Tímarit iðnaðarmanna - 01.08.1949, Síða 9
Iðnaðarritið 3.- 4. XXII. 1949
að mikinn gjaldeyri, þá er hann á mörgum svið-
um stöðvaður og á öðrum mjög aðþrengdur
vegna efnisleysis. Með þessu er verið að drepa
niður atvinnulíf í landinu, en ekki að halda því
við. Þetta er að auka gjaldeyrisþörf landsmanna,
en ekki að draga úr henni. Þetta er alvarlegt mál,
ekki aðeins fyrir iðnaðarmenn, heldur fyrir þjóð-
ina alla og atvinnulíf hennar, því það ætti að
vera orðið augljóst mál, að þjóðin getur ekki orð-
ið án iðnaðarstarfsemi lifað. Það er ekki hægt
að keyra hana aftur á bak til þeirra tíma, þegar
hún átti alla afkomu sína undir hokurbúskap og
bátafiskveiðum. Annað atriði er þó ef til vill enn-
þá alvarlegra í þessu sambandi. Það er ákaflega
ískyggilegt útlit í heiminum með friðsamlega
sambúð þjóða og allt útlit til þess að ófriður
skelli á innan skamms tíma. Á sama tíma er land-
ið fátækt af nauðsynjavörum og hráefnum og
örþrota af ýmsum þurftarvörum. Það er óvíst
að næsta styrjöld geri okkur kleifa aðdrætti
erlendis frá, og iðnaðurinn getur heldur ekki
hlaupið undir bagga vegna efnisskorts. Hér virð-
ist mér ekki viturlega að verið, og ekkert hafa
lærzt af reynslunni.
I þriðja lagi tel ég rétt að nota þetta tækifæri
til þess að benda á, að skynsamlegra er að veita
fé og leyfi til fárra framkvæmda í senn, og láta
fullgera þær og koma þeim í fullt gagn, en að
byrja á mörgum og láta þær standa hálfgerðar
árum saman undir átökum íslenzkrar vetrarveðr-
áttu. Það er augljóst mál, að með því binzt fé
lítt notað um langan tíma, og mikil verðmæti
eyðast árlega í skemmdir af völdum veðra og
vanhugsunar manna.
Þessi atriði tel ég rétt að iðnþingið taki til
athugunar. En auk þeirra liggja fyrir á dagskrá
þingsins ýmsir gamlir kunningjar, eins og
fræðslumál, fjármál, gjaldeyrismál iðnaðarins og
útvegun áhalda og hráefna. Eg treysti fulltrúum
þingsins til þess að afgreiða þessi mál þannig,
að valdhafar þjóðarinnar verði að viðurkenna,
að hyggilega og sanngjarnlega sé að verið, svo
að afgreiðsian verði iðnaðarmönnum til gagns
og þinginu til sóma.
10. iðnþing íslendinga er sett.
Að lokinni ræðu forseta var kosin kjörbréfa-
nefnd og eftir tillögum hennar öll framlögð kjör-
bréf samþykkt.
Embættismenn þingsins voru kjörnir:
Forseti: Guðm. H. Guðmundsson, Reykjavík,
1. varaforseti: Guðjón Scheving, Vestmannaeyj-
um, 2. varaforseti: Guðm. Halldórsson, Reykja-
vík. Ritarar: Ársæll Árnason, Vigfús L. Friðriks-
son og Sveinbjörn Jónsson.
Fastanefndir voru kosnar einróma eftir tillög-
um Sambandsstjórnar.
Alls sátu þingið 63 fulltrúar, þar af 3 konur.
Frá Akranesi 3, frá Akureyri 4, frá Hafnar-
firði 7, frá Isafirði 3, frá Keflavík 3, frá Nes-
kaupstað 1, frá Blönduósi 1, frá Reykjavík 32,
frá Seyðisfirði 1, frá Selfossi 2, frá Patreksfirði
I, frá Vesmannaeyjum 5.
Fulltrúar voru: 26 fyrir iðnaðarmannafélög,
1 fyrir Iðnráð, 29 fyrir sérfélög, 5 fyrir iðnskóla
og 2 fyrir Iðnaðarritið.
Þingmál.
Sambandsstjórn lagði þessi mál fyrir þingið:
1. Upptaka nýrra sambandsfélaga.
2. Frumvarp til laga um iðnskóla.
3. Fjármál iðnaðarins.
4. Útvegun efnis og áhalda.
5. Gjaldeyris- og innflutningsmál.
6. Efling og þróun iðnaðarins.
7. Útgáfa handbóka.
8. Iðnsýningar.
9. Flokkun húsa.
10. Sameiginlegt merki fyrir iðnaðarmenn.
II. Kosning fulltrúa á næsta norræna iðnþing.
12. Nýjar iðngreinar.
13. Gerfi iðnaðarmenn.
14. Reglugerð um heiðursmerki.
15. Varnir gegn elds- og slysahættu.
16. Lagabreytingar.
8 þingfundir voru haldnir dagana 25., 26., 27.,
28. og 29. sept.
Reikningum Sambandsins var útbýtt fjölrituð-
um, og samþykktir samhljóða af þinginu.
Skýrslu Sambandsstjórnar var einnig útbýtt
fjölritaðri í þingbyrjun. Urðu um hana litlar um-
ræður. Fyrirspurnum um hana svaraði forseti
Sambandsins. Skýrslan var samþykkt samhljóða.
27