fimmtándu öld var járn til skipabygginga (efni í saum o. fl.) helmingi dýrara en smjör. Farkostir steinaldarmanna á Norðurlöndum munu hafa verið nökkvar úr trjábolum. Slíkir trjánökkvar voru algengir á norður- og vestur- ströndum Þýzkalands enn á 1. og 2. öld e. Kr. Vart hafa þeir þá verið alveg úr notkun á Norð- urlöndum. Mjög langir trénökkvar hafa fundizt. Annar eldgamall farkostur er húðkeipurinn. Um Saxa, norðan Saxelfar, er þess getið, að þeir hafi snemma stundað sjóhernað og gert sér báta úr víði, en með eikarkjöl og klætt þá utan með skinnum. Líklega er hér að ræða um húðkeipa, en að öðrum kosti um „skýli" utan á súð. írar gerðu húðkeipa. Hér á landi hafa og verið gerð- ir húðkeipar, þvi 1666 drukknaði maður á skinnbát á Hvítá. Þorgils Orrabeinsfóstri er sagður hafa gert húðkeip á austurströnd Græn- lands nálægt 1000. Björn Jónsson á Skarðsá segir frá húðkeipum meðal Islendinga í Norð- ursetu á Grænlandi í sambandi við gerð „sel- tjörunnar". „Kvenbátur" Eskimóa er þessi ís- lenzki húðkeipur. Árarnar, áraumbúnaðurinn, hömlubönd, bakfallsræður og stýrisumbúnaður- inn (ár á stjórnborða) er sérkennilega íslenzkt. Bátnum er róið fram í, en búlkinn miðskips og aftar, svo sem var á skipum í fornöld. Rásegl þessa bats er og íslenzkt. — Kajak Grænlend- inga er beldur ekki húðkeipur Skrælingja, heldur að miklu leyti íslenzk uppfinning. Súðbyrt skip munu menn hafa byrjað að gera hér á Norðurlöndum á eiröld. Þau voru þá og á eldri járnöld bundin saman með seymi, þar er komið af orðið saumur, saumfar og að seyma skip. Fyrirmynd þessara skipa munu vera far- kostir á austanverðu Miðjarðarhafi, og kunn- átta þessi og tækni mun hafa borizt hina eystri leið, eftir fljótum Rússlands, til Norðurlanda, en verið þar mjög endurbætt. Menn gerðu þessi skip ýmist breið og þungskreið með miklu burð- armagni til flutninga, eða mjó og hraðskreið langskip. Trauðla mun nokkurt skipslag fyr eða síðar hafa náð meiri fullkomnun en langskipið, meðal norrænna manna. Hefir skipslag þetta haldizt á bátum í norðan- og vestanverðum Noregi. Taeitus segir í Germaníu, að þjóðfélög Svía séu ekki aðeins öflug að mönnum og vopn- um, heldur og að skipaflotum. Segir hann, að skip þessi hafi slafn í báðum endum, svo að róa megi þeim aftur á bak sem áfram, og að 86

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.