Tímarit iðnaðarmanna - 01.06.1962, Síða 5

Tímarit iðnaðarmanna - 01.06.1962, Síða 5
ÁVARP forseta Landssambands iðnaðarmanna, guðmundar halldórssonar, húsasmiðameislara A 30 dra afmœli Landssambands iðnaðarmanna er vissulega margs að minnast og þetta hefti timaritsins er helgað sögu sambandsins á einn .og annan hátt. Stofnunar Landssambandsins verður ætíð minnzt sem merkisviðburðar, ekk.i einungis i sögu iðnaðarins í landinu, heldur einnigsem atburðar i þeirri öru frarnþróun, sem orðið hefur i þjóðlifi íslendinga á síðustu tímum. Þegar litið er yfir stefnuskrá Landssambandsins, verður ekki annað sagt en unnið hafi verið dyggilega að þeim verk- efnum, sem mörkuð voru í upphafi, jafnframt þvi sem það hefur tekið t.il úrlausnar ný verkefni, sem skapazt liafa við ný viðhorf og breytta þjóðfélagshœtti. Það sem. áunnizt hefur, hefur kostað mikið starf og mikla þrautseigju og nægir að minna á i þvi sambandi, að t. d. stofnun Iðnaðarbanka var búin að vera á dagskrá Iðnþinga i um 20 ár, þegar það mál varð að veruleika. En þótt seint liafi gengið oft og tiðum að koma málum fram, hefur alltaf þokað í rétta átt, og þess vegna er það starf, sem nú er að balii, ómetanleg reynsla við lausn þeirra vandasömu verkefna, sem nú er verið að vinna að og annarra, sem framundan eru \og biða úrlausnar. En vegna þess, hve stutt er siðan, að Landssambandið var stofnað, aðeins 30 ár, og að hinu leitinu breytingarnar örar i þjóðfélagsháttum íslendinga almennt, sérstaklega siðustu 1—2 áratugina, er nauðsynlegt, að sporin framávið verði bœði stœrri og fleiri. en þau hafa verið fram að þessu. Til þess að svo verði, þurfa iðnaðarsamtökin að eflast frá þvi sem nú er og samstaða allra þeirra, sem að islenzkum iðnaði vinna verður að vera meiri en verið hefur. Eg óska iðnaðarmönnum til hamingju með þann áfanga, sem nú er minnzt og þaklia þeim mönnum, sem mest og bezt hafa stutt að þeim sigrum, sem unnizt hafa. Landssambandi iðnaðarmanna óska ég vaxandi gengis til allra áhrifa á bœtta iðnmenningu i landinu. TÍMARIT IÐNAÐARMANNA 45

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.