Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1962, Blaðsíða 21

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1962, Blaðsíða 21
síðustu árin, sem ég var hjá Pétri. Upp úr aldamótum fórum við að smíða rjóma- og mjólkurbrúsa og beygja saman þakrennur og rör, mest í höndunum, enda juk- ust nú húsabyggingar. Hvenær lýkur þú námi? Árið 1901 útskrifaðist ég og fékk sveinsbréf í blikk- smíði. Næsta ár vann ég áfram hjá Pétri fyrir 10 aura á klukkutímann ásamt fæði og húsnæði. En hvenær byrjar þú sjálfstætt? Hinn 14. maí 1902 réðst ég í það stórræði að fá leigt vinnupláss í húsi Þorsteins Tómassonar í Lækjargötu 10, en það notaði ég jafnframt sem íbúð. Leigan var 11 krónur á mánuði, og hafði ég miklar áhyggjur af að geta staðið í skilum með hana. Ekki tókst mér að fá lán í banka, því að engan fékk ég ábyrgðarmanninn. Það, sem bjargaði mér var, að tveir kunningjar mínir á Breiðafirði hlupu undir bagga og lánuðu mér saman 150 krónur. Fyrir þær keypti ég efni og setti auglýsingu í blöðin og áður en varði hafði ég nóg að gera. Brátt varð það mikið að gera í smiðjunni, að ég gat bætt við mig manni. Hann hét Einar Einarsson, en mörgum árum seinna stofnaði hann Blikksmiðju Reykjavíkur. Eftir 3 ár keypti ég gamla Waageshúsið. Það stóð þar, sem nú er búið að byggja Iðnaðarbank- ann. Útborgun var sáralítil, en húsið kostaði 8 þúsund. I húsinu var gott vinnupláss með nokkuð stórum út- stillingarglugga og þar hafði ég til sölu eldhúsáhöld úr eir og látúni og olíulampa og allt þeim tilheyrandi. Waageshúsið seldi ég 1906 og keypti húseignina Laufásveg 4. Þar hafði ég smiðjuna í kjallaranum, þar til ég reisti verkstæði bak við húsið 1912, og stækkaði það 1936. Hefur þú ekki staðið í öðrum framkvæmdum um ævina? Það má víst flestu nafn gefa. Árið 1916 átti ég þátt í athugunum á því, hvort unnt væri að vinna kalk (steinlím) í Mógilsárlandi við Esju. Með mér voru Daníel Daníelsson í Stjórnarráðinu og Kristján Teits- son, afi Jónasar Sólmundssonar, húsgagnasmíðameist- ara. Við söfnuðum 35.000,00 krónum til framkvæmd- anna, byggt var yfir starfsemina þar efra og fenginn brennsluofn. En brátt kom í ljós, að fyrirtæki þetta var miklum erfiðleikum bundið. Kolin urðu óbærilega dýr, námuleyfið í Esjunni bundið við stutt árabil, og neyddumst við því til að hætta starfseminni. Við gát- um selt hús, sem byggt hafði verið efra, það vel, að unnt var að endurgreiða allt söfnunarféð. Um svipað leyti keypti ég í félagi með nokkrum öðrum mönnum bát frá Noregi. Hann var 50 tonn og hét Reginn. Við gerðum hann útí 5 ár og töpuðum ein- ungis á útgerðinni. Hefur þú tekið þátt í félagsstörfum? Fyrir aldamótin gekk ég í Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík, og nú er ég heiðursfélagi þess. Formaður Taflfélags Reykjavíkur var ég í nokkur ár og félags- maður í Verzlunarmannafélaginu, einn af stofnendum Stangaveiðifélagsins gamla. Það var stofnað árið 1916, og voru í því 21 félagsmaður og var ég gjaldkeri þess félags meðan það starfaði. Þá tók ég töluverðan þátt í stjórnmálum eins og fleiri iðnaðarmenn á þeim árum. Hefur þú ekki tekið þátt í Iðnsýningum? f BL,KKSM.»r°"D tinhudun Breiðfjörds blikksmiðja og tinhúðun flutti af Laufásvegi 4 /959 í fiessi húsakynni i Sigtúni 7. TÍMARIT IÐNAÐARMANNA 149

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.