Tímarit iðnaðarmanna - 01.08.1949, Síða 33

Tímarit iðnaðarmanna - 01.08.1949, Síða 33
Iðnaðarritið 3.- 4. XXII. 1949 FÉLAG BIFREIÐASMIÐA hélt aðalfund sinn 7. febr. s.l. Formaður gaf skýrslu um starfsemi félagsins á síðastliðnu ári, 3 félagsfundir voru haldnir og 10 stjórnarfundir. 1 félagið gengu 3 nýir bilasmiðir og eru félagsmenn nú 40. Ellefu piltar stunda nám í iðninni. Fjármál félagsins eru í góðu lagi. Gísli Jónsson, sem verið hefur formaður félagsins í 8 ár. óskaði eindregið eftir að verða ekki endurkjörinn. 1 stjórn voru kosnir: Gunnar Björnsson, formaður, Magnús Gíslason ritari og Guðjón Jónsson gjaldkeri. IÐNAÐARMANNAFÉLAG HÚSAVlKUR. Tveir félagsmenn hafa bæst við á árinu, en enginn farið úr því. Tveir félagsfundir voru haldnir á árinu. Eins og að venju gekkst félagið fyrir samkomuhaldi 1. des. Ágóðanum, kr. 3960.OO, var varið til sundlauga- byggingar, sem reisa á þar næsta sumar ef leyfi fást til. Iðnðarmenn hafa haft nokkurnveginn nægilegt að starfa síðastliðið ár, þótt efisskortur haíi verið all til- finnanlegur. Fjárhagur félagsins er sæmilega góður. Eignir þess um 18 Þús. krónur. Fyrrverandi formaður, Einar J. Reynis, skoraðist með öllu undan endurkjöri, þar sem hann er svo störfum hlaðinn. Stjórn félagsins skipa nú: Sigtryggur Pétursson, bak- arameistari, formaður. Ingólfur Helgason, húsasmiðam. ritari. Hólmgeir Árnason, múraram., gjaldkeri. BAKARAMEISTARAFÉLAG REYKJAVlKUR hélt aðalfund 30. jan. s.l. Formaður gaf skýrslu um störf félagsins á siðastliðnu ári, og var hún í stórum dráttum þannig: Haldnir voru 9 vel sóttir félagsfúndir. Félagið átti í allhörðu striði við verðlagsstjóra og viðskiptanefnd vegna þess, að því var synjað um eðlilega hækkun á vöru- verði, þrátt fyrir aukin kostnað á ýmsum sviðum. Félögin S. S. F. 1. og A. S. B. sögðu bæði upp samn- ingum þeim. sem þau höfðu við félagið, og fóru nú fram á nokkra kauphækkun og önnur hlunnindi. Um líkt leyti voru allar hveitibirgðir í Reykjavík þrotnar og varð þetta hvorttveggja til þess, að öll vinna í bakaríum stöðvaðist frá 1. maí til 28 maí. En þann dag voru samn- ingar við B. S. F. undirritaðir en nokkru áður við A. S. B. Hófst þá vinna á ný, þótt félagið fengi engu um þok- að við verðlagsyfirvöldin og hefði neyðst til að hækka kaupgjaldið. Rúgbrauðsgerðin h.f. tók til starfa um miðjan júní- mánuð. Voru við það ýmsir byrjunarörðugleikar, sem hafa verið yfirunnir að mestu. 1 Rúgbrauðsgerðinni eru nú framleidd nálega öll rúg- og normalbrauð, sem neytt er í Reykjavík og nágrenni. Tveir nýir félagsmenn bættust við á árinu. Stjórnar- kosning fór þannig: Formaður, Gísli Ólafsson var endur- kosinn, en ritari og gjaldkeri báðust undan endurkosn- ingu vegna annrikis, svo að i þeirra stað voru kosnir Edvard Bjarnason ritari og Ágúst H. Pétursson gjald- keri. MtJRARAFÉLAG AKUREYRAR. Starfsemi félagsins var mjög lítil á árinu 1947 og að- eins tveir fundir haldnir. Grunnkaup hélst óbreitt. Aðalfundur sem haldinn var þann 31. marz s.l. sam- þykkti að leggja niður eigin verðskrá og taka upp verð- skrá Múrarafélags Reykjavíkur. Tveir nýir félagar bættust við á árinu og er félagatala nú 21. Afkoma félagsmanna var góð á árinu. Stjórn félagsins skipa: Formaður, Gunnar Sigþórsson. Ritari, Tryggvi Sæmundsson. Gjaldkeri, Gunnar Óskars- son. IÐNAÐARMANNAFÉLAG DALVlKUR. Aðalfundur félagsins var haldinn 20. marz s.l. Stjórn félagsins var endurkosin, en í henni eiga sæti: Guðjón M. Kristinsson, formaður. Jón Sigurðsson, vara- formaður. Páll Sigurðsson, ritari. Jón E. Stefánsson, fé- hirðir og Steingrímur Þorsteinsson meðstjórnandi. Á árinu voru haldnir 2 félagsfundir og 6 stjórnarfund- ir og frekar var dauft yfir starfseminni. 1 ársbyrjun fékk félagið þvi framgengt, að það fengi að tilnefna fulltrúa í bygginanefnd þorpsins, sem þá var nýtekin til starfa. Félagið ákvað að gerast aðili að byggingu fyrirhugaðs félagsheimilis ásamt öðrum stærri félögum þar á staðn- um, og tilnefndi fulltrúa í nefnd sem fjallar um fram- gang þess máls. Félagið ákvað að gangast fyrir rannsókn á því hver væri raunverulegur byggingakostnaður íbúðarhúsa af ýmsum gerðum þar á staðnum. og fylgjast með því í framtiðinni. Afkoma félagsmanna var yfirleitt góð á árinu, þótt nokkuð bæri á efnisskorti í sumum iðngreinum, einkum hjá trésmiðum og málurum. Hvað sérstaklega mikið að krossviðarleysi, er kom sér mjög illa fyrir trésmiðavinnu- stofurnar. Félagsmenn eru 26 eins og við síðustu áramót, þar af 18 með iðnréttindi. Hinir eru aukafélagar samkvæmt lögum félagsins. Tveir húsasmiðir luku sveinsprófi á ár- inu, 1 netjamaður og 1 múrari. FÉLAG VEGGFÓÐRARA 1 REYKJAVlK. Aðalfundur félagsins var haldinn 6. marz s.l. Á liðnu starfsári voru haldnir 5 félagsfundir og 11 stjórnarfundir. Einn félagi bættist við á árinu. Mjög hefur efnisskortur verið tilfinnanlegur hjá fé- lagsmönnum undanfarið. Hefir hann haft mjög lamandi áhrif á alla afkomu félagsmanna. Félagsstjórn gerði allt sem hún gat til að bæta úr vandræðunum og er það von félagsmanna að umkvartanir við innflutningsyfir- völdin beri góðan árangur á næstu tímum. 51

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.