Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1962, Blaðsíða 13
BJARNI TÓMASSON, málarat?ieistari:
Skógur í gœr - gluggi í dag
Með auknum vísindum og tækni hefur mannsandinn
stígið hvert sporið öðru stærra inn á nýjar brautir með
góðum árangri. Plöntur og jurtir eru kynbættar með
góðri raun. í byrjun þessa árs varð stökkbreyting varð-
andi þessa hluti. Á ég þar við fréttina um það, að
fundinn væri lykillinn að táknmáli erfðaeindanna. Ef
þetta er rétt, sem engin ástæða er til að efa, þá getum
við litið hýru auga á okkar mikla landrými, sem þá á
efalaust eftir að gefa af sér nytjaskóg og skapa hér
stóriðju. Það fer vcl á því, þegar aðrar þjóðir höggva
upp heilu skógarbreiðurnar til þess að byggja yfir íbúa
sína.
íslendingar hafa gcrt vísindin að hornreku varðandi
það timbur, sem þeir hafa flutt inn og unnið úr til
þessa dags. Það er staðreynd, að mikið af því timbri,
scm við flytjum inn, er nothæft eins og það cr varð-
andi ýmsa notkun. Hinsvegar er það timbur, scm notað
er til allrar betri vinnu að mestu ónothæft vegna þess
hvað það er lífrænt.
íslcndingar þekkja rekatimbrið af gamalli raun. Á
Hornströndum, þar sem það berst mikið að landi, er
það dregið á land með landbúnaðarvélinni (traktorn-
um) nú til dags. Ég hef það eftir manni, sem bjó þarna
fjölda ára, að það hafi verið blómlegt að líta niður í
fjöruna á vorin eftir góða rekaátt. Þá var ekki um
annað að ræða en draga viðinn heim á hestum eftir
hjarninu. Hann kvað sig hafa sagað viðinn blautan
niður í girðingarstaura og húsgrindur. Einnig hafi þessi
viður verið góður í bryggjustaura. Ég spurði manninn
hvort viðurinn hefði ekki klemmt að söginni, þegar
hann sagaði hann blautan beint úr sjónum. Hann sagði,
að það hefði verið gott að vinna hann og kemur það
heim við það, scm ég kem inn á hér síðar. Rekatimbr-
ið á Hornströndum cr yfirleitt of gott til þess að hafa
ekki meiri not af því en gert er. Það verður um alla
framtið gott sönnunargagn varðandi það, sem hér er
haldið fram, ef einhver vildi dútla við það að koma
því á markað þar, scm meiriháttar vinnsla úr timbri
fer fram.
Það bcr að harma, að cnginn íslendingur skuli hafa
gert tilraun mcð það að flytja inn timbur nýupphöggv-
ið í staurum. Þetta hefði mátt gera í smáum stíl til að
byrja með. Ef það timbur sem nota á til allrar betri
vinnu væri flutt inn í staurum, mætti geyma það í
sjónum hér við land, þangað til það væri gegnblautt af
sjávarsöltum og öðrum föstum efnum, sem sjórinn inni-
heldur. Þetta hefði um leið skapað vísi að vélakosti
varðandi meiriháttar timburiðju í landinu.
Ef litið er á timbrið, sem flutt er inn nú til dags, í
bitum, plönkum og borðum, sem notað er í okkar
sterku byggingar, þá kem ég ekki auga á neitt, sem
getur komið í veg fyrir það, að það sé verkað upp úr
sjó áður en því er stungið inn í þurrkofninn. Þá deyr
það líklega þeim eina dauða, sem til er. Það kemst í
kyrrstöðu eins og allt það, sem salt kemur nálægt. Það
þarf enginn að draga það í efa, að sjávarsöltin verja
viðinn fyrir sveppum og rotnun, sem náttúruöflin eru
ötul við að bera á borð fyrir hann.
Viður, sem vcrkaður cr upp úr sjó, verður mun þétt-
ari. Hann fær rauðlitan blæ. Frá fyrstu tíð cr furan
kölluð rauðviður. En aðalatriðið er það, að viðurinn
losnar við allar lífrænar hreyfingar. Hann kastar sér
ekki og margfaldar endingu sína.
Það er hægt að leiða fleiri rök að því að sjórinn er
viðnum góð vörn á allan handa máta. T. d. er hægt að
þurrka sjóbiautan við upp á endann, við mikinn hita,
án þess að hann geri tilraun til að svigna. Það þarf
ekki að þurrka hann í pressu, eins og þann við, sem
verkaður er nú, eða réttara sagt þurrkaður er nú, sem
þó dugar ekki, því að hann gerir bæði að spúa merg
og kasta sér. Þessu ættu iðnaðarsamtökin að gefa
gaum og sannprófa, hvort hér er farið rétt með, það
kostar ekki mikið.
Þá má benda á, að sjóreknir girðingarstaurar eru
fimmfalt endingarbetri en þeir, sem fluttir eru inn með
skipum. Jafnvel sjávarloftið hefur áhrif á viðinn. Tekk-
ið (teak), sem mikið er notað hér í útidyrahurðir, skæl-
ist og verpir sig hér á landi. Það gefur aðra raun um
borð í skipum, þar sem sjávarloftið nær að leika um
það.
Á Þjóðminjasafninu er til viður síðan á miðöldum
úr gömlum torfbæjum, sem hafa verið rifnir. I torfbæj-
unum hefur viðurinn verið meira og minna í sambandi
við mold, torf og grjót, þar sem vatnið hefur átt
141
TlMARIT IÐNAÐARMANNA