Tímarit iðnaðarmanna - 01.08.1949, Síða 13

Tímarit iðnaðarmanna - 01.08.1949, Síða 13
Iðnaðarritið 3.- 4. XXII. 1949 ráðs og nauðsyn þess að iðnaðurinn ætti þar fulltrúa er gætti hagsmuna hans. Þar sem þá var búið að skipa fjárhagsráð, var samþykkt að bera fram þá kröfu til ríkisstjórnarinnar að iðnaðurinn fengi fulltrúa í væntanlegri við- skiptanefnd. Bréf um þetta var sent ríkisstjórn- inni 18. júlí. 18. Hagnýting byggingaefnis. Nokkru eftir að f járhagsráð tók til starfa, setti það á laggirnar nefnd er athuga skyldi og undir- búa tillögur um hvernig það byggingaefni, sem flutt er til landsins verði bezt hagnýtt. Óskað var eftir því að Landssamband iðnaðarmanna til- nefndi einn mann í nefndina, og var Guðmundur Halldórsson, húsasmíðameistari valinn til þess. Aðrir aðilar að nefndinni voru Verkfræðingafé- lag Islands og Húsameistarafélag Islands. Frá sama aðila barst erindi, þar sem óskað var eftir því að Landssamband iðnaðarmanna gangi í lið með fjárhagsráði og afli upplýsinga um áætlaða efnisþörf iðnaðarmanna á árinu 1948. Bréf varðandi þetta var sent til allra sam- bandsfélaganna og annarra iðnaðarmanna er til náðist. Því miður varð árangurinn ekki eins góður og æskilegt hefði verið. 19. Frv. um iðnaðarm.stjóra og framleiðsluráð. Þann 4. nóv. 1947, barst Sambandsstjórninni bréf frá fjárveitinganefnd Alþingis, ásamt frv. um iðnaðarmálastjóra og framleiðsluráð, flutt af Gísla Jónssyni, og er óskað eftir umsögn Landssambands iðnaðarmanna um málið. Stjórn Landssambandsins ræddi málið á fund- um, og sendi fjárveitinganefnd Alþingis ýtar- lega umsögn og breytingartillögur. Síðan hefir Sambandsstjórn ekkert heyrt um málið. 20. Einkaleyfajsafn. Þá barst frá ráðuneytinu bréf varðandi til- nefningu á einum manni í nefnd til að fram- kvæma nauðsynlegar athuganir og gera tillög- ur um einkaleyfasafn, samkv. þingsályktun sem samþykkt var á Alþingi 22. jan. 1947. Stjórn Landssambands iðnaðarmanna tilnefndi Helga H. Eiríksson. Nefndin hefir ekki verið kölluð saman til funda ennþá. 21. Þjóðleikhúsið. Samkomulag varð um það milli stjórnar Landsambandsins og húsgagnameistara, að beita ekki refsiaðgerðum þeim er samþykktar voru á fundi í Baðstofu iðnaðarmanna 20. apríl 1947 og á síðasta Iðnþingi, meðal annars af því, að smíði leikhússins stöðvaðist af sjálfu sér vegna gjaldeyrisskorts og svo af fleiri ástæðum er fram komu við umræður um málið. 22. Iðnbanki. Þann 2. febr. 1948, boðaði stjórn Landssam- bandsins á fund með sér, nefnd þá er kosin var SKATTHEIMTA Þessi mynd var fyrir skömmu í frönsku iðnaðarblaði. Skattheimtu- mennirnir heimsækja smiðinn og konu hans. Þessar línur fylgdu: — Hvað œtlið þið nú að taka af okkur? — Það sem eftir er...svo að þið verðið reglulega hamingjusöm . . svo að þið megið til að lifa í paradís- arsælu. 31

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.