Tímarit iðnaðarmanna - 01.06.1962, Qupperneq 25

Tímarit iðnaðarmanna - 01.06.1962, Qupperneq 25
TORFI ÁSGEIRSSON, hagfrædingur: SEX-MANNA-NEFND Landssamband iðnaðaLT.ianna hefur í tæp fimmtán ár, eða síðan í júlí 1947, haft fulltrúa í nefnd þeirri, er samkvæmt lögum frá 24. maí 1947 skal ákvarða verðlagsgrundvöll landbúnaðarafurða. Samkvæmt þessum lögum, og seinni lögum um sama efni, skal við verðlagningu byggt á verðgrundvelli, sem fenginn er með samkomulagi milii þriggja fulltrúa frá þessum félagssamtökum neytenda: Alþýðusam- bandi íslands, Landssambandi iðnaðarmanna og Sjó- mannafélagi Reykjavíkur. Fulltrúi Landssambandsins í þessu starfi hefur öll árin verið Einar Gíslason, málarameistari, og um leið var honum frá upphafi, af meðnefndarmönnum sínum, falið það vandasama starf að taka sæti í yfirnefnd, er skera skal úr um ágreiningsatriði, ef þess gerist þörf. f starfi þessu þarf að taka ákvörðun um viðkvæm mál, er varða afkomu heillar stéttar, hinnar íslenzku bændastéttar, og um leið taka tillit til sjónarmiða neyt- enda, það er að segja allra landsmanna. Slíkt reynir að sjálfsögðu mjög á sanngirni og sáttfýsi samningsaðila. Það talar sínu máli, að í þessi fimmtán ár hefur að- eins fjórum sinnum þurft að leita til yfirnefndar um úrskurð, þ. e. a. s. langoftast hafa sex menn, þrír full- greinar þurfa einna mest rými og fjölbreyttust tæki, ef vel ætti að vera. - Væri óskandi að sem fyrst tækist að skapa öllum þessum iðngreinum viðunandi skilyrði í skólanum, jafnframt því að koma á fót slíkri verk- kennslu fyrir fleiri greinar. Þær iðngreinar, sem einna fastast sækja á nú að fá aðstöðu til verkkennslu, eru: málmiðnaðurinn, bók- bindarar o. fl., auk þess sem þær, er áður voru taldar, hafa þegar fundið, hve skórinn kreppir að varðandi húsnæðið. - Það mun láta nærri, að á Norðurlöndum sé tvöfalt til þrefalt meira gólfflatarmál ætlað til verk- legrar kennslu fyrir hverja iðngrein en hér hefur verið völ á fyrir allt að 5 greinar sameiginlega, fyrir utan hve véla- og tækjakostur er þar miklu fjölbreyttari. Vonandi eru allir þessir framtíðardraumar rétt að því komnir að rætast og ná fram að ganga. - Reykja- víkurbær hcfur gefið kost á viðbótarlóð fyrir skólann norðvcstan við núverandi lóð, og byggingarnefnd og Höggmy/id af Einari Gíslasyni málarameistara, gerd af Ríkbarði fónssyni, myndböggvara. Landssamband iðnaðar- man/za, byggingarnefnd iðnskóla/zs og fleiri fcerðu Einari myndina að gjöf á sfötugsafmœli hans. trúar bænda og þrír fulltrúar neytenda, gert e'mrótna samkomulag um verðlagningu landbúnaðarafurða. Til þess að svo hafi getað orðið hafa að sjálfsögðu allir nefndarmenn þurft að leggjast á eitt, og þeir er þekkja Einar Gíslason, fulltrúa Landssambandsins í þessu þýðingarmikla starfi, vita að hann hefur þar lagt sinn skerf og með sáttfýsi og sanngirni sinni oft stuðlað að því að koma á samningum þegar verst var útlitið. skipulag hafa samþykkt teikningar að verkkennslu- álmu þar. Vonir standa og til, að fljótlega fáist opin- berar fjárveitingar til þess að hefja megi byggingar- framkvæmdir. Um þá þætti iðn- og tæknifræðslunnar, sem lúta að framhaldsmenntun iðnaðarmanna, svo sem meistara- skólamálinu og ýmsum framhaldsnámskeiðum, væri freistandi að ræða, en það eru margþættir málaflokk- ar, sem betra væri að taka fyrir sérstaklega. - Verður vonandi tækifæri til þess síðar. - Einnig væri heppi- legt ef iðnfélög, bæði félög sveina og meistara, gæfu þeim, sem unnið hafa að þessum málum á vegum skól- ans, færi á að kynna þau í hinum ýmsu iðnfélögum til þess að undirbúa jarðveginn fyrir þessa starfsemi sem bezt, og jafnframt til að kynna málið og yfirvinna þann misskilning, sem á einstaka stöðum virðist ríkja, meðal iðnsveina sérstaklega, gegn meistaraskólamál- inu. TÍMARIT IÐNAÐARMANNA 65

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.