Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1962, Blaðsíða 17

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1962, Blaðsíða 17
X ímarofi. við 220 V riðstraum með tíðni frá 40-60 riðum á sek. Notkun rofans getur verið fjöl- þætt og náð t. d. til lækningatækja og áhalda á rannsóknarstofum. Framleiðandi er Zeitschalter- und Apparatebau E. Holz, Urlashöhe 10, Lauf/Pegnitz, Þýzkalandi. I.T.D. nr. 0352 Áhaldavagn Þessi burðarmikli áhaldavagn er hið mesta þarfaþing á verkstæðum. Hann er til þess ætlaður að flytja áhöld og ýmiskonar verkfærabúnað beint að verkefninu. Hann er búinn fjórum áhalda- skúffum, sem hægt er að draga út eftir þörfum, og einu hólfi, sem hægt er að læsa. Vegna völtruhjólanna er hann sérlcga vel nothæfur í þrengsl- Ahaldavagn. um, og þungadreifingin er með þeim hætti, að jafnvel með fullhlöðnum og útdregnum áhaldaskúffum gctv:: vagninn ekki endasteypzt eða misst jafnvægið við venjulega notkun. Framleiðandi er W. Pinder & Son Ltd., King Street, Peterborough, Bretlandi. Úr „Power & Work Engineering“, jan. 1962. I.T.D. nr. 0375 KVÆÐI flutt ó skemmtikvöldi Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík föstudaginn 2. febrúar 1962 (Lag: Ég man þá tíð.) I glœstum sal á góðra vina fund er gott að koma’ og hreyfa nijúka strengi. Og hér er bjart sem brosi’ um morgunstund hin blíða sól á Ijúfu œskuvengi. Við kottnmi saman kát að rninnast þess, að kveikt var líf í þessutn félagsanda, og handverkstnönnum meiri veittur sess, í tnenning, frama - hœrra leyft að standa. Þess ber að minnast áunnið sem er, bvað eykur þroska huga jafnt sem handa. Það gerir heiminn betri í sjálfum sér, ef sveinar glaðir störfin betur vanda. Já, minnumst þcss, að margt er liðið stríð, er margar hendur gengu fast að verki, en skylt er oss að þakka liðnutn lýð og láta aldrei niðtir falla tnerki. Og á þvi byggist framtíð okkar fremst, að fagmenn séutn, meistarar í verki, en þá er víst, að áfram alltaf kemst og okkur tengir félagsandinn sterki. Og djarfir standa allir skulutn enn sem einn á verði hver um annars sóma. í framtakssemi frjálsir séu menn, þá félagslífið stendur allt tneð blóma. LEIFUR HALLDÖRSSON TÍMARIT IÐNAÐARMANNA 145

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.