Tímarit iðnaðarmanna - 01.06.1962, Page 9

Tímarit iðnaðarmanna - 01.06.1962, Page 9
TÓMAS VIGFÚSSON, húsasmíðameistari, formadnr stjórnar Iðnlánasjóðs: Iðnlánasjóður Með stofnun Iðnlánasjóðs er hafinn vísir að lána- starfsemi, sem ætlað er að styðja að þróun iðnaðar, þó á mjög takmörkuðu sviði. Það er þó vísir í líka átt og hinir aðalatvinnuvegir þjóðarinnar höfðu þá þegar not- ið. Iðnlánasjóðurinn er stofnaður með lögum nr. 12 frá 9. jan. 1935. Til eflingar sjóðnum skyldi ríkissjóður leggja fram næstu 10 ár kr. 25.000,00 árlega. Yfirstjórn sjóðsins var í höndum atvinnumálaráðherra, er fela skyldi Útvegsbanka Islands stjórn hans og meðferð. Landssamband iðnaðarmanna átti að gera tillögur um útlán eftir settum reglum. Lán úr sjóðnum skyldi veitt til kaupa á vélum og stærri áhöldum (þó ekki handverkfærum) og einnig til reksturs, ef sérstaklega stæði á. Allt gegn viðunandi tryggingu. Með lögum nr. 40 frá 27. júní 1941 er gerð breyting á lögunum um Iðnlánasjóð. Hlutverk sjóðsins er gert víðtækara, og er honum falið að lána til hverskonar iðnaðar og iðjustarfsemi. Framlag ríkissjóðs er hækk- að upp í kr. 65.000,00 á ári. Iðnaðarmálaráðherra skipar þriggja manna nefnd til að gera tillögur um út- lán úr sjóðnum. Landssamband iðnaðarmanna tilnefn- ir einn mann, Félag íslenzkra iðnrekenda annan mann, en þriðja manninn skipar ráðherra, og er hann formað- ur sjóðsstjórnar. Enn er breyting gerð með lögum nr. 55 frá 7. maí 1946 á Iðnlánasjóði. Þá hækkar framlag ríkissjóðs upp í kr. 300.000,00 á ári. Helzt það til ársins 1955. Árið 1956 verður framlag ríkissjóðs með fjárlögum kr. 450.000,00. Á árinu 1957 til 1958 er framlag ríkissjóðs kr. 1.450.000,00. Árið 1959 er ríkissjóðsframlagið kr. 1.378.000,00. Árið 1960 er framlag ríkissjóðs kr. 2.000.000,00 og hefur verið síðan. Frá 1935 til 1960 er heildarframlag ríkissjóðs kr. 10.074.000,00. Iðnlánasjóður hefur ekki haft aðrar tekjur en fram- lög ríkissjóðs og vaxtatekjur af lánum. Þar af leiðandi hefur útlánageta verið mjög takmörkuð. Frá byrjun eða frá árinu 1935 til loka ársins 1960 munu útlán hafa numið samtals tæpum 22 millj. króna. Á árinu 1961 var Iðnlánasjóði veittur hluti af láni, er ríkisstjórn íslands tók í Bandaríkjunum. Upphæð þess er 21.5 millj. Lfmrætt lán hefur gert sjóðnum hægara um vik en áður var, þó ýmsar takmarkanir séu á því, hvernig verja má lánunum. Nú þegar er búið að verja um helming lánsins til iðnaðar og iðjustofnana, er hafa notað lánsféð til að gera kaup á nýjum vélum og tækjum. Reynt hefur verið að hlutast til um, að lánin dreifð- ust til fyrirtækja og einstaklinga um allt landið. Nú síðustu 5 árin lætur nærri, að hlutur Reykjavíkur hafi verið sem næst helmingur af útlánum. Með U.S.A.-láninu breytist það nokkuð, þar sem lánin fara til stærri iðnaðar og iðju og þá aðallega til Reykjavíkur og stærri kaupstaða. Stafar það af skil- yrðum, er lántökunni fylgdu. I lögum um Iðnaðarbanka íslands h.f. frá 1951 var Iðnlánasjóður gerður að sérstakri deild í bankanum, en þó háður stjórn Iðnlánasjóðs um útlán á sama hátt og áður hafði verið. Það er ósk allra, er áhuga hafa fyrir íslenzkri verk- menningu og þá eigi sízt iðnaði, að Iðnlánasjóður megi vaxa og þróast það, að hann geti náð að uppfylla það hlutverk, er honum var ætlað við stofnun hans. Norrænt Iðnþing Dagana 20.-21. ágúst n.k. verður háð Norrænt Iðn- þing í Stokkhólmi. Er það haldið að forgöngu Norræna iðnsambandsins, sem Landssamband iðnaðarmanna er aðili að. TÍMARIT ÍÐNAÐARMANNA 49

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.