Tímarit iðnaðarmanna - 01.08.1949, Side 20

Tímarit iðnaðarmanna - 01.08.1949, Side 20
Iðnaðarritið 3.- 4. XXII. 1949 að kjósa tvo fulltrúa til að vinna að framgangi málsins í samvinnu við tvo fulltrúa frá F. 1. I.“ Voru í nefndina kjörnir Þorsteinn Sigurðsson og Sveinbjörn Jónsson. Félag ísl. iðnregenda hef- ir tilnefnt af sinni hálfu, þá H. J. Hólmjárn og Pál S. Pálsson og til vara Jóh. Ól. Jónsson og Grím Bjarnason.*) Frumvarp um iðnmálastjóra. Frá löggjafarnefnd var samþ. svohljóðandi: „10. Iðnþingið lýsir vonbrigðum yfir því, hvaða afgreiðslu frumvarp til laga um iðnaðarmála- stjóra og framleiðsluráð fékk hjá síðasta Al- þingi, og beinir þeim tilmælum til ríkisstjórnar og Aiþingis, að málið verði tekið upp aftur og frumvarpið samþykkt með þeim breytingum. sem stjórn Sambandsins fór fram á.“ Fjárhagsáætlun. fyrir árið 1949 var lögð fram af fjárhagsnefnd og samþykkt samhljóða: Tekjur: Skattur frá sambandsfélögunum kr. 11.700.oo Tillag frá ríkissjóði............ kr. 50.000.oo Tekjur vegna afgr. Iðnaðarritsins kr. 5.000.oo Aðrartekjur...................... kr. 1.300.OO Tekjuhalli ...................... kr. 30.000.oo Kr. 98.000.oo Gjöld: Kaup starfsfólks ................ kr. 75.000.oo Húsal., hiti, ljós og ræst........kr. 4.000.oo Burðargjöld, sími o. fl.......... kr. 2.500.OO Ýms kostn. samandreginn.......... kr. 12.000.oo Ritföng, pappír o. fl............ kr. 1.500.OO Kostn. v. Norræna iðnþ. áætlaður kr. 3.000.oo Kr. 98.000.oo I sambandi við þessa áætlun var samþ. eftir- farandi tillaga frá fjármálanefnd. „10. Iðnþingið skorar á næsta Alþingi að hækka framlag til Landssambands iðnaðar- manna fyrir árið 1949 úr 50 þús. í 100 þús. Þingið felur stjórn Sambandsins að reyna að fá hækkaða f járveitingu til starfsemi iðnráðanna og leggur til að henni verði falin skipting fjár- *) Frumv. til laga fyrir iðnbanka er nú sent ráðh. 38 ins milli iðnráðanna, enda verði upphæðin ekki lægri en 15.000 krónur.“ Þessi viðaukatillaga var samþ. samhljóða. „Þingið felur fjármálanefnd þingsins að hafa tal af iðnaðarmálaráðherra og fjármálaráðherra um hækkun styrks til Sambandsins, og síðar við fjárveitinganefnd Alþingis, þegar það kemur saman.“ Fulltrúar á næsta norræna iðnþingi voru kosnir: Helgi H. Eiríksson, Rvík; Sveinbj. Jóns- son, Rvík; Vigfús Friðriksson, Akureyri; Magn- ús Bergsson, Vestm.eyjum; Sigurður Guðmunds- son, ísafirði; Magnús Kjartansson. Hafnarfirði; Indriði Helgason, Akureyri; Guðm. H. Guð- mundsson, Reykjavík. Til vara: Jóhann P. Guðmundsson, Norðfirði; Einar Gíslason, Rvík; Jóhann B. Guðnason. Akranesi; Guðjón Magnússon, Hafnarfirði. Kosning trúnaðarmanna. Úr stjórninni höfðu verið dregnir Helgi H. Eiríksson og Tómas Vigfússon, en þeir voru báðir endurkosnir. Stjórn Landssambands iðnaðarm. skipa nú: Helgi H. Eiríksson, forseti; Einar Gisla- son, varaforseti; Guðm. H. Guðmundsson, gjald- keri; Guðjón Magnússon, ritari og Tómas Víg- fússon, vararitari. 1 varastjórn voru kosnir: Ársæll Árnason, Þór- oddur Hreinsson, Júlíus Björnsson, Vigfús Sig- urðsson, Ragnar Þórarinsson. Endurskoðendur: Þorleifur Gunnarsson, Ás- geir Stefánsson, til vara: Kristólína Krag, Bror Westerlund. Þingslit. Á þriðjudagskvöld 28. sept. kl. 9, bauð Iðn- aðarmannafélag Reykjavikur og Trésmiðafélag Reykjavíkur, þingfulltrúum til kaffidrykkju. Iðnaðarmálaráðherrann, Emil Jónsson, var viðstaddur og ávarpaði samkvæmið. — Margar fleiri ræður voru fluttar og þátttakendur hinir ánægðustu. Miðvikudaginn 29. sept. kl. 10 var þinginu slitið og þann sama dag kl. 4 var þingfull- trúum boðið að skoða hin nýju húsakynni Bún- aðarbankans.

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.