Tímarit iðnaðarmanna - 01.08.1949, Qupperneq 19
Iðnaðarritið 3,- 4. XXII. 1949
Guðmundur Helgi
Allir
þekkja Guðmund H.
Guðmundsson, hús-
gagnasmíðameistara.
Hann hefir lengi ver-
ið í stjórn Landssam-
bands iðnaðarmanna,
formaður Iðnaðar-
mannafél. í Reykja-
vík síðustu 8 árin, verið lengi í stjórn Iðn-
ráðsins og formaður þess síðan Pétur G. Guð-
mundsson féll frá. Hann hefir einnig setið öll iðn-
þingin síðan 1939 og verið í fjölda nefnda. Við
öll þessi trúnaðarstörf hafa iðnaðarmenn, og
margir aðrir, kynnst Guðmundi mjög vel og
því óþarft að segja mikið frá honum hér. Verk
hans tala. Og að þau hafi líkað vel og orðið til
farsældar sýndu bezt heimsóknirnar á afmælis-
daginn, 13. apr. s.l., blómin, heillaskeytin og
minjagripirnir sem honum bárust. Það var glatt
á heimilinu langt fram á nótt. Húsfreyjan,
Magdalena Runólfsdóttir, virtist bæta þessu
vökukvöldi við öll hin vegna iðnaðarmanna, með
mestu ánægju.
Guðmundur Helgi stofnsetti Húsgagnaverlun
Reykjavikur með Jóni Magnússyni, skáldi, árið
1930, og síðan að hann féll frá rekur Guðmundur
Helgi fyrirtækið með Þorláki Lúðvíkssyni.
Guðmundur hefir látið bæjarmál Reykjavík-
ur nokkuð til sín taka undánfarið og verið vara-
fulltrúi Sjálfstæðismanna í bæjarstjórn síðan í
ársbyrjun 1946. Ekki væri ólíklegt að Sjálf-
stæðismenn fyndu málefnum sínum og þjóðar-
innar vel borgið með enn meiri áhrifum Guð-
mundar. Og ætíð munu iðnaðarmenn í landinu
og iðnaðurinn í heild eiga öruggan hauk í horni
þar sem Guðmundur Helgi er.
8. J.
Breyting á iönaðarnámslögunum.
Samþykkt var samhljóða:
„Fari svo að næsta Alþingi samþykki ekki
frumvarp til laga um iðnfræðslu, skorar Iðn-
þingið á Alþingi, að samþ. eftirfarandi breytingu
á lögum um iðnaðarnám, nr. 100 11. júní 1938.“
„Landinu skal skipt í minnst fjögur iðnmála-
svæði og séu þrír iðnfulltrúar og þrír til vara í
hverju þeirra, skipaðir til 2ja ára í senni. Skal
einn fulltrúanna skipaður af iðnaðarmálaráð-
herra, annar af iðnráði heimilisbæjar fulltrú-
anna og þriðji af iðnaðarmannafélagi sama bæj-
ar. Varamenn skulu tilnefndir á sama hátt.“
Frumv. um einkarétt. á Ijósmyndum.
Löggjafarnefnd lagði fram á þinginu frv. til
laga um einkarétt á ljósmyndum, en það er
samhljóða frumv. til samnorrænna laga um þetta
efni, er samið var af samtökum ljósmyndara á
Norðurlöndum, en Ljósmyndarafélag Islands
hafði látið staðsetja það og komið því á fram-
færi við stjórn Sambandsins. Frumvarpið var
samþ. með breytingum.
Fjöldi iðnþinga.
Á Iðnþinginu 1947 var samþykkt að Iðnþing
skyldi háð á hverju ári í stað annarshvers árs.
Nú vildi Sambandsstjórnin breyta þessu aftur,
en þess í stað fengi hún heimild til að kalla sam-
an þing á hverju ári ef þörf krefði.
Þessi tillag var felld og verður 6. gr. Sam-
bandslaganna óbreytt áfram.
I sambandi við þetta var skorað á Sambands-
stjórnina að stilla svo til, að næsta Iðnþing verði
haldið á þeim tíma er reglulegt Alþing situr.
Um iðnbanka.
Frá fjármálanefnd var samþ. samhljóða:
„10. Iðnþingið ítrekar fyrri ályktanir sínar
um nauðsyn á stofnun Iðnbanka og leggur til,
í samræmi við tilmæli iðnaðarmálaráðherra í
bréfi til Landssambandsins, dags. 8. júní s.l.,
að samið verði frumvarp til laga um Iðnbanka
og lagt fyrir næsta Alþingi.
Jafnframt telur iðnþingið æskilegt að sam-
starf verði milli Landssambands iðnaðarmanna
og F. 1.1. um lausn þessa máls og samþykkir þvi,
37