Tímarit iðnaðarmanna - 01.06.1962, Side 23

Tímarit iðnaðarmanna - 01.06.1962, Side 23
nemendur hver að meðaltali. - Ef þeim væri svo skipt jafnt á hin 4 námsár iðnnámsins, koma 3 nemendur í hvern bekk skólans, - og e. t. v. eru þeir allir við nám í mismunandi iðngreinum. Sýnist mér ekki þurfa frekari skýringa við, til að menn sjái hversu óheppilegt þetta er frá þjóðhagslegu sjónarmiði. Á sama tíma sem réttmætar kröfur iðnstéttanna fyr- ir aukna fræðslu og endurbættar kennsluaðferðir verða æ háværari, gera menn sér ljóst, að til þess að fylgjast með þróuninni og fullnægja ktöfum tímans þarf æ betri tæki og betur menntaða kennara. - Tækn- in og þau efni, sem iðnaðurinn vinnur úr, verða fjöl- breyttari með hverju árinu og þess gerist sí og æ þörf, að hver og einn fylgist með nýjungum í sinni grein, svo að hann dragist ekki aftur úr. - Þess gerist þá og þörf, að iðnskólarnir, svipað og aðrir tæknilegir skólar, séu þannig skipulagðir, að þeir geti fylgt þróuninni og mótað kennsluna í samræmi við hana á hverjum tíma. Ef litið er á hinn hlutfallslega mikla fjölda iðnskóla hér á landi, og hve nemendur eru víða fáir, skilst, að engin tök verða á því að búa þá alla fullkomnum tækj- um til alhliða iðnskólakennslu. - Það er almennt viðurkennt, að heppilegt sé að taka upp verkkennslu í iðnskólum og að nemendum séu þar kennd á kerfis- bundinn hátt, öll undirstöðuatriði hvers verklegs náms strax í byrjun námsferilsins, og síðan sé námið smá- þyngt þannig, að tryggð sé alhliða undirstöðuþekking hinnar verklegu hliðar iðnarinnar, þegar námi lýkur. - Talsvert fjármagn er nauðsynlegt til þess að hægt sé að halda uppi verkkennslu í sem flestum greinum, og afla til þess tækja og annars, sem með þarf. Er þá líka sjálfsagt, að sem flestir njóti þeirrar aðstöðu, sem skap- ast og að nemendur séu látnir, eftir því sem við verður komið, stunda sitt skólanám, þar sem aðstaðan er bezt. í Danmörku hefur í vaxandi mæli verið farið inn á þá braut að skapa góða aðstöðu til verklegrar og bók- legrar kennslu fyrir einstakar iðngreinar á fáum stöð- um í landinu, og flytja nemendur víðsvegar að til þess- ara fagskóla í stað þess að halda uppi við hvern iðn- skóla kennslu í öllum iðngreinum, stundum við léleg- ar aðstæður á hverjum stað. - Þannig hafa t. d. verk- legir skólar fyrir fámennar iðngreinir verið settir á stofn á einum til tveim stöðum á landinu, en kennsla í þeirri grein lögð niður allstaðar annars staðar. - Við þetta skapast betri nýting kennslukrafta og tækja og yfirlcitt fæst betri árangur í námi. Þessu fylgir að sönnu nokkur kostnaður við bygg- ingu heimavista fyrir aðkomna nemendur og líka nokkur ferða- og dvalar-kostnaður, en menn cru samt ckki í vafa um, að þetta sé hin rétta leið, enda hleypur Dæmi: KETIL- OG I’LOTUSMItil Verklegt náni: 4 ár. Iðnskólanám: 4 ár. Kcnnslutími 8 vikur auk prófs í liverjum bekk. i.i). 2. b. 3. b. 4. b. Alls í skóla Flatarteikning 9 72 Fríhendisteikning . . . 9 9 144 Rúinteikning 9 72 Iðnteikning 18 18 288 Iðnteikning, fríh Islenzka 6 6 6 G 192 Reikningur 6 6 6 6 192 Efnisfræði 3 24 Efnafræði 3 24 Eðlisfræði 3 24 Bókfærsla 4 5 72 Enska 3 1 Danska 3 } 6 ■ ö G 192 Almenn skrift 3 24 Blokkskrift 4 32 Hjálp í viðlögum .... 1 8 Iðnreikningur 2 16 Stundir alls 44 44 43 43 1392 hið opinbera undir bagga til að létta nemendum og meisturum kostnaðinn. Það þarf varla að taka fram, að í Danmörku er, þrátt fyrir þessa auknu verkkennslu í iðnskólum, hald- ið áfram með meistarakennsluna sem aðalatriði verk- lega námsins, enda álitið að skólafræðsla geti aldrei komið í stað alhliða þjálfunar hjá meistara og stórum iðnfyrirtækjum. Ef litið er á nemendafjölda í 2. bekk gagnfræða- stigsins í Reykjavík, en í 2. bekk lýkur skyldunámi eins og vitað er, eru nemendur þar, samkv. fyrrnefndri skýrslu 1236. - Samkvæmt sömu heimildum töldust 859 iðnnemar við nám í Iðnskólanum í Reykjavík, öllum 4 bekkjunum. Samkvæmt reynslu má segja, að i8-2o9< þeirra unglinga, sem ljúka skyldunámi, leiti í iðngrein- arnar og þeir, sem hófu nám í 1. bekk Iðnskólans á því skólaári, sem um ræðir í skýrslunni, samsvara yfir 20% þeirra, sem stunduðu nám í 2. bekk gagnfræða- skólanna. Það er því ljóst að búa þarf vel að þessum hópi ungmenna og láta einskis ófreistað að þjálfa hann sem bczt undir lífsstarfið; - gefa honum kost á því bezta, sem völ er á og þjóðin getur skaffað, til þess að árang- urinn verði dugmiklir og nýtir borgarar. Eitt er það, sem stundum virðist ekki nægilega vel athugað, er unglingar hefja iðnnám, og það eru hæfi- TÍMARIT IÐNAÐARMANNA 63

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.