Tímarit iðnaðarmanna - 01.08.1949, Síða 21

Tímarit iðnaðarmanna - 01.08.1949, Síða 21
Iðnaðarritið 3,- 4. XXII. 1949 Iðnaðarmannafélagið í Hafnarfirði 20 ára Þann 13. nóv. s.l. hélt það afmælið hátíðlegt með fjölmennu hófi í Alþýðuhúsi Hafnarfjarðar. Hófst það með borðhaldi og margar ræður voru fluttar og árnaðaróskir en Karlakórinn Þrestir söng. Að lokum var stiginn dans fram eftir nóttu og þótti hófið hið prýðilegasta. Félaginu bárust fjöldi heillaskeyta og minjagripir'frá Landssam- bandi iðnaðarmanna, Iðnaðarmannafélaginu í Reykjavík og Trésmiðafélagi Hafnarfjarðar. Félagið var stofnað 11. nóv. 1928 af 23 fag- lærðum iðnaðarmönnum og Emil Jónssyni verk- fræðingi, sem var einn af hvatamönnum að stofnun þess og kosinn fyrsti formaður. Til- gangur félagsins var frá byrjun sá að efla mennt- un og menningu iðnaðarmanna og halda uppi kvöldskóla fyrir iðnaðarmenn, vernda hagsmuni þeirra og auka samvinnu og félagslyndi. Emil Jónsson var formaður félagsins í 15 ár og þegar hann lét af því starfi sökum anna við stjórnmálin, var hann í þakklætisskyni gerður heiðursfélagi. Við formennsku tók þá Guðjón Magnússon skósmíðameistari og er hann það enn. Ásgeir Stefánsson hefir verið gjaldkeri frá byrjun til þessa dags. Stjórnendur voru fyrst 3, en var fjölgað í 5 árið 1938, er störf félagsins urðu umfangsmeiri. Iðnskóla hefur félagið starfrækt frá upphafi og Emil Jónsson, sem áður hafði haldið uppi Iðnskóla í eitt ár á eigin kostnað, var skóla- Stjórn félagsins á 20 ára afmælinu: Ásgeir G. Stefánsson, Guðjón Magnússon, Magnús Kjartansson. Aftari röö: Þóroddur Hreinsson og Kristinn J. Magnússon. stjóri til haustsins 1936. Nú stjórnar skólanum Bergur Vigfússon, kennari við Flensborgarskól- ann. Fyrstu árin varð félagið að láta sér nægja hús- pláss á ýmsum stöðum, en þegar Flensborgar- skólahúsið var byggt 1936 lagði það til bygging- arinnar 10 þús. gegn því að fá til eignar mynd- arlegan fundarsal. Þar var fyrsti fundurinn hald- inn 19. des. 1937. Iðnráðið og sérfélög iðnaðar- manna hafa einnig haft þar fundi sína. Félagið hefur látið ýms mál til sín taka og haft forgöngu um önnur. Meðal annars stofnað styrktarsjóð fyrir unga iðnaðarmenn til fram- haldsnáms. Iðnaðarmannafélag Hafnarfjarðar gekk í Landssamband Iðnaðarmanna við stofn- un þess 1932, og hefir jafnan átt mann í stjórn þess. Styrktarsjóður iðnaðarmanna í Reykjavík Aðalfundur sjóðsins var haldinn í Baðstofu Iðnaðar- mannnafélagsins föstudaginn 6. maí 1949. Formaður sjóðsins, Tómas Tómasson, setti fundinn. Gat hann fyrst tveggja látinna félaga, þeirra Ingimund- ar Benediktssonar og Reinh. Andersons. Ennfremur hafði iátizt Vigdís Péturssdóttir, ekkja Einars Finnssonar. er um skeið var formaður sjóðsins. Risu fundarmenn úr sætum sínum til virðingar við hina látnu. Eign sjóðsins var við síðastliðin áramót kr. 70.955,60. Úthlutað hafði verið til fjögurra ekkna sjóðsfélaga samtals kr. 1400.00. Stjórnin var öll endurkosin. en hana skipa: Tómas Tómasson, Einar Erlendsson, Guðm. H. Guðmundsson, Vigfús Guðbrandsson og Ársæll Árnason. Varamaður í stjórn: Flosi Sigurðsson. Enndurskoðendur: Ragnar Þórarinsson, Guðm. Gama- líeisson. Til vara: Sig. Halldórsson. 39

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.