Tímarit iðnaðarmanna - 01.08.1949, Side 17
Iðnaðarritið 3- 4. XXII. 1949
36. Tekjur Sambandsins á árinu 1947 hafa
verið: Sambandsgjöldin kr. 20.oo á hvern Sam-
bandsfélaga, og 50 þús. kr. framlag frá ríkissjóði.
Reykjavík í sept. 1948,
Helgi H. Eiríksson, Guðm. H. Þorláksson.
Mál rædd og afgreidd
Upptaka nýrra Sambandsfélaga:
Klæðskerameistarafélag Reykjavíkur og ná-
grennis og Meistarafélagi prentmyndasmiða,
voru einróma samþykkt til upptöku í Landssam-
bandið.
Nýjar iðngreinar:
Eftir tillögu skipulagsnefndar gat þingið ekki
mælt með því að viðgerðir skrifstofuvéla verði
viðurkend sem sérstök iðngrein.
Samþykkt var álit sömu nefndar að Sam-
bandsstjórnin afli sér nákvæmari uppiýsinga um
hvernig er háttað námi og skiftingu starfa á
hinum Norðurlöndunum, þannig að erindi garð-
yrkjumanna hér, um að garðyrkja verði lögfest
sem iðngrein fái afgreiðslu á næsta Iðnþingi.
Ennfremur frá sömu nefnd um erindi Mjólk-
urfræðingafélags Islands: Einnig var samþykkt
tillaga sömu nefndar, að Sambandsstjórnin leiti
álits Búnaðarfélags Islands um erindi Mjólkur-
fræðingafélags íslands, Félags ísl. kjötiðnaðar-
manna og Félags garðyrkjumanna um hvort
þessi störf skuli lögfest sem sérstakar iðngreinir.
Merki fyrir iðnaðarmenn:
Tillöguuppdráttur milliþinganefndar var sam-
þykktur með samhljóða atkvæðum.
Tillöguuppdráttur að heiðursmerki Sambands-
ins, ásamt reglugerð fyrir veitingu þess, var
hvorttveggja samþykkt með samhljóða atkvæð-
um.
Varnir gegn elds- og slyshættu.
Skrifstofa Sambandsins hefir safnað ýmsum
gögnum um þetta efni, sem er orðið mikið safn,
og unnið verður úr síðar.
Um þetta efni var svohljóðandi ályktun alls-
herjarnefndar samþykkt samhljóða:
„10. Iðnþingið telur mikla þörf á því að unnið
verði áfram að söfnun gagna um varnir gegn
eldsvoða og slysum og hraða því sem mést að
unnið verði úr þeim gögnum. Þingið telur eðli-
legt og sjálfsagt að hafa samvinnu um þetta
við tryggingarstofnanir ríkisins, tryggingafélög-
in, Slysavarnafélagið, samtök verkamanna og
atvinnurekenda, eftirlitsmenn með vélum og
vérksmiðjum og aðra, sem til greina geta komið
í þessu sambandi.
Þingið telur nauðsynlegt að koma á almennri
fræðslu um hvernig megi forðast slys og ikveikj-
ur, og að allir möguleikar verði notaðir til að
koma slikri fræðslu út til almennings, svo sem
skólar, útvarp, blöð og tímarit, smábæklingar,
sem dreift væri í hús, handbækur fyrir verk-
stjóra og fyrirtæki, auglýsingaspjöld á vinnu-
stöðum og almannafæri o. s. frv.
Til þess að standast kostnað við þessa starf-
semi telur þingið eðlilegt að ríkið og þau samtök
og stofnanir, sem að ofan eru nefndar, leggi fram
fé til starfseminnar, þar sem það er allra hagur,
bæði einstaklinga og þjóðarinnar í heild, að tak-
ast megi að draga úr slysum og eldsvoðum svo
sem frekast er unnt.“
Samþykkt um gervi-iðnaðarmenn.
„10. Iðnþingið vítir harðlega þá linkind, er
íslenzk yfirvöld hafa sýnt í ýmsum tilfellum í
framkvæmd aðgerða gegn brotum á lögum um
iðju og iðnað frá 1. júlí 1937, sérstaklega hvað
viðvíkur 14., 15. og 16. gr.
Jafnframt beinir þingið þeirri áskorun til allra
sambandsfélaga og iðnráða á landinu, að vera
vel á verði um, að lög þessi séu ekki brotin.“
Þá felur þingið sambandsstjórn að beita öll-
um áhrifum sínum til aðstoðar sambandsfélögun-
um í þessum málum, hvenær sem sambandsfélag
óskar slíkrar aðstoðai\“
Iðnsýningar.
Frá allsherjarnefnd var samþ. samhljóða svo-
hljóðandi tillaga:
„10. Iðnþingið telur mjög æskilegt að iðn-
sýning verði haldin sumarið 1949 t. d. í sam-
bandi við fyrirhugað yrkiskólaþing, og felur
Sambandsstjórn að stuðla að því, að undirbún-
ingi verði haldið áfram.
35