Tímarit iðnaðarmanna - 01.06.1962, Síða 19

Tímarit iðnaðarmanna - 01.06.1962, Síða 19
Frumvarpið var síðan rætt á næsta iðnþingi, er var hið ii. í röðinni, og samþykkt þar, að Landssambandið beitti sér fyrir stofnun bankans á grundvelli þcssa frumvarps. Ennfremur var samþykkt að fela stjórn sambandsins að fylgja málinu eftir með öllum hugsan- legum og tiltækum ráðum, m. a. með því að beita áhrifum sínum til hins ítrasta við alla stjórnmálaflokka á Alþingi. Segir svo í áliti fjárhagsnefndar iðnþingsins orðrétt: „Nefndin telur höfuðnauðsyn iðnstétta landsins, að unnið verði markvisst að framgangi þess.“ Málinu var síðan fylgt eftir með fyllstu einurð af hendi forystumanna beggja samtakanna, L.i.m. og F.í.i., með þeim árangri, að lög um Iðnaðarbanka ís- lands h.f. voru samþykkt á Alþingi 19. des. 1951. Enginn skyldi ætla, að afgreiðsla málsins á Alþingi hafi gengið snurðu- og átakalaust í gegnum þingið, því fór víðs fjarri, enda eðlilegt og ætti ekki að þurfa að vekja neina furðu í hugum manna. Hitt er víst, að þar gætti ekki síður skilnings og velvildar einstakra þing- manna annars vegar og sterkrar aðstöðu ýmissa for- ystumanna í samtökum iðnaðarsamtakanna hins vegar. Nú var þessari átta ára orustu lokið með fullkomn- um sigri. Og var þá næst fyrir hendi að sanna áþreif- anlega, hver hugur fylgdi máli, enda stóð ekki á því. Þegar í byrjun ársins 1952 var farið að vinna að söfnun hlutafjár til bankans meðal iðnaðarmanna og iðnrek- enda. Var unnið að þessu af miklu kappi og með þeim árangri, að söfnun var lokið um haustið. Um eða yfir ellefu hundruð einstaklingar og fyrirtæki höfðu skráð sig fyrir hlutum á vegum L.i.m. fyrir um 1.5 millj. króna, en á vegum F.í.i. allmiklu færri aðilar fyrir jafnhárri upphæð. Þegar til átti að taka, urðu nokkur vanhöld á greiðslu loforða frá hendi ýmissa þeirra, er skráðir voru á vegum L.i.m. Var þá tekið það ráð í bili að gefa nýjum aðilum kost á að gerast hluthafar, aðilum sem helzt stóðu nærri samtökum Landssam- bandsins og voru í sumum tilvikum meðlimir þar, enda hafði á vegum F.í.i. hærri upphæð borizt í lof- orðum en ráð var fyrir gert, það er 1.5 milljón. Þegar svo hlutaféð var aukið samkvæmt heimild í lögum bankans upp í 6.5 milljónir, voru þessi hlutföll jöfnuð á þann hátt, að allir fengu að leggja það fram, sem ráð var fyrir gert í upphafi. Geta má þess hér, að nú í vetur, 1962, á nýafstöðnu Alþingi, voru samþykkt lög um heimild til handa Iðnaðarbanka Islands h.f. að auka hlutafé sitt upp í allt að 10 millj. króna, úr 6.5 millj. eins og það er nú. Verður væntanlega gengið frá útboði á þcirri hlutafjáraukningu á aðalfundi bankans, sem auglýstur hefur verið 2. júní n.k. Stofnfundur Nú var málið komið á það stig, að boða þurfti til stofnfundar, og var sá fundur boðaður 18. okt. 1952. Fundurinn hófst í Tjarnarkaffi kl. 2 e. h. og voru mættir á fjórða hundrað hluthafar víðsvegar af land- inu, auk hluthafa úr Reykjavík. Fundarstjóri var kos- inn Helgi H. Eiríksson, en fundarritarar H. J. Hólm- járn, Rvík, og Stefán Jónsson, Hafnarfirði. I upphafi fundar var því lýst, að hlutafjársöfnun væri lokið og tilskilinn hluti þess greiddur. Lagt var fram uppkast að samþykktum fyrir bankann og útbýtt meðal fundar- manna. Samþykkt var eftir allmiklar umræður að fresta fundinum um viku, en kjósa bráðabirgðastjórn til starfa til framhaldsfundar. Kosningu í bráðabirgðastjórn hlutu: Helgi H. Ei- ríksson, Guðmundur Helgi Guðmundsson, Helgi Bergs, Kristján Jóh. Kristjánsson og Páll S. Pálsson. Framhaldsfundur var svo haldinn í Sjálfstæðishúsinu 26. október 1952. Fundarstjóri og fundarritarar voru hinir sömu og á fyrra fundi. Á fundi þessum voru samþ. reglugerð og samþykktir fyrir bankann. Auk þess voru gerðar á fundinum ýms- ar samþykktir. Vísast til samtíma heimilda um þær. Kosning í trúnaðarstöður fór fram á fundinum og hlutu kosningu í bankaráð: Af A-lista Guðmundur H. Guðmundsson. Af B-lista Kristján Jóh. Kristjánsson og Páll S. Páls- son. Af C-lista Einar Gíslason og Helgi Bergs. Varamenn í bankaráð voru kosnir í sömu röð: Af A-lista Tómas Vigfússon. Af B-lista Sveinn Guðmundsson og Sveinn Valfells. Af C-lista Einar Kristjánsson og Vilhjálmur Árna- son, lögfræðingur. Þar sem fundurinn hafði samþykkt, að kjörgengir væru í stjórn bankans þeir einir, sem ekki væru í stjórn annarra lánastofnana, kom Helgi H. Eiríksson ekki til greina við kosningu í bankaráð, en hann var þá for- maður í stjórn Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis. Kristján Jóh. Kristjánsson, sem einnig var í stjórn Sparisjóðsins, lýsti því yfir á fundinum, að hann myndi segja því starfi af sér. Fyrstu endurskoðendur bankans voru kjörnir Eggert Jónsson, lögfr., og Pétur Sæmundsen, viðskiptafræð- ingur. Þeir voru um þær mundir starfsmenn iðnaðar- samtakanna, Eggert framkvæmdastjóri L.i.m., en Pét- ur starfsmaður F.í.i. Fyrsti fundur hins nýkjörna bankaráðs var haldinn 27. okt. 1952 í skrifstofu F.í.i. Fór þar fram skipting starfa innan ráðsins. Páll S. Pálsson var kjörinn for- maður, Einar Gíslason varaformaður, Guðmundi H. TlMARlT IÐNAÐARMANNA 59

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.