Tímarit iðnaðarmanna - 01.08.1949, Síða 30
Iðnaðarritið 3.- 4. XXII. 1949
VerkamannabústaSirnir á Siglufiröi í smíöum voriö 191ft.
aura á hvert hlaupandi fet ef steypt er við timbr-
ið óheflað og ósmurt.
Oft hafði ég hugsað um hvort ekki myndi
heppilegt að nota flekamót. Þetta kom þó ekki
til framkvæmda hjá mér, fyrr en vorið 1946 er
við félagar byggðum verkamannabústaði hér
á Siglufirði. Reynzla okkar varð þá svo góð,
að við getum hiklaust mælt með þeim steypu-
mótum, sem við notuðum, enda þótt þau standi
vafalaust til bóta, sem hver önnur tilraun. Mun
ég nú lýsa mótunum nánar.
Vorið 1946 tók byggingafélagið Sveinn &
Gísli h.f. að sér að byggja þrjár húsasamstæður
fyrir Byggingafélag verkamanna hér á Siglu-
firði. Húsin eru þrjár hæðir og 10 íbúðir í hverju.
Grunnflötur hvers húss er um 300 fermetrar.
Tilboð okkar í þetta verk var mjög lágt, og varð
því að framkvæma verkið á sem hagfelldastan
hátt, án þess þó að rýra á nokkurn hátt gæði
verksins. Var þá fyrst athugað hvort ekki mætti
spara bæði vinnu og efni við mótauppsláttinn.
Leystum við þann vanda með flekamótum okkar,
og náðum sem sagt mjög góðum árangri.
Uppsláttur fyrir hverri hæð bústaðanna kost-
aði, reiknað með núverandi kaupi, frá 11.700 til
12.800 krónur. Er þá talin öll vinna við að ganga
frá mótum fyrir útveggjum, skilveggjum og lofti,
frásláttur, hreinsun, flutningur milli húsa og
uppsetning á steypubómu.
Við byrjuðum að grafa fyrir þessum þrem
húsum, 30 íbúðum, 18. maí 1946, en 19. okt. um
haustið var búið að reisa þau öll. Verkinu hefð-
um við ekki komið í framkvæmd á svona skömm-
um tíma, án flekamótanna.
Neðsta hæðin (kjallarinn) er 2,40 m., efri
hæðirnar 2,50 m. undir loft. Þurfti því að smíða
innri flekana af þessum tveimur „standard“-
lengdum. Ekki fékkst unninn viður í flekana,
voru þeir því smíðaðir úr venjulegu mótatimbri.
En til þess að þeir verði endingargóðir mun vera
nauðsynlegt að smiða þá úr gólfborðum. Sú hlið
flekanna, sem að steypunni snéri, var hefluð.
Er það mjög kostnaðarlítið að þykktarhefla nýj-
an við og tel ég að alltaf ætti að gera það, við
timbur, sem notað er til mótagerðar. Með því
verða veggirnir sléttari og minna verk að rétta
þá af með múrhúðun og hún jafnvel óþörf.
Einnig er léttara og fljótlegra að hreinsa
heflað timbur en óheflað. Til þess að losna að
mestu við hreinsun flekanna, bárum við á þá
brennda smurningsolíu, og reyndist það ágæt-
lega. Þó þarf að bera á þá aftur, eftir að þeir hafa
verið notaðir tvisvar eða þrisvar. Er það mjög
lítil vinna.
Við smíði flekanna, ber að gæta þess, að ok-
arnir, sem á þá eru negldir, nái ekki alveg út á
kannta þeirra, svo að auðvelt verði að setja þá
saman í hornunum. Okarnir eiga að vera allir í
sömu hæð. Breidd flekanna var 50 sm. Ytri flek-
arnir eru 2,75 m. á lengd og innri flekarnir eins
og áður er sagt 2,40 m. á lengd fyrir kjallara-
hæðina og 2,50 m. fyrir efri hæðirnar.
48