Tímarit iðnaðarmanna - 01.08.1949, Blaðsíða 15
Iðnaðarritið 3.- 4. XXII. 1949
Hinn 10. maí barst svo stjórn Landssambands-
ins bréf frá Meistarafélagi skipasmiða í Reykja-
vík. Skipasmiðafélagi Hafnarfjarðar og Sveina-
félagi skipasmiða í Reykjavík, út af smíði á nóta-
bátum erlendis. I bréfinu er þess getið að ríkis-
stjórnin hafi ákveðið að senda héðan skipasmíða-
eik til Finnlands. og láta smíða þar nótabáta fyr-
ir íslenzka útvegsmenn, og á það bent, að á sama
tíma séu innlendar skipasmíðastöðvar atvinnu-
litlar vegna efnisskorts.
I bréfinu er þess óskað að stjórn Landssam-
bandsins boði skipasmiði í Reykjavík og nágrenni
til fundar um málið. Stjórn Landssambandsins
ákvað að verða við þessari ósk, og var fundur
þessi haldinn í Baðstofunni, fimmtudaginn 13.
maí, og á hann boðaðir skipasmiðir úr Reykja-
vík, Hafnarfirði, Keflavík, Njarðvíkum og frá
Akranesi, en þaðan mætti enginn. Ennfremur
var stjórn Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík
og upplýsinganefndin boðuð á fundinn. Á fundi
þessum komu fram ýmsar upplýsingar varðandi
þetta mál og lýstu skipasmiðir óánægju sinni út
af smíði bátanna erlendis, og upplýstu að við
smíði bátanna innanlands myndi sparast um 30
þús. kr. í erlendum gjaldeyri á hvert nótabátapar
en auk þess væri alkunnugt að erlendir nóta-
bátar hefðu reynst lélegri en íslenzkir, og væri
það viðurkennt af útvegsmönnum. Hinsvegar
upplýstist það og, að heppilegast væri að skipa-
smiðir hefðu með sér heildarsamtök, sem útvegs-
menn gætu snúið sér til, um smíði á skipum og
bátum, svo að þeir þyrftu ekki að leita til hinna
mörgu skipasmíðastöðva eða einstaklinga um
slíkt, en samtökin miðluðu svo vinnunni eftir
því sem heppilegast þætti. Það kom og í Ijós, að
skipasmiðir hafa átt við mikla erfiðleika að
stríða um innflutning á nauðsynlegu efni, sumir
ekki fengið eins eyris innflutning á árinu 1947.
Eftir tillögu forseta voru kosnar þrjár nefnd-
ir til þess að ræða við viðskiptamálaráðherra og
viðskiptanefnd og eins til að undirbúa stofnun
Landssambands skipasmiða.
Hinn 3. júní var annar fundur haldinn með
sömu aðilum. Forseti Landssambandsins las upp
tillögur að greinargerð um bátasmíðar hérlendis,
og samandregna áætlun um efnisþörf frá 15
skipasmíðastöðvum á yfirstandandi ári, er hvort-
tveggja skyldi sent viðskiptamálaráðherra, fjár-
hagsráði, viðskiptanefnd og Landssambandi ísl.
útvegsmanna.
Tillögur þessar voru samþykktar og skrifstofu
Landssambands iðnaðarmanna falið að afgreiða
þær til hlut'aðeigandi aðila.
Þann 26. júlí s.l. barst svo Landssambandinu
bréf frá fjárhagsráði, þar sem það viðurkennir
að hafa móttekið framangreindar tillögur og
greinargerð, og m. a. bendir á hvort ekki sé rétt
að viðræður fari fram milli samtaka iðnaðar-
manna og útgerðarmanna í þeim tilgangi, að
samkomulag fengist um að áætla nótabátaþörf
næsta árs og þeirri áætlun verði fullnægt með
smíði bátanna innanlands. Taldi Fjárhagsráð
æskilegt að viðræður þessar færu fram sem
fyrst þar sem undirbúningur innflutningsáætl-
unar næsta árs væri hafinn, og nauðsynlegt að
upplýsingar um þetta kæmu sem fyrst.
Afrit af bréfi þessu var strax sent nefnd þeirri,
er annast átti um stofnun landssambands skipa-
smiða og hefir hún rætt um þetta við Lands-
samband útvegsmanna, og samkvæmt þeim við-
ræðum lagt fram áætlun um efnisþörf á næsta
ári, er send hefir verið Fjárhagsráði.
Nefndin hefir einnig boðað til fundar um stofn-
un Landssambands skipasmiða 29. sept. n. k.
28. Frá einstaklingum innan hinna ýmsu fé-
laga í Landsambandi iðnaðarmanna bárust
kvartanir út af hækkun á tryggingargjöldum
iðnaðarmanna.
Út af þessu sendi stjórn Sambandsins öllum
Sambandsfélögunum bréf, þar sem boðin var
fram aðstoð um leiðréttingu á þessu, ef þess
væri óskað. Fá svör hafa borist við þessu ennþá.
29. Norræna félagið og Norges Hándverker-
forbund gengust fyrir námskeiði norrænna
iðnaðarmanna, er haldið var í Noregi 3. til 10.
júlí. Landsambandi iðnaðarmanna var gefinn
kostur á að senda þangað íslenzka iðnmeistara,
og að tilstuðlan þess fóru til Noregs 6 iðnmeist-
arar. Fararstjóri var Sveinbjörn Jónsson.
33