Tímarit iðnaðarmanna - 01.08.1949, Page 12
Iðnaðarritið 3.- 4. XXII, 1949
Alþýðusamband Islands, Bandálag starfs-
manna r'ikis og bæja, Farmanna- og fiski-
mannasamband Islands, Félag ísl. iðnrek-
enda,Landssamband iðnaðarmanna, Lands-
samband isl. útvegsmanna, Sjómannafélag
Reykjavíkur, Stéttarsamb. bænda, Verzl-
unarmannafélag Reykjavíkur (launþega-
deld) og Vinnuveitendafélag Islands.
Er þess hér með eindregið óskað, að
þér veljið einn fulltrúa af yðar hálfu til þess
að sækja ráðstefnu þessa og tilkynnið ráðu-
neytinu ékki siðan en 10. þ. m. hvern þér
hafið valið sem fulltrúa.“
Stjórn Landssambandsins kaus Tómas Vigfús-
son sem fulltrúa. Ráðstefna þessi hélt marga
fundi, en um árangurinn hefir það opinbera enga
skýrslu gefið.
I
16. Iðnskóli í sveitum.
Þann 28. febr. 1948, sendi iðnaðarmálanefnd
efri deildar Alþingis Sambandsstjórninni til um-
sagnar frumvarp til laga um iðnskóla í sveit.
Frumvarp þetta er töluvert breytt frá því sem
það var flutt á síðasta þingi, og því um nýtt frum-
varp að ræða.
Umsögn Landssambandsstjórnar um frum-
varpið er svona:
Iðnaðarmálanefnd efri deildar Alþingis hefir
óskað umsagnar Landssambands iðnaðarmanna
um frumvarp til laga um iðnskóla í sveit, þskj.
340.
Eins og segir í bréfi nefndarinnar, er frum-
varp þetta mjög breytt frá því, sem það var í
fyrra. 1 umsögn vorri um það frumvarp tókum
vér fram, að vér erum sammála flutningsmönn-
um frumvarpsins um það, að það vantaði iðn-
lærða menn í sveitirnar, einkum til húsbygginga,
en tókum jafnframt fram, að eins og það frum-
varp var, þá gerði það ekki ráð fyrir að aldir
yrðu upp iðnaðarmenn í sveitunum, heldur menn,
sem hefðu fengið dálitla nasasjón af því, sem
iðnaðarmenn þurfa að vita, án þess að kunna
neitt til hlýtar. Þetta frumvarp, sem hér iiggur
fyrir, byggir á sama grundvelli hvað þetta snert-
ir, og umræddur skóli getur því ekki útskrifað
30
iðnaðarmenn, þótt mikil bót sé frá fyrra frum-
varpinu, þar sem nemendum er nú ætlað að
kynnast einni iðn á tveim árum, í stað 5—6 iðn-
greina á sama tíma áður. Ef þeir sem í sveitum
búa, svo og háttvirt Alþingi, telja nægilegt að
þeir, sem eiga að bera ábyrgð á byggingum sveit-
anna hafi miklu minni kunnáttu og æfingu í
starfi sínu, en heimiluð er í kaupstöðum, þá
verður það að vera þeirra mál. En hinu mótmæl-
um vér alveg, að frambærilegt sé að halda því
fram, að unglingar í sveitum séu það öruggari
námsmenn en unglingar í kaupstöðum, að þeir
nái jafn mikilli kunnáttu og leikni á tveim árum
og hinir síðarnefndu á fjórum. Vinnutími húsa-
smíðanema mun að jafnaði vera 8800 stundir
yfir námstímann, og skólanámstundir 1350 Skv.
8. gr. frumvarpsins er ætlast til að vinnutími
nemenda skólans sé 7 tímar á dag á sumrin og
4 y2 að vetrinum. Sé miðað við 6 mánaða sum-
ar, verða það 2x7x144 -þ 2x4]/óxl44 = 3312
vinnustundir, (sumarfrí og jólafrí frátalið), eða
3/8 af vinnutíma hinna, og skólanám 2x214x144
= 720 stundir, eða rúmlega helmingur af skóla-
námi hinna. Vér verðum því að mótmæla ákv.
4. gr. frumvarpsins um að próf frá skólanum
jafngildi sveinsprófi í húsasmíði.
Hjálagt fylgir ályktun frá aðalfundi Trésmiða-
félags Reykjavíkur, sem oss hefir verið sent til
fyrirgreiðslu. Vér viljum taka undir það, sem
þar er bent á, að ódýrara muni verða fyrir ríkis-
sjóð, og fullt eins hagkvæmt fyrir nemendurna,
að flýta svo byggingu iðnskólahúss í Reykjavík
og heimavistum þar, að hann geti tekið að sér
að halda námskeið þau, sem fyrirhuguð eru með
frumvarpinu, ef löggjafarþing þjóðarinnar sam-
þykkir, að láta þau nægja fyrir sveitirnar.
Trésmiðafélag Reykjavíkur gerði einnig álykt-
un um málið á aðalfundi 28. febr. 1948, þar sem
frumvarpinu er mótmælt.
Frumvarp þetta dagaði uppi á Alþingi 1948.
17. Fulltrúi í viðskiptanefnd.
Skömmu eftir að Iðnþinginu lauk í fyrra sum-
ar, var sameiginlegur fundur haldinn af stjórn
Landssambands iðnaðarmanna og stjórn Félags
ísl. iðnrekenda til að ræða um skipan fjárhags-