Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1962, Blaðsíða 16

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1962, Blaðsíða 16
Nýjungar og notkun þeirra Hentug borvél við byggingar Með því að búa þessa „RV“Mole- vél 250 snúninga rafmagnshreyfli, er hún fær um að bora göt, 12 þuml. að þvermáli, gegnum 8 þuml. þykka steypuveggi, fyrir lagnir á gufupíp- um. Lofttæmibúnaður (sog) heldur vélinni upp að veggnum með að- haldsþrýstingi, er nemur einni smá- lest. Model ,,RV“Mole-vélin er öll úr stáli, létt og þægileg meðferðar, með gangskiptibúnaði, sem leyfir hraða inngjöf og útdrátt borendans, meðan unnið er. Ekki er til þess ætlazt, að vélin sé yfirleitt notuð til að gera göt með svo stóru þvermáli sem 12 þuml., en með hæggengum hreyfli er hún vel fær um að leysa það verk- efni. Hentug borvél fyrir byggingar. Framleiðandi er Molco Drilling Machines, Inc., 909 Franklin Street, N.E. Washington, D.C., U.S.A. Samkvæmt upplýsingum frá framleiðanda. I.T.D. nr. 0398 Skór fyrir þungar vélar Svissneskur framleiðandi hefur framleitt margar stærðir af skóm, sem ætlaðar eru þungum vélum, til stuðnings, hvíldar og afréttingar. Skór fyrir þungar vélar. Hingað til hafa slíkar vélar yfir- leitt þarfnast steyptrar undirstöðu, sem er ekki aðeins dýr, heldur gerir vélina óhreyfanlega. Með slíkri und- irstöðu verður vélin fyrir titringi frá öðrum vélum, og veldur einnig sjálf öðrum vélum titringi. Þá má og nefna þann ókost steyptrar undir- stöðu, að hún gefur litla sem enga hljóðeinangrun. Notkun nýju vélaskónna getur dregið úr öllum þessum ókostum. Þeir eru aðallega gerðir úr nokkrum lögum af muldum korki og hamp- vefi, sem þrýst er niður í plastsetu (bakelite-vinyl). Mynd 1 sýnir skó, sem hægt er að hækka og lækka, þótt hann haldi áfram að vera jafnsléttur. Útbúnað- urinn, sem þófinn eða púðinn er festur á, er samsettur af tveimur málmfleygum, sem haldið er saman af skrúfu og ró. Hæðinni á skónum má breyta með því að snúa skrúf- unni. Þessi gerð af skóm er fram- leidd í fjórum stærðum fyrir þunga frá 500 upp í 12.000 kg/ferfet. Mynd 2 sýnir þá gerð af skóm, sem notaðir eru undir rennibekki eða önnur véltæki, sem hafa fætur með hinum nauðsynlegu skrúfugöt- um. Hér er skórinn stálklæddur og með skrúfugati til að taka á móti skrúfunni, eins og sýnt er. Mynd 3 sýnir gerð af skóm, er veita auka- eða viðbótarstuðning og vinna gegn sérhverri tilhneigingu til að síga í miðjunni. Þessi gerð er fá- anleg í tveimur stærðum, fyrir þunga frá 500 til 1000 kg. Talið er, að notkun þessa útbún- aðar spari bæði tíma cg peninga og dragi úr hávaða og titringi, án þer.s þó að vélin þurfi að vera óhreyfan- leg. Framleiðandi er Rudolf Schrepfer, Kúsnacht-Zúrich, Sviss. Ur ,,Tcchniquc Suissc" no. i, 1962. I.T.D. nr. 0369 Tímarofi Þessi rofi fyrir tímastillingu er gerður til notkunar á heimilistæki. Snúran með tímarofanum er sett inn eins og millileiðsla milli tækisins og höfuðinnstungunnar. Þannig er hægt, á fljótan og auðveldan hátt, að tengja tímastilli við t. d. hitaplötur, ljósalampa, loftræsiþyrlur o. fl. Hinn virki tími, sem óskað er eft- ir, er stilltur með kringlóttri stilli- skífu, sem mörkuð er frá 0-60 mín. (með einnar mínútu bili). Skífunni má snúa til hvorrar handar, sem óskað er. Sé hún færð á o, er straumur rofinn. Tími sá, sem óskað er eftir, er mældur með einfaldri fjaðurklukku, sem undin er upp um leið og skífunni er snúið. Straum- rofsstyrkur getur náð allt að 10 A 144 TÍMARIT IÐNAÐARMANNA

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.