Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1962, Blaðsíða 14
grciðan aðgang að honum. Ekki hefur viðurinn vaxið
við aðrar aðstæður þá en nú. En hann hefur sennilega
verið fluttur til landsins í opnum skipum. Við flutn-
inginn, út- og uppskipun hefur viðurinn komizt meira
og minna í snertingu við sjó- og gegnumblotnað. Þetta
er ekki óeðlileg skýring, ef það er haft í huga hvers
sjávarefnin eru megnug.
Að undanförnu hefur sjórinn við Island verið rann-
sakaður. Það er ekki allsendis óþekkt fyrirbrigði, að
hann er útflutningsvara. 1 ljós hefur komið, að hann
inniheldur mörg föst efni og skal ég nefna hér nokkur:
Natríumklóríd, sem er matarsalt. Kalsíumsulfat, sem
er gibs. Kalsíumkarbónat, sem er krít. Koparsúlfat,
sem er blásteinn. Þá magnesíumklórid, magnesíum-
súlfat, magnesíumbróníd, sem eru sölt. Þá einnig
arsenik og koparsölt. Sjórinn inniheldur ennfremur joð,
fosfór (phosphor), kalí, jafnvel gull. Það er fræðilcg
staðreynd, að hægt er að vinna áburðarefni úr sjó.
Kalí er t. d. eitt af þeim efnum, sem plöntur þurfa
mikið af.
Joðið er unnið úr sjávargróðri, þaranum, þaðan fær
það rauða litinn. Joðið cr mjög sótthreinsandi, eins og
allir vita.
Þessi föstu efni sjávarins eru ekki mikil að magni.
Þau eru öll samanlögð •"%ooo partar úr einu kíló-
grammi af sjó. Öll þessi cfni, eða mörg þeirra, eru
viðnum ein bezta vörn, ef hann væri verkaður upp úr
þeim. Vegna víðáttu sinnar mun óhætt að draga í efa,
að sjórinn sé með öllu rannsakaður niður í kjölinn
varðandi öll sín efni. Þar eigi margt eftir að koma
fram í dagsljósið, scm er hulin ráðgáta nú.
Árið 1961 fluttu Islendingar inn timbur fyrir kr. 86,7
milljónir. Allur flokkurinn var 1215,7 kúbíkfet. Þessar
tölur eru fengnar út á tollnúmer. Ef lesendur eru þyrst-
ir í meiri fróðleik, þá skal þeim bent á Hagtíðindi
Hagstofu Islands. Þar er frekari fróðleik að finna um
þennan innflutning þjóðarinnar.
1 sambandi við timbrið eru flutt inn fúavarnarcfni.
Eitt þessara efna er grænolían (Cubrinol). Hún inni-
heldur koparsölt, scm væru viðnum vörn gegn fúa, ef
hann væri mettaður í gcgn af hcnni. En eins og hún er
notuð er hún tilgangslaus. Viðurinn er jafnlifandi
hvort sem grænolíu hefur verið skvett á hann cða ekki,
því að olían fer ekki ncma inn úr yztu viðarskorpunni.
Það er erfitt að finna þær aðstæður, sem olían ver
viðinn fúa, nema ef vera skyldi, þar sem viðurinn er í
sambandi við mold.
Ef timburinnflutningurinn cr flokkaður í tegundir,
þá cr furan sú tegund, sem við notum langmest. En
þar með er sagan um furuna okkar ekki öll sögð. Oft
hefur furan reynzt það lifandi, hvað góðri framleiðslu
142
viðkemur, að það hefur kostað sóun á tíma og efni og
orsakað meira erfiði en árangur að fá það út úr viðn-
um, sem góð vinna heimtar. Það er því ekki nægilegt
að þurrka viðinn undir rot, hann deyr ekki fyrir það
þó að vatnið gufi burt úr honurn, til þess að það verði
þarfnast hann utanaðkomandi efna. Það má því segja,
að kominn sé tími til þess fyrir okkur að hætta að
vinna úr timbri, sem komið er beint úr erlendum skóg-
um, lifrænt og hrátt, sem nær því má segja að hafi ver-
ið skógur í gær, gluggi í dag.
Þar sem þessi viður hefur verið notaður og veðrun
hefur náð til hans, eins og t. d. gluggaviðarins, hafa
hreyfingarnar reynzt vera það miklar, að varnarefnin
(málningin) hafa í mörgum tilfellum skrælnað af. Um-
hleypingatíð og grátandi rúður hafa gert vatninu kleift
að ná tangarsókn á viðnum og metta hann af vætu,
sem orsakað hefur svo þenslu. I kaldri veðráttu frýs
þessi blauti viður og þrútnar til fulls. Þegar hlýnar í
veðri og sólin skín, þiðnar hann og vætan gufar burt
að einhverju leyti. Hreyfingarnar myndast í gagnstæða
átt, viðurinn innsviðnar og er þannig á sífelldri hreyf-
ingu. Á þessu sjáum við, að hinn lífræni viður hentar
ekki vel umhleypingavcðráttufarinu á íslandi.
Þegar viðurinn hefur átt slíkt samneyti við náttúru-
öflin ár eftir ár, þá fer smátt og smátt að myndast
sveppagróður í viðnum, hann fer að rotna. Svepparn-
ir vinna sitt starf óháðir öllu. Viðurinn verður gljúpur
og fer að anda hraðar. Loftið ber iðju sveppanna út í
geiminn, þangað sem moldin á auðvelt með að kalla
efnið til sín aftur til nýrrar gróðuriðju. Því af frjóvi
moldar var viðurinn kominn, og að moldu vill hann
aftur verða.
Að mínu áliti eru höfuðskepnurnar búnar að sýna,
að ekkert efni stenzt þeirra mikla afl. Þar með hafa
þær afmáð dauðann varðandi öll efni. Þær segja okkur
aðeins, að til scu efni, scm verji önnur efni rotnun, tær-
ingu og komi þeim í kyrrstöðu. Þar með sé kyrrstaðan
það cina stefnumót, sem efnin cigi við dauðann. Ég
leyfi mcr því að halda því fram, að kyrrstaðan sé sá
eini dauði scm til er.
Einnig má segja, að höfuðskcpnurnar séu búnar að
þurrka út línuna, sem cölisfræðin dró milli þess, sem
hún kallar lífræn efni, og þeirra, sem hún kallar ólíf-
ræn, og þær hafa aldrei leyft hana. Svo mikil er hreyf-
ingin og lífið í öllu. Það má nær því fullyrða, að ckkert
efni sé til, sem ckki er lífrænt, af hvaða bergi sem það
er brotið. Það má sjá af því, hve náttúruöflin eiga auð-
velt mcð að umbrcyta öllum efnum. Að vísu cr það
háð ýmsum kringumstæðum.
Svíar nota svokallaða Bólíden aðferð við að verka
timbur. Aðferðin er fólgin í því, að þeir nota mikinn
TÍMARIT IÐNAÐARMANNA