Tímarit iðnaðarmanna - 01.06.1962, Blaðsíða 11

Tímarit iðnaðarmanna - 01.06.1962, Blaðsíða 11
2. Að gera tillögur um, hvernig efla megi iðnaðinn í landinu með aukinni tæknilegri aðstoð, bættum vinnubrögðum og hagnýtingu erlendra nýjunga á sviði iðnaðar. 3. Að gera tillögur um eftirlit með vörugæðum inn- lends iðnaðar í því skyni að hefja iðnreksturinn á hærra stig í vöndun framleiðslunnar. Nefndinni er heimilt að hefja tilraunaframkvæmdir um tæknilega fyrirgreiðslu og aukin afköst. Mun ráðu- neytið fá nefndinni til umráða 100 þús. krónur til að standa undir kostnaði við störf hennar og má kostn- aður ekki fara fram úr þeirri upphæð. Nefndin skal leggja fyrir ráðuneytið eigi síðar en 31. des. 1952 tillög- ur um framtíðarskipun framangreindra mála hér á landi. Nefndin skilaði ýtarlegum tillögum og mikilli grein- argerð 30. desember 1952. Tillögur nefndarinnar voru ekki að sama skapi hagstæðar iðnaðarmönnum og sam- tökum þeirra eins og margir munu kannast við, sem fylgdust með iðnaðarmálum á þeim tíma. En hér mun það eigi rifjast upp, en aðeins getið um þróun þessa máls, og síðar voru margar okkar tillögur teknar til greina, þannig að málin færðust til betri vegar. Þegar hér var komið, átti Landssamband iðnaðarmanna og iðnaðarmenn enga aðild að væntanlegri stofnun, sem var hrint í framkvæmd á næsta ári, því að í 16. gr. fjárlaga fyrir árið 1953 voru veittar 200 þús. kr. til þess að koma á fót og reka Iðnaðarmálastofnun. Með bréfi dags. 28. febr. tilkynnti iðnaðarmálaráðherra nefnd- inni þessa ákvörðun Alþingis og var starfssvið Iðnað- armálastofnunar nánar tilgreint í bréfi á þessa leið: Að veita iðnaðinum tæknilega aðstoð. Að vera bækistöð fyrir gæðamat iðnaðarmanna. Að safna skýrslum um allan iðnrekstur í landinu og leggja grundvöll að slíkri skýrslusöfnun árlega. Enn- fremur er gert ráð fyrir að nefndin undirbúi tillögur um framtíðarskipulag iðnaðarsamtakanna í landinu með tilliti til samvinnu milli þeirra og hins opinbera um heilbrigða þróun iðnaðarins. Svo mörg voru þau orð. Sama ár lauk Iðnaðarmálanefnd við að semja frumvarp til laga um Iðnaðarmálastofnun íslands. Var þá lagt til að bætt yrði í stjórnina fulltrúa frá Alþýðu- sambandi íslands. Einnig fékk stjórn Landssambands iðnaðarmanna frumvarpið til athugunar. Var þar síð- an lagt fyrir Iðnþing sama ár og var því mótmælt í því formi, sem það var. En eins og áður er greint, var allur undirbúningur stofnunarinnar hafinn og starfs- kraftar ráðnir. Iðnaðarmálastofnun íslands tók til starfa í Iðnskólanum nýja 24. nóv. 1953. Ráðherra fól Iðnaðarmálanefnd að annast rekstur stofnunarinnar, þar til lög yrðu sett um hana. Hinn 20. febrúar 1954 skipaði hr. Ingólfur Jónsson, iðnaðarmálaráðherra, sjö manna nefnd til þess að semja lög og reglur um Iðnaðarmálastofnun Islands. Skipaðir voru í nefndina: Kristján Jóh. Kristjánsson, formaður Félags íslenzkra iðnrekenda, Björgvin Fred- eriksen, form. Landssambands iðnaðarmanna, Bene- dikt Gröndal í framkvæmdastjórn Vinnuveitendasam- bands íslands, Óskar Hallgrímsson, formaður Iðn- sveinaráðs Alþýðusambands Islands, Kristjón Krist- jónsson, framkvæmdastjóri, fulltrúi Sambands ísl. sam- vinnufélaga, Þorsteinn Gíslason, verkfræðingur hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og Páll S. Pálsson, lög- fræðingur, sem skipaður var formaður nefndarinnar. Um það leyti, er nefndin hóf störf, hinn 26. febr., var sú breyting gerð á skipan hennar, að Kristjón Kristjónsson var að eigin ósk leystur frá störfum sem fulltrúi í nefndinni, en ráðuneytið skipaði í hans stað Harry Frederikssen, framkvæmdastjóra iðndeildar Sambands ísl. samvinnufélaga. Jafnframt skipaði ráðu- neytið Kristjón Kristjónsson til þess að vera varafor- maður nefndarinnar. Þegar nefndin hafði að miklu leyti lokið störfum í sept. sama ár, hvarf Þorsteinn Gíslason af landi burt til dvalar erlendis. Að ábend- ingu formanns nefndarinnar skipaði ráðuneytið Gísla Hermannsson, verkfræðing hjá Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna, til þess að gegna störfum sem varamaður Þorsteins. I athugasemdum við frumvarp til laga um Iðnaðarmálastofnun Islands, sem lagt var fyrir Alþingi á 82. löggjafarþingi 1961, segir meðal annars: Fullt samkomulag varð innan nefndarinnar um markmið stofnunarinnar og skipulag, og skilaði nefnd- in sameiginlegu áliti í frumvarpsformi á tilsettum tíma. Var það flutt á reglulegu Alþingi árið 1954, en varð ekki útrætt. Annað frumvarp til laga fyrir stofnunina var flutt á Alþingi árið eftir, en varð þá heldur eigi útrætt. Hinn 15. júní 1955 gaf þáv. iðnaðarmálaráðherra út drög að starfsreglum fyrir Iðnaðarmálastofnun íslands, til þess að haga störfum sínum eftir, þar til sett yrðu um hana sérstök lög. Eftir þessum starfsreglum var Iðnaðarmálastofnuninni stjórnað, þar til 29. maí 1957, að þáv. iðnaðarmálaráðherra, Gylfi Þ. Gíslason, setti stofnuninni nýjar starfsreglur, sem enn eru í gildi. Með bréfi til Iðnaðarmálastofnunar Islands, dags. 10. júní s.l., óskaði iðnaðarmálaráðherra, Bjarni Bene- diktsscn, þess, að stjórn stofnunarinnar léti semja frumvarp til laga fyrir stofnunina og yrði við með- ferð málsins sérstaklega tekin til athugunar aðild Al- þýðusambands íslands og Vinnuveitendasambands Is- lands, sem hvorug eiga fulltrúa í stjórn stofnunarinnar samkvæmt gildandi starfsreglum. Drög að frumvarpi TÍMARIT IÐNAÐARMANNA 51

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.