Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1962, Blaðsíða 7

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1962, Blaðsíða 7
Iðnaðarmannafélag Stykkishólms Miðvikudaginn 26. scptcmber mættu for- scti Landssambands iðnaðarmanna, Guð- mundur Halldórsson, og framkvæmdastjóri sambandsins, Bragi Hannesson, á fclagsfundi hjá Iðnaðarmannafélagi Stykkishólms. Formaður Iðnaðarmannafélags Stykkis- hólms, Bjarni Lárentíusson, setti fundinn kl. 9 síðdegis, cn síðan skýrðu Guðmundur og Bragi frá starfsemi Landssambandsins. Að lokum urðu nokkrar umræður, en síð- an voru sýndar fræðslukvikmyndir. Iðnaðarmannafélag Olafsvíkur Fimmtudaginn 27. scptember var stofnað iðnaðarmannafélag í Ólafsvík. Á stofnfundinum mættu forscti Landssam- bandsins, Guðmundur Halldórsson, og Bragi Hannesson, framkvæmdastjóri. 1 stjórn Iðnaðarmannafélags Ólafsvíkur voru kosnir: Vigfús Vigfússon, húsasmíða- mcistari, formaður, Elías Valgeirsson, raf- virkjameistari, ritari, og Böðvar Bjarnason, húsamíðameistari, gjaldkcri. Fclagið hcfur sótt um upptöku í Lands- samband iðnaðarmanna. Félagsmcnn cru 18. Skipasiníði ........................ 135 Iðnaðarbankahúsið .................. 136 Þrettánda Norræna iðnþingið ....... 137 Iðnaðarhús við Grensás ............. 139 Emil Jónsson, ráðherra, sextugur .. MO lijarni Tómasson, mdlaram.: Skógur í gær — gluggi í dag....... 141 Nýjungar og notkun þeirra....... 144 Hrriöfjörðsblikksmiðja 00 ára. Kætt við stofnandann G. J. Breiðfjörð . 148 I'tírsiðumynd er af báti í smfðum hjá Skipasnn'ðastöðinni Driifn hf., Ilafnar- firði. TÍMARIT IÐNAÐARMANNA Otge/andi: LANDSSAMBANDIÐNAÐARMANNA Iðnaðarbankahúsinu, Reykjavík Pósthólf 102 . Sími 15363 Ritstjóri: BRAGI HANNESSON (ábm.) iSUipasmtbi Fyrir nokkru var frá því skýrt í fréttum, að íslenzkt og erlent fyrirtœki, sem buðu í smíði stálskips, hefðu verið með sambœrileg tilboð, en er- lenda tilboðinu fylgdi lánsfyrirheit um 70% byggingakostnaðarins til 7 ára. Var það því tekið. Hér er komið að vandamáli, sem innlend skipasmíði befur fundið fyrir að undanförnu og brýna nauðsyn ber til, að stjórnarvöld landsins geri sér grein fyrir. Innlend skipasmíði hefur átt erfitt uppdráttar, þótt flestir bafi baft skilning á nytsemi bennar. Stafar það fyrst og frenist af því, að bún hef- ur ekki notið tollverndar, en orðið lengst af að keppa við erlenda skipa- smíði, sem búið hefur við traustari og öruggari vinnumarkað og efna- bagslíf, en bér befur verið. Ejtir að farið var að endurgreiða aðflutningsgjöld af efni, áhöldum og vélum, sem fóru til innlenda skipasttiíðaiðnaðarins, batnaði aðstaða hans og segja má, að innlenda skipasmíðin hafi orðið fullkomlega sam- keppnisbæf, þegar farið var að skrá gengið rétt. Hins vegar er staðreyndin sú, að innlenda skipasmíðin hefur ekki eflzt neitt að ráði, þrátt fyrir þetta, og stafar það fyrst og fremst af lánsfjárskorti og vöntun á starfskrafti. A þessu verður að ráða bót, m. a. með meiri aðstoð Fiskveiðasjóðs við innlenda skipasmíði. Auk þess þarf að heimila skipasmíðastöðvun- um að setja tryggingavixla fyrir greiðslu aðflutningsgjalda af vélum og tœkjum í skip og báta, svo að ekki þurfi að binda fjármagn þar, sem hvort eð er verður endurgreitt. Síðast en ekki síst þarf að kanna, hvort ekki er unnt að gera skipa- smíði eftirsóknarverðari atvinnugrein en verið hefur, t. d. með því að koma á ákvœðisvinnu í skipasmíðaiðninni. B. H. TÍMARIT IÐNAÐARMANNA 135-

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.