Tímarit iðnaðarmanna - 01.06.1962, Síða 14

Tímarit iðnaðarmanna - 01.06.1962, Síða 14
ÓSKAR HALLGRÍMSSON, rafvirki, formaður lðnfrœðsluráðs: Þróun skipulegrar iðnfræðslu á íslandi i 70 ár Ritstjóri Tímarits iðnaðarmanna hefur farið þess á leit við mig, að ég tæki saman yfirlit um þróun skipu- legrar iðnfræðslu hér á landi. Enda þótt ég telji ýmsa hæfari til að taka að sér slík verkefni, vildi ég ekki með öllu undan skorast og tók því verkið að mér, þótt með hálfum huga væri. Verkefnið er yfirgripsmikið og að ýmsu leyti örðugt viðfangs. Lítið hefur verið um þessi mál ritað og gerir það m. a. verkið torsóttara. Ég hef valið þann kostinn að rekja í mjög stórum dráttum þróun þessara mála, eins og hún hefur birzt í afskiptum löggjafarvaldsins af iðnfræðslunni, þ. e. stuðzt við frumvörp, sem fram hafa komið á Alþingi og lög, sem þar hafa verið sam- þykkt um iðnaðarnám og iðnfræðslu almennt. Skýrt vil ég taka fram, að hér er ekki um heildaryfirlit né fullkomna greinargerð að ræða, til þess þarf hvort- tveggja, lengri tíma en ég hef til umráða, svo og ítar- legri gagnasöfnun, en ég hef haft tök á að framkvæma. Á það má einnig benda, að enda þótt þáttur löggjafar hafi verið og sé, rammi, sem markar að verulegu leyti þróun þessara mála, þá hefur eigi að síður þáttur iðn- aðarmanna sjálfra haft hér veigamikil áhrif, þótt hon- um verði ekki gerð skil hér, nema að því leyti sem við- kemur afskiptum af lagasetningu. Með þetta í huga bið ég menn að taka því, sem hér verður sagt. Þótt einstakar iðngreinar eigi alllanga sögu að baki hér á landi, er vart um að ræða iðnað í þeirri merk- ingu, sem nú er lögð í það orð, fyrr en á síðari hluta átjándu aldar og byrjun þeirrar nítjándu. Fram til þess og raunar lengur, mun svo til eingöngu hafa verið um heimilisiðnað að ræða, en ekki eiginlegan iðnrekstur. En þá, þ. e. um aldamótin átjánhundruð, fer þess að gæta, að hér sé að vaxa upp stétt iðnaðarmanna. Fara þar fremstir ýmsir íslendingar, sem farið hafa utan og lært ýmsar handiðnir, svo og útlendingar, sem komu hingað til þess að vinna tiltekin verk, en ílendast hér margir hverjir. Þessir menn taka síðan aðra til náms og vex þannig smátt og smátt upp vísir að iðnaðarmannastétt, hver nú er orðin fjölmennust atvinnustétt þjóðarinnar. Lengi framan af, eða í nærri heila öld, var það ein- göngu mál viðkomandi handiðnaðarmanns og þess er hann tók í læri, hvern veg námi var háttað, hver skyldi vera námstími, kjör o. s. frv., og höfðu opinber yfir- völd þar engin afskipti. Það er fyrst á síðasta tug 19. aldar, sem upp komu raddir um nauðsyn þcss, að sett verði lög um tilhögun iðnnáms hér á landi, „til þess að koma í veg fyrir að námstíminn sé misbrúkaður og kennslan látin sitja í fyrirrúmi, til tjóns fyrir hinn unga mann og einnig til tjóns fyrir og iðnaðinn,“ eins og segir í greinargerð með fyrsta frumvarpi til laga um iðnaðarnám, sem lagt var fram í fyrsta sinni á Alþingi 1891. Frumvarp þetta var flutt að tilhlutan landshöfð- ingja og var aðalefni þess sem hér segir: 1. Þegar handiðnaðarmenn, verzlunarmenn og aðr- ir iðnaðarmenn taka nemendur, yngri en 18 ára, til þess að kenna þeim iðn sína, skal gera við þá samning og hann áritast af lögreglustjóra. 2. Ákveðið var í samningi, hve langur námstími skuli vera, en fram tekið aðeins, að hann megi ekki vera lengri en 5 ár. Engin önnur ákvæði voru um lengd námstímans. 3. í námssamningi skal taka fram, hvaða greiðslur nemanda beri, en engin ákvæði eru um, hverjar þær skuli vera, né um lágmark. 54 TlMARIT IÐNAÐARMANNA

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.