Tímarit iðnaðarmanna - 01.06.1962, Blaðsíða 24

Tímarit iðnaðarmanna - 01.06.1962, Blaðsíða 24
Stjórn Landssambands idnadarmanna 1952. Talið frá vinstri: Tómas Vigfússon, gjald- keri, Vigfús Sigurðsson, vararitari, Björgvin Frederiksen, forseti, Guðmundur Halldórs- son, ritari, Einar Gíslason, varaforseti. leikar unglingsins til almenns bóklegs náms. Yfirleitt eru það meistararnir og iðnfyrirtækin, sem taka ákvörðun um það, ásamt væntanlegum nemanda, hvort gerður skuli námssamningur eða ekki og þótt leitað sé staðfestingar iðnfræðsluráðs á slíkum samn- ingum, þá gleymist oft að athuga þessa hlið málsins í tæka tíð, með þeim afleiðingum, að nemandinn lendir í erfiðleikum með námið í iðnskóla. í sambandi við undirbúning nemenda undir iðnnám má ekki öllu lengur láta undir höfuð leggjast að efla starfsfræðsluna meðal unglinga. - Sérstaklega er það aðkallandi fyrir þá, sem leggja vilja út í einhverja þá tegund iðnnáms, sem krefst meiri kunnáttu á einhverju sérstöku sviði en almennt gerist, t. d. eins og stærð- fræði, eðlisfræði o. fl. - Það er slæmt, þegar iðnnemar finna, e. t. v. langt komnir með verklega námið, að þeir hafa ekki heppilega hæfileika til að ljúka ákveðn- um þætti skólanámsins á fullnægjandi hátt eða finna, að vegna ónógrar undirbúningsmenntunar geta þeir ekki lagt út í framhaldsnám, sem gæti verið eðlilegt framhald iðnnámsins, af því að vissa undirstöðuþekk- íngu skortir. Ýmsum svona vandræðum mætti ryðja úr vegi með góðri starfsfræðslu á réttum stað á mennta- brautinni. Ég hef rætt hér nær eingöngu um hið venjulega iðn- skólanám eins og það horfir við frá almennu sjónar- miði, og án þess að ræða sérstaklega mál einstakra stétta. - Það er þó vissulega margt, sem enn er óleyst á því sviði, þ. e. hinir ýmsu verklegu sérskólar. - Þótt það gæti orðið umræðuefni í margar greinar langar mig að drcpa stuttlega á fáein atriði þess máls. Við Iðnskólann í Reykjavík hefur nú þegar verið komið á fót vísum að sérskólum nokkurra iðngreina, en af þeirri reynslu, sem fengizt hefur af þeim, verður ekki annað séð en að þeir vísi veginn fram á við og að ekki verði snúið við á þeirri braut héðan af. „Sérskólar“ þessir hafa orðið til fyrir samvinnu hinna ýmsu iðnfélaga og skólans á þann hátt, að félög- in hafa tilnefnt menn til viðræðna við skólann um námstilhögun o. fl. varðandi þarfir iðngreinanna og jafnframt lagt fram flestar hinna meiriháttar véla, sem til hefur þurft. - Skólinn hefur hinsvegar lagt til hús- næði, handverkfæri og öll smærri tæki, a. m. k. í flestum tilfellum, jafnframt því að hann sér um rekst- urinn. Það er sammerkt með öllum þessum verklegu sér- skólum innan stofnunarinnar, að þeir búa við þröngt bráðabirgðahúsnæði, sem í engu tilfelli hefur verið byggt til slíkra nota, enda var verknám í iðnskólum ekki upp tekið árið 1944, er undirbúningur byggingar- innar hófst. - Flestar þessara vistarvera eru geymslur eða húsnæði ætluð til annarra nota en kennslu, og í sumum tilfellum litið hornauga af heilbrigðisyfirvöld- unum. - Þeir sérskólar, sem nú þegar hafa hafið göngu sína, og þurfa aukið húsnæði og vélakost hið fyrsta eru: prentskólinn (fyrir bæði prentara og setjara), rrá1 araskólinn, trésmíðaverkstæðið (sem er bæði fyrir hús- gagnasmiði og húsasmiði), rafmagnsdeiidin (sem er fyrir rafvirkja, rafvélavirkja og útvarpsvirkja fyrst og fremst) og verknámsdeildin fyrir málmiðnaðarmenn. Síðastnefndu iðngreinarnar eru einna fjölmennastar allra iðngreina í skólanum og hafa yfir þrcngstu hús- næði að ráða, enda líka skemmst á veg komið að skapa þeim verklega kennslu. - Hinsvegar munu þær U TJMARIT IÐNAÐARMANNA

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.